Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 07:31 Milwaukee Bucks er NBA-meistari 2021. @Bucks Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. Eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu var Milwaukee 3-2 yfir fyrir leik næturinnar og ljóst að sigur myndi tryggja Bucks sinn annan NBA-meistaratitil í sögu félagsins. Sigurinn vannst þökk sé ótrúlegri frammistöðu Giannis Antetokounmpo. Milwaukee náði góðu forskoti strax í fyrsta leikhluta en leikhlutarnir tveir voru einkar kaflaskiptir. Eftir hörmungarbyrjun þá stigu Devin Booker, Chris Paul og félagar í Suns upp og náðu forystunni áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan þá 48-42 Phoenix í vil. Í þriðja leikhluta steig Giannis upp en hann skoraði 20 stig í þriðja leikhluta og spennan var gífurleg fyrir síðasta fjórðung leiksins. Sá var spennandi allt til loka en þegar 57 sekúndur lifðu leiks setti Khris Middleton niður gríðarlega mikilvægt skot sem kom Milwaukee sex stigum yfir, staðan 102-96 og nokkuð ljóst í hvað stefndi. Suns tókst ekki að snúa leiknum við og Bucks unnu sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár en liðið varð síðast meistari árið 1971. Giannis Antetokounmpo átti hreint út sagt ótrúlegan leik í nótt en hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Khris Middleton var skoraði 17 stig, Bobby Portis 16 og Jrue Holiday var einu frákasti frá tvöfaldri þrennu, hann skoraði 12 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Hjá Suns var Chris Paul stigahæstur með 26 stig. Devin Booker skoraði aðeins 19 stig og Jae Crowder skoraði 15 stig ásamt því að taka 13 fráköst. "Wisconsin, we've got a room at the top of the world tonight!" The @Bucks radio call as the franchise captures its first championship in 50 years! pic.twitter.com/Y5yE67bTqj— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu var Milwaukee 3-2 yfir fyrir leik næturinnar og ljóst að sigur myndi tryggja Bucks sinn annan NBA-meistaratitil í sögu félagsins. Sigurinn vannst þökk sé ótrúlegri frammistöðu Giannis Antetokounmpo. Milwaukee náði góðu forskoti strax í fyrsta leikhluta en leikhlutarnir tveir voru einkar kaflaskiptir. Eftir hörmungarbyrjun þá stigu Devin Booker, Chris Paul og félagar í Suns upp og náðu forystunni áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan þá 48-42 Phoenix í vil. Í þriðja leikhluta steig Giannis upp en hann skoraði 20 stig í þriðja leikhluta og spennan var gífurleg fyrir síðasta fjórðung leiksins. Sá var spennandi allt til loka en þegar 57 sekúndur lifðu leiks setti Khris Middleton niður gríðarlega mikilvægt skot sem kom Milwaukee sex stigum yfir, staðan 102-96 og nokkuð ljóst í hvað stefndi. Suns tókst ekki að snúa leiknum við og Bucks unnu sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár en liðið varð síðast meistari árið 1971. Giannis Antetokounmpo átti hreint út sagt ótrúlegan leik í nótt en hann skoraði 50 stig, tók 14 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Khris Middleton var skoraði 17 stig, Bobby Portis 16 og Jrue Holiday var einu frákasti frá tvöfaldri þrennu, hann skoraði 12 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Hjá Suns var Chris Paul stigahæstur með 26 stig. Devin Booker skoraði aðeins 19 stig og Jae Crowder skoraði 15 stig ásamt því að taka 13 fráköst. "Wisconsin, we've got a room at the top of the world tonight!" The @Bucks radio call as the franchise captures its first championship in 50 years! pic.twitter.com/Y5yE67bTqj— NBA (@NBA) July 21, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira