Fjölbreytt atvinna fyrir alla! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. júlí 2021 14:31 Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að. Við brugðumst við af krafti með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum, brúuðum bilið og vorum tilbúin þegar landið byrjaði að rísa að nýju. Það er okkur að takast vel og sýnir að samstilltar aðgerðir verkalýðshreyfingar, atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar með þátttöku almennings í landinu eru að skila árangri. Nú eru aftur blikur á lofti hvað Covid varðar en þá er bara að spýta í lófana og taka enn einn snúninginn, við kunnum sporin og vitum að saman skilum við bestum árangri. Það er full ástæða til bjartsýni. Á þessu kjörtímabili höfum við verið að styrkja innviði landsins og leggja grunn að enn fjölbreyttara atvinnulífi um land allt með fjármagnaðri öflugri nýsköpunarstefnu sem nær til landsins alls og snertir allar greinar til sjávar og sveita, ferðaþjónustu eða menningu. Það skiptir máli að leyfa öllum atvinnugreinum að þróast og blómstra, stórum sem og smáum því sprotarnir vaxa og verða burðugir, það er mikilvægt í okkar dreifbýla landi að skapa slík skilyrði svo að fjölbreytt fyrirtæki fái blómstrað, skapi störf og efli búsetuskilyrði og atvinnuöryggi. Með ljósleiðaravæðingu og háhraðatengingum um land allt eru skilyrðin orðin allt önnur til að skapa sér vinnu hvar sem er á landinu og setja niður fyrirtæki eða útibú, þar á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi, ekki síður en einkaaðilar. Reynslan í Covid hefur sýnt að viljinn er allt sem þarf til að gera alvöru út störfum án staðsetninga. Ekki síður mikilvæg eru þau störf sem að fyrir eru, og hafa komið til vegna baráttu stjórnmálamanna. Það var því mikið fagnaðarefni nýverið þegar tókst að tryggja afla til Strandveiða út sumarið 2021 og baráttan skilaði sér að lokum. Hvert einasta starf skiptir miklu máli og mikilvægt að atvinnulífið fái tækifæri til að nýta staðbundnar auðlindir og tækifæri til atvinnusköpunar á sjálfbærann máta líkt og á við um strandveiðar. Við í VG leggjum alla áherslu á að 48 dagar verði tryggðir til framtíðar með nægum aflaheimildum svo treysta megi strandveiðar enn frekar og skapa nauðsynlegan fyrirsjáanleika við veiðarnar. Ég tel það nauðsynlegt að eiða óvissu enda stóð aldrei annað til þegar við breyttum Strandveiðum í dagakerfi árið 2019. Allt leggst þetta saman og eykur fjölbreytni og styrkir búsetuskilyrði. Ég mun setja atvinnumál, kjör launafólks og starfsskilyrði víðsvegar um landið á oddinn í kosningabaráttunni framundan, ég trúi því að þannig treystum við byggð og búsetu um allt land! Höfundur er formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að. Við brugðumst við af krafti með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum, brúuðum bilið og vorum tilbúin þegar landið byrjaði að rísa að nýju. Það er okkur að takast vel og sýnir að samstilltar aðgerðir verkalýðshreyfingar, atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar með þátttöku almennings í landinu eru að skila árangri. Nú eru aftur blikur á lofti hvað Covid varðar en þá er bara að spýta í lófana og taka enn einn snúninginn, við kunnum sporin og vitum að saman skilum við bestum árangri. Það er full ástæða til bjartsýni. Á þessu kjörtímabili höfum við verið að styrkja innviði landsins og leggja grunn að enn fjölbreyttara atvinnulífi um land allt með fjármagnaðri öflugri nýsköpunarstefnu sem nær til landsins alls og snertir allar greinar til sjávar og sveita, ferðaþjónustu eða menningu. Það skiptir máli að leyfa öllum atvinnugreinum að þróast og blómstra, stórum sem og smáum því sprotarnir vaxa og verða burðugir, það er mikilvægt í okkar dreifbýla landi að skapa slík skilyrði svo að fjölbreytt fyrirtæki fái blómstrað, skapi störf og efli búsetuskilyrði og atvinnuöryggi. Með ljósleiðaravæðingu og háhraðatengingum um land allt eru skilyrðin orðin allt önnur til að skapa sér vinnu hvar sem er á landinu og setja niður fyrirtæki eða útibú, þar á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi, ekki síður en einkaaðilar. Reynslan í Covid hefur sýnt að viljinn er allt sem þarf til að gera alvöru út störfum án staðsetninga. Ekki síður mikilvæg eru þau störf sem að fyrir eru, og hafa komið til vegna baráttu stjórnmálamanna. Það var því mikið fagnaðarefni nýverið þegar tókst að tryggja afla til Strandveiða út sumarið 2021 og baráttan skilaði sér að lokum. Hvert einasta starf skiptir miklu máli og mikilvægt að atvinnulífið fái tækifæri til að nýta staðbundnar auðlindir og tækifæri til atvinnusköpunar á sjálfbærann máta líkt og á við um strandveiðar. Við í VG leggjum alla áherslu á að 48 dagar verði tryggðir til framtíðar með nægum aflaheimildum svo treysta megi strandveiðar enn frekar og skapa nauðsynlegan fyrirsjáanleika við veiðarnar. Ég tel það nauðsynlegt að eiða óvissu enda stóð aldrei annað til þegar við breyttum Strandveiðum í dagakerfi árið 2019. Allt leggst þetta saman og eykur fjölbreytni og styrkir búsetuskilyrði. Ég mun setja atvinnumál, kjör launafólks og starfsskilyrði víðsvegar um landið á oddinn í kosningabaráttunni framundan, ég trúi því að þannig treystum við byggð og búsetu um allt land! Höfundur er formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar