Þegar vísindin hlusta ekki á vísindin Viggó Örn Jónsson skrifar 23. júlí 2021 10:30 Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari. Álhattarnir Ákveðinn minnihluti fólks hafnar bólusetningum. Samsæriskenningar alls kyns hafa víða náð útbreiðslu. Í sumum nágrannalöndum segja nálægt 40% íbúa ekki vilja bólusetningu. Aukaverkanir af svo miklum fjölda bólusetninga á stuttum tíma eru auk þess afar sýnilegar og til þess fallnar að vekja áhyggjur hjá fólki sem öllu jöfnu hefur ekki áhyggjur af mun alvarlegri og algengari aukaverkunum lyfja. Á Íslandi hefur þessi hópur verið mun minni. Okkur var lofað vísindalegri nálgun sem jók samstöðu þjóðarinnar. Við sættum okkur við áhættuna sem felst í styttri prófunum. Við treystum því að við værum á skynsamlegri og ábyrgri vegferð. Við sættum okkur við gróf inngrip í daglegt líf, efnahagslegt áfall og takmarkanir á ferðafrelsi. Við trúðum því að ásetningurinn væri að endurheimta eðlilegt líf. Samstaða þjóðarinnar var mikil. Fyrir vikið hefur nú tekist að bólusetja yfir 90% Íslendinga - vel yfir því markmiði sem að var stefnt. Líf eftir Covid Öllum markmiðum með sóttvarnaraðgerðum hefur því verið náð. Samfélag okkar er að verða eðlilegt að nýju. Við höfum staðið af okkur þennan storm með öllum þeim miklu inngripum í líf okkar sem því fylgdi. Fólk hittist á ný og þjóðin er öll á ferð og flugi. Verslanir eru opnar. Skólarnir horfa fram á eðlilegt starf. Erlendir ferðamenn eru að koma til landsins. Það er ekki og hefur aldrei verið raunhæf hugmynd að útrýma Covid19. Veiran mun aldrei hverfa. Við þurfum að lifa með henni. Ný afbrigði munu koma fram með nýjum smitum. Þetta er vísindaleg staðreynd og þess vegna þurfti bóluefnin. Til þess að draga úr smitum og draga úr alvarleika veikinda. Þetta er nákvæmlega það sama og við gerum við inflúensu á hverju einasta ári. Á hverju einasta ári kemur nýtt afbrigði inflúensu, nýtt bóluefni og við smitumst mörg af "flensu". Þannig er líka lífið eftir Covid. Virka bóluefnin þá ekki? Þá vill svo til að yfirmenn sóttvarna sem hafa í heilt ár þrumað yfir þjóðinni á daglegum blaðamannafundum um mikilvægi þess að taka vísindalega afstöðu hafa skyndilega misst allan áhuga á vísindum. Allt í einu láta þau eins og almenningur sé í bráðri hættu þrátt fyrir að bólusetningarmarkmiðum sé náð. Skilaboðin sem heilbrigðisráðherra og íslensk sóttvarnaryfirvöld eru að senda frá sér með því að grípa aftur til grófra inngripa í líf almennings eru einfaldlega þau að bóluefnið virki ekki. Þetta er mjög alvarlegt vantraust á þá vísindalegu vegferð sem þjóðin hélt að hún væri á. Þetta er ekkert flókið. Markmiðum bólusetninga er náð. Annað hvort virka bóluefnin og við getum hætt aðgerðum eða bóluefnin virka ekki og við þurfum að halda þeim áfram. Hvort er það? „Einhver ár“ Okkur er nú sagt að aðgerðir vegna Covid gætu varað í "einhver ár" og að Covid sé "ekki búið". Spænska veikin gekk yfir árið 1918. Influensan er enn að hringsóla um heiminn. Ef við ætlum að halda áfram að hegða okkur svona og bíða eftir að Covid sé "búið" gætu "einhver ár" orðið ansi mörg. Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi. Það er kominn tími til að almenningur og stjórnmálin ræði þetta mál rætt af einhverri skynsemi í stað þess að stæra sig af því hlýða án hálfrar hugsunar. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Viggó Örn Jónsson Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari. Álhattarnir Ákveðinn minnihluti fólks hafnar bólusetningum. Samsæriskenningar alls kyns hafa víða náð útbreiðslu. Í sumum nágrannalöndum segja nálægt 40% íbúa ekki vilja bólusetningu. Aukaverkanir af svo miklum fjölda bólusetninga á stuttum tíma eru auk þess afar sýnilegar og til þess fallnar að vekja áhyggjur hjá fólki sem öllu jöfnu hefur ekki áhyggjur af mun alvarlegri og algengari aukaverkunum lyfja. Á Íslandi hefur þessi hópur verið mun minni. Okkur var lofað vísindalegri nálgun sem jók samstöðu þjóðarinnar. Við sættum okkur við áhættuna sem felst í styttri prófunum. Við treystum því að við værum á skynsamlegri og ábyrgri vegferð. Við sættum okkur við gróf inngrip í daglegt líf, efnahagslegt áfall og takmarkanir á ferðafrelsi. Við trúðum því að ásetningurinn væri að endurheimta eðlilegt líf. Samstaða þjóðarinnar var mikil. Fyrir vikið hefur nú tekist að bólusetja yfir 90% Íslendinga - vel yfir því markmiði sem að var stefnt. Líf eftir Covid Öllum markmiðum með sóttvarnaraðgerðum hefur því verið náð. Samfélag okkar er að verða eðlilegt að nýju. Við höfum staðið af okkur þennan storm með öllum þeim miklu inngripum í líf okkar sem því fylgdi. Fólk hittist á ný og þjóðin er öll á ferð og flugi. Verslanir eru opnar. Skólarnir horfa fram á eðlilegt starf. Erlendir ferðamenn eru að koma til landsins. Það er ekki og hefur aldrei verið raunhæf hugmynd að útrýma Covid19. Veiran mun aldrei hverfa. Við þurfum að lifa með henni. Ný afbrigði munu koma fram með nýjum smitum. Þetta er vísindaleg staðreynd og þess vegna þurfti bóluefnin. Til þess að draga úr smitum og draga úr alvarleika veikinda. Þetta er nákvæmlega það sama og við gerum við inflúensu á hverju einasta ári. Á hverju einasta ári kemur nýtt afbrigði inflúensu, nýtt bóluefni og við smitumst mörg af "flensu". Þannig er líka lífið eftir Covid. Virka bóluefnin þá ekki? Þá vill svo til að yfirmenn sóttvarna sem hafa í heilt ár þrumað yfir þjóðinni á daglegum blaðamannafundum um mikilvægi þess að taka vísindalega afstöðu hafa skyndilega misst allan áhuga á vísindum. Allt í einu láta þau eins og almenningur sé í bráðri hættu þrátt fyrir að bólusetningarmarkmiðum sé náð. Skilaboðin sem heilbrigðisráðherra og íslensk sóttvarnaryfirvöld eru að senda frá sér með því að grípa aftur til grófra inngripa í líf almennings eru einfaldlega þau að bóluefnið virki ekki. Þetta er mjög alvarlegt vantraust á þá vísindalegu vegferð sem þjóðin hélt að hún væri á. Þetta er ekkert flókið. Markmiðum bólusetninga er náð. Annað hvort virka bóluefnin og við getum hætt aðgerðum eða bóluefnin virka ekki og við þurfum að halda þeim áfram. Hvort er það? „Einhver ár“ Okkur er nú sagt að aðgerðir vegna Covid gætu varað í "einhver ár" og að Covid sé "ekki búið". Spænska veikin gekk yfir árið 1918. Influensan er enn að hringsóla um heiminn. Ef við ætlum að halda áfram að hegða okkur svona og bíða eftir að Covid sé "búið" gætu "einhver ár" orðið ansi mörg. Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi. Það er kominn tími til að almenningur og stjórnmálin ræði þetta mál rætt af einhverri skynsemi í stað þess að stæra sig af því hlýða án hálfrar hugsunar. Höfundur er ráðgjafi.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun