Giannis var ekki byrjaður að æfa körfubolta þegar LeBron komst í úrslit í fyrsta sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 07:30 Giannis í baráttunni við LeBron á síðasta ári. Sá síðarnefndi var kominn í úrslitaeinvígi NBA áður en Giannis var farinn að leika sér með körfubolta. Harry How/Getty Images Það vakti mikla athygli þegar LeBron James sást í fremstu röð meðal áhorfenda á fimmta leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta Stórstjarna Bucks-liðsins vakti athygli á skemmtilegri staðreynd á blaðamannafundi nú fyrir sjötta og mögulega síðasta leik úrslitaeinvígisins. Hinn 26 ára gamli Giannis Antetokounmpo – Gríska undrið – er í fyrsta skipti í úrslitum NBA-deildarinnar með liði sínu, Milwaukee Bucks. Segja má að Giannis hafi fundið fjöl sína í lífinu nokkuð seint en hann hóf ekki að æfa körfubolta fyrr en á táningsaldri. „Ég var ekki byrjaður að spila körfubolta þegar hann fór fyrst í úrslit árið 2007. Það er brjálað að hugsa til þess,“ sagði Giannis um að sjá LeBron á hliðarlínunni á leik fimm sem Milwaukee vann sannfærandi og tók þar með 3-2 forystu í einvíginu. „Ég hafði engan tíma til að tala við hann en það er ekki eitthvað sem ég geri þegar ég er að spila. Þetta er samt frábær saga – og þetta er ekki auglýsing – en kvöldið fyrir leikinn var ég að horfa á Space Jam á HBO. Svo er hann mættur í fremstu röð á leiknum,“ sagði Giannis glottandi. This is not a promo, but the night before I was watching Space Jam. Giannis on seeing LeBron at Game 5 (via @NBATV)pic.twitter.com/fzV8H2VzVq— Bleacher Report (@BleacherReport) July 19, 2021 Síðan LeBron James fór fyrst í úrslit árið 2017 hefur hann alls farið tíu sinnum í úrslitaviðureign NBA-deildarinnar. Fjórum sinnum hefur hann landað titlinum eftirsótta en sex sinnum hafa liðs hans þurft að lúta í gras. Þá lék hann einnig aðalhlutverkið í Space Jam: A New Legacy sem er nú í kvikmyndahúsum. Giannis er loksins kominn í úrslit og er aðeins einum sigri frá því að vinna sinn fyrsta titil á ferlinum. Sjötti leikur úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar hefst klukkan 01.00 í nótt. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Stórstjarna Bucks-liðsins vakti athygli á skemmtilegri staðreynd á blaðamannafundi nú fyrir sjötta og mögulega síðasta leik úrslitaeinvígisins. Hinn 26 ára gamli Giannis Antetokounmpo – Gríska undrið – er í fyrsta skipti í úrslitum NBA-deildarinnar með liði sínu, Milwaukee Bucks. Segja má að Giannis hafi fundið fjöl sína í lífinu nokkuð seint en hann hóf ekki að æfa körfubolta fyrr en á táningsaldri. „Ég var ekki byrjaður að spila körfubolta þegar hann fór fyrst í úrslit árið 2007. Það er brjálað að hugsa til þess,“ sagði Giannis um að sjá LeBron á hliðarlínunni á leik fimm sem Milwaukee vann sannfærandi og tók þar með 3-2 forystu í einvíginu. „Ég hafði engan tíma til að tala við hann en það er ekki eitthvað sem ég geri þegar ég er að spila. Þetta er samt frábær saga – og þetta er ekki auglýsing – en kvöldið fyrir leikinn var ég að horfa á Space Jam á HBO. Svo er hann mættur í fremstu röð á leiknum,“ sagði Giannis glottandi. This is not a promo, but the night before I was watching Space Jam. Giannis on seeing LeBron at Game 5 (via @NBATV)pic.twitter.com/fzV8H2VzVq— Bleacher Report (@BleacherReport) July 19, 2021 Síðan LeBron James fór fyrst í úrslit árið 2017 hefur hann alls farið tíu sinnum í úrslitaviðureign NBA-deildarinnar. Fjórum sinnum hefur hann landað titlinum eftirsótta en sex sinnum hafa liðs hans þurft að lúta í gras. Þá lék hann einnig aðalhlutverkið í Space Jam: A New Legacy sem er nú í kvikmyndahúsum. Giannis er loksins kominn í úrslit og er aðeins einum sigri frá því að vinna sinn fyrsta titil á ferlinum. Sjötti leikur úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar hefst klukkan 01.00 í nótt. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira