Covid-19 vs. loftslagsvá? Þórunn Wolfram skrifar 19. júlí 2021 09:00 Snemma árs 2020 lagðist covid 19 heimsfaraldurinn yfir af miklum þunga. Við áttum ekki aðra kosti en að bregðast ofurhratt við og aðlagast gjörbreyttum veruleika hversdagsins. Skelfileg vá sem ýtti heimsbyggðinni í að umbreyta samfélagskerfum, svo að segja yfir nótt. Hérlendis var sú ákvörðun tekin að treysta sérfræðingum til að rýna gögn og spá fyrir um þróun faraldursins innanlands. Ákvarðanir stjórnvalda byggðu svo í flestum tilfellum á tillögum sérfræðinga, sem þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir voru fulltrúar fyrir. Kári Stefánsson hafði einnig mikil áhrif á hvernig okkur tókst að ná utan um og hemja útbreiðslu faraldursins. Skipulagið virkaði afar vel og allir hlutaðeigandi eiga þakkir skildar fyrir að setja vísindalega þekkingu framar pólitíkinni í ákvarðanatöku. Hvað með umhverfis- og loftslagsvánna? Því miður á ekki það sama við þegar kemur að loftslagsvánni, hnignun vistkerfa og mengun lífríkisins. Þar er ekkert þríeyki og engin Kári. Í þeim málum setjum við vísindalega þekkingu almennt ekki í forgrunn né byggjum samþætta pólitíska ákvörðunartöku á henni. Jafnvel þó við vitum að það er eina leiðin til að ná raunverulegum árangri, í átt að lífvænlegri framtíð. Neyðarástand? Við vitum að kolefnishringrás jarðar er úr jafnvægi vegna mannlegra athafna. Meira kolefni er losað en jörðin tekur upp á ný. Mestmegnis vegna bruna á lífrænum leyfum (jarðefnaeldsneyti) sem náttúran var löngu búin að taka úr umferð. Einnig vegna eyðingar á náttúrulegum gróðurlendum, vegna landbúnaðar og ýmissa fleiri þátta. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti vex ár frá ári og meðalhitastig lofthjúps jarðar fer hækkandi. Við vitum að hafið súrnar vegna aukins styrks koltvísýrings, með ófyrirséðum afleiðingum. Við vitum að hærri lofthiti veldur truflun á veðrakerfum jarðar og við sjáum ömurlegar afleiðingar þess um allan heim, svo að segja daglega. Samt bregðumst við ekki við eins og um neyðarástand sé að ræða. Eitraður heimur? Við vitum að jarðvegur, höf, ferskvatn og andrúmsloft hafa mengast allskyns eiturefnum af okkar völdum og vatnsbúskapur hefur raskast víða með áveitukerfum eða ofnotkun á grunnvatni. Við vitum líka að þungmálmar, þrávirk lífræn efni, lyfjaleyfar og örplast sem við skolum út í umhverfið, til að mynda í gegnum fráveitukerfin, safnast upp í fæðukeðjunni og hafa neikvæð áhrif á lífverur. Við vitum að þrávirk efni geta valdið krabbameini, skaðað ónæmiskerfi og minnkað frjósemi og að lyf flokkast sem alþjóðleg ógn við vistkerfi í vatni. Við höfum vitað þetta lengi, en ekki enn brugðist við af þunga. Harðkjarna alvara Umhverfismálin hafa af sumum verið talin til svokallaðra „mjúkra mála“ og fólkið sem talar fyrir þeim talið vera með þrönga sýn á einn afmarkaðan málaflokk. Það er fátt eins fjarri lagi. Umhverfis- og loftslagsmál eru kannski mjúk í augum einhverra, en þau eru fyrst og síðast harðkjarna efnahagsmál, atvinnumál, heilbrigðismál, velferðarmál og menntamál. Umhverfis- og náttúruvernd er einfaldlega lífsspursmál og þarf að verða undirstaða í allri pólitískri stefnumótun og ákvarðanatöku hérlendis, þá sérstaklega hvað varðar auðlindanýtingu. Það er ekki svo í dag, en nú er tækifærið til að breyta því. Stefnumótandi ákvarðanir byggðar á vísindalegum grunni Nýtum okkur reynsluna sem skapaðist í tengslum við covid 19 faraldurinn af þéttu samstarfi sérfræðinga og stjórnvalda. Tengjum saman fjölbreyttan hóp innlendra sérfræðinga til að rýna í stöðu umhverfis- og loftslagsmála út frá vísindalegri þekkingu hverju sinni og felum stjórnvöldum síðan að marka pólitískar áherslur út frá því. Breytum þeim samfélagskerfum tengdum umhverfis- og loftslagsmálum sem þarf að breyta, til að vernda og efla náttúruna. Veljum kjarkaða stjórnmálaforystu sem við treystum til að fylgja tillögum vísindanna og útfæra þær, almenningi og náttúru landsins til heilla. Markmiðið er græn, ábyrg hagstjórn og alþjóðasinnað, frjálslynt og sjálfbært samfélag. Höfundur er með PhD gráðu í umhverfisfræðum og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Snemma árs 2020 lagðist covid 19 heimsfaraldurinn yfir af miklum þunga. Við áttum ekki aðra kosti en að bregðast ofurhratt við og aðlagast gjörbreyttum veruleika hversdagsins. Skelfileg vá sem ýtti heimsbyggðinni í að umbreyta samfélagskerfum, svo að segja yfir nótt. Hérlendis var sú ákvörðun tekin að treysta sérfræðingum til að rýna gögn og spá fyrir um þróun faraldursins innanlands. Ákvarðanir stjórnvalda byggðu svo í flestum tilfellum á tillögum sérfræðinga, sem þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir voru fulltrúar fyrir. Kári Stefánsson hafði einnig mikil áhrif á hvernig okkur tókst að ná utan um og hemja útbreiðslu faraldursins. Skipulagið virkaði afar vel og allir hlutaðeigandi eiga þakkir skildar fyrir að setja vísindalega þekkingu framar pólitíkinni í ákvarðanatöku. Hvað með umhverfis- og loftslagsvánna? Því miður á ekki það sama við þegar kemur að loftslagsvánni, hnignun vistkerfa og mengun lífríkisins. Þar er ekkert þríeyki og engin Kári. Í þeim málum setjum við vísindalega þekkingu almennt ekki í forgrunn né byggjum samþætta pólitíska ákvörðunartöku á henni. Jafnvel þó við vitum að það er eina leiðin til að ná raunverulegum árangri, í átt að lífvænlegri framtíð. Neyðarástand? Við vitum að kolefnishringrás jarðar er úr jafnvægi vegna mannlegra athafna. Meira kolefni er losað en jörðin tekur upp á ný. Mestmegnis vegna bruna á lífrænum leyfum (jarðefnaeldsneyti) sem náttúran var löngu búin að taka úr umferð. Einnig vegna eyðingar á náttúrulegum gróðurlendum, vegna landbúnaðar og ýmissa fleiri þátta. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti vex ár frá ári og meðalhitastig lofthjúps jarðar fer hækkandi. Við vitum að hafið súrnar vegna aukins styrks koltvísýrings, með ófyrirséðum afleiðingum. Við vitum að hærri lofthiti veldur truflun á veðrakerfum jarðar og við sjáum ömurlegar afleiðingar þess um allan heim, svo að segja daglega. Samt bregðumst við ekki við eins og um neyðarástand sé að ræða. Eitraður heimur? Við vitum að jarðvegur, höf, ferskvatn og andrúmsloft hafa mengast allskyns eiturefnum af okkar völdum og vatnsbúskapur hefur raskast víða með áveitukerfum eða ofnotkun á grunnvatni. Við vitum líka að þungmálmar, þrávirk lífræn efni, lyfjaleyfar og örplast sem við skolum út í umhverfið, til að mynda í gegnum fráveitukerfin, safnast upp í fæðukeðjunni og hafa neikvæð áhrif á lífverur. Við vitum að þrávirk efni geta valdið krabbameini, skaðað ónæmiskerfi og minnkað frjósemi og að lyf flokkast sem alþjóðleg ógn við vistkerfi í vatni. Við höfum vitað þetta lengi, en ekki enn brugðist við af þunga. Harðkjarna alvara Umhverfismálin hafa af sumum verið talin til svokallaðra „mjúkra mála“ og fólkið sem talar fyrir þeim talið vera með þrönga sýn á einn afmarkaðan málaflokk. Það er fátt eins fjarri lagi. Umhverfis- og loftslagsmál eru kannski mjúk í augum einhverra, en þau eru fyrst og síðast harðkjarna efnahagsmál, atvinnumál, heilbrigðismál, velferðarmál og menntamál. Umhverfis- og náttúruvernd er einfaldlega lífsspursmál og þarf að verða undirstaða í allri pólitískri stefnumótun og ákvarðanatöku hérlendis, þá sérstaklega hvað varðar auðlindanýtingu. Það er ekki svo í dag, en nú er tækifærið til að breyta því. Stefnumótandi ákvarðanir byggðar á vísindalegum grunni Nýtum okkur reynsluna sem skapaðist í tengslum við covid 19 faraldurinn af þéttu samstarfi sérfræðinga og stjórnvalda. Tengjum saman fjölbreyttan hóp innlendra sérfræðinga til að rýna í stöðu umhverfis- og loftslagsmála út frá vísindalegri þekkingu hverju sinni og felum stjórnvöldum síðan að marka pólitískar áherslur út frá því. Breytum þeim samfélagskerfum tengdum umhverfis- og loftslagsmálum sem þarf að breyta, til að vernda og efla náttúruna. Veljum kjarkaða stjórnmálaforystu sem við treystum til að fylgja tillögum vísindanna og útfæra þær, almenningi og náttúru landsins til heilla. Markmiðið er græn, ábyrg hagstjórn og alþjóðasinnað, frjálslynt og sjálfbært samfélag. Höfundur er með PhD gráðu í umhverfisfræðum og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun