Körfubolti

Jrue Holi­day lykillinn að sigri Milwaukee með mömmu og pabba í stúkunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jrue Holiday fagnar í nótt en hann spilaði lykilhlutverk á lokakaflanum.
Jrue Holiday fagnar í nótt en hann spilaði lykilhlutverk á lokakaflanum. Christian Petersen/Getty Images

Milwaukee Bucks er komið yfir, 3-2, í úrslitaeinvíginu gegn Phoenix Suns og er þar af leiðandi einum sigri frá NBA titlinum þetta tímabilið.

Fjórði leikur liðanna fór fram í nótt en leiknum lauk með fjögurra stiga sigri Milwaukee, 123-119. Leikurinn var ansi spennandi.

Jrue Holiday var lykillinn að sigrinum, eins og segir í fyrirsögn fréttarinnar, en hann gerði 27 stig og gaf þrettán stoðsendingar með foreldra sína í stúkunni.

Það var þó mest framganga hans undir lok leiksins sem gerði hann að lykilleikmanni næturinnar því hann stal boltanum af leikstjórnanda Phoenix, Devin Booker, er rúmar sextán sekúndur voru eftir.

Ekki stal hann bara boltanum heldur gaf hann stoðsendingu á Giannis Antetokounmpo, liðsfélaga sinn, sem tryggði fjögurra siga sigur Milwaukee sem er nú með pálmann í höndunum.

Giannis var einnig ansi öflugur, eins og svo oft áður, en hann gerði 32 stig og tók níu fráköst. Í liði Phoenix var það Devin Booker sem gerði flest stig eða fjörutíu talsins.

Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjdagskvöld þar sem Milwaukee getur tryggt sér titilinn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×