Orð og kyn Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 24. júní 2021 14:15 Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. Það er margt skrýtið í þessari grein og margar þversagnirnar. Kristján fjallar einkum um svonefndan nýfemínisma sem hann segir vera öfgatrú sem reyni m.a. að afbaka málið og ráðast að körlum, m.a. með því að „grafa upp konur sem sagt er að hafi verið jafn merkilegar, ef ekki merkilegri en nokkur karl.“ Og karlinn virðist skekinn því hann heldur áfram og segir að „reynt er að gera lítið úr heimi karlaveldisins.“ Það er ekki auðvelt að skilja hvað Kristjáni þykir miður við að ryk sé dustað af stöku konu sem hefur legið í láginni. Kristján segist hallur undir kynjatvíhyggju: „Hugmyndin um að kasta kynjatvíhyggju á glæ og taka upp eitthvað annað, er alltaf dæmd til að mistakast.“ Hann færir rök fyrir skoðun sinni með því að nefna hefðbundin kynhlutverk, og tekur þar dæmi af foreldrum sínum sem hefðu aldrei getað leikið hlutverk hvors annars. Ég get einnig vel tekið dæmi af foreldrum mínum sem voru fædd 1920 og 1921. Hún var mjög skýr verkaskiptingin á heimilinu og meira að segja svo að pabbi vissi ekki hvar fötin hans voru geymd í skápunum. Þegar mamma var orðin veikburða gekk hann í öll hennar störf, eldaði, skúraði og sá um þvottinn og fórst það nokkuð vel úr hendi. En það er víst furðusaga, segir Kristján, „að kynhlutverk þurfi ekki að vera til.“ Þá er komið að máli málanna og það sem ég gapti mest yfir en það er umfjöllun Kristjáns um orðræðuna. Hann virðist æfur yfir því að konur séu að reyna að breyta henni. Hann er stóryrtur og kallar þetta m.a. heimskulega kvenvæðingu. Enn er vegið að „heimi karlaveldisins“ sem Kristjáni er mjög annt um. Hann segir að „með því að breyta orðum eða banna þau er ætlunin að breyta heiminum. En það er álíka gáfulegt og að ætla að breyta lit skuggans með því að færa fjallið.“ Þetta er undarlegt sjónarhorn. Það er ævinlega verið að smíða nýyrði, ljá gömlum orðum nýja merkingu, taka orð úr öðrum tungumálum og laga þau að okkar málkerfi auk þess að notaðar eru slettur og slangur. Íslenskan er lifandi tungumál sem tekur breytingum og lagar sig að nýjum tímum. Það þykir eðlileg þróun. „Hugsunin heldur sínu striki“, segir Kristján en hugsuninni þarf að finna búning orða. Ef tungumálið gagnast ekki notendum þá telst það dautt og ónothæft. Málið þjónar notendum sem geta notað það að vild og leikið sér með það, líkt og Skerjafjarðarskáldið er nú þekkt af. Sjálfsagt vonar Kristján að ljóð hans hrífi, að ádeilan skili sér og hafi áhrif. Tungumálið er nefnilega valdatæki og því skiptir miklu hvernig það er notað. Það vill svo til að íslenskan er afar karllægt tungumál og því kalla breyttir tímar, þar sem konur og kynsegin hafa fengið meira rými, á breytingar á tungumálinu. Á einum stað í grein Kristjáns segir hann að heiminum verði breytt með „virðingu, umburðarlyndi, jafnrétti, réttlátri skiptingu og sanngirni.“ Það verður þó ekki sagt að grein hans beri merki þessa. Þvert á móti opinberar hann íhaldssamar og forpokaðar skoðanir þar sem hann dásamar kynjatvíhyggju og hefðbundin kynhlutverk í heimi karlaveldis sem hvergi má raska. Lokaorð Kristjáns eru þó ágæt, þar sem hann segir að heiminum verði ekki breytt með nöldri um orð og kyn. Það má sannarlega til sanns vegar færa og hefði Kristján vel mátt fara að eigin ráðleggingum og sleppa þessu nöldri sínu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Íslensk tunga Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. Það er margt skrýtið í þessari grein og margar þversagnirnar. Kristján fjallar einkum um svonefndan nýfemínisma sem hann segir vera öfgatrú sem reyni m.a. að afbaka málið og ráðast að körlum, m.a. með því að „grafa upp konur sem sagt er að hafi verið jafn merkilegar, ef ekki merkilegri en nokkur karl.“ Og karlinn virðist skekinn því hann heldur áfram og segir að „reynt er að gera lítið úr heimi karlaveldisins.“ Það er ekki auðvelt að skilja hvað Kristjáni þykir miður við að ryk sé dustað af stöku konu sem hefur legið í láginni. Kristján segist hallur undir kynjatvíhyggju: „Hugmyndin um að kasta kynjatvíhyggju á glæ og taka upp eitthvað annað, er alltaf dæmd til að mistakast.“ Hann færir rök fyrir skoðun sinni með því að nefna hefðbundin kynhlutverk, og tekur þar dæmi af foreldrum sínum sem hefðu aldrei getað leikið hlutverk hvors annars. Ég get einnig vel tekið dæmi af foreldrum mínum sem voru fædd 1920 og 1921. Hún var mjög skýr verkaskiptingin á heimilinu og meira að segja svo að pabbi vissi ekki hvar fötin hans voru geymd í skápunum. Þegar mamma var orðin veikburða gekk hann í öll hennar störf, eldaði, skúraði og sá um þvottinn og fórst það nokkuð vel úr hendi. En það er víst furðusaga, segir Kristján, „að kynhlutverk þurfi ekki að vera til.“ Þá er komið að máli málanna og það sem ég gapti mest yfir en það er umfjöllun Kristjáns um orðræðuna. Hann virðist æfur yfir því að konur séu að reyna að breyta henni. Hann er stóryrtur og kallar þetta m.a. heimskulega kvenvæðingu. Enn er vegið að „heimi karlaveldisins“ sem Kristjáni er mjög annt um. Hann segir að „með því að breyta orðum eða banna þau er ætlunin að breyta heiminum. En það er álíka gáfulegt og að ætla að breyta lit skuggans með því að færa fjallið.“ Þetta er undarlegt sjónarhorn. Það er ævinlega verið að smíða nýyrði, ljá gömlum orðum nýja merkingu, taka orð úr öðrum tungumálum og laga þau að okkar málkerfi auk þess að notaðar eru slettur og slangur. Íslenskan er lifandi tungumál sem tekur breytingum og lagar sig að nýjum tímum. Það þykir eðlileg þróun. „Hugsunin heldur sínu striki“, segir Kristján en hugsuninni þarf að finna búning orða. Ef tungumálið gagnast ekki notendum þá telst það dautt og ónothæft. Málið þjónar notendum sem geta notað það að vild og leikið sér með það, líkt og Skerjafjarðarskáldið er nú þekkt af. Sjálfsagt vonar Kristján að ljóð hans hrífi, að ádeilan skili sér og hafi áhrif. Tungumálið er nefnilega valdatæki og því skiptir miklu hvernig það er notað. Það vill svo til að íslenskan er afar karllægt tungumál og því kalla breyttir tímar, þar sem konur og kynsegin hafa fengið meira rými, á breytingar á tungumálinu. Á einum stað í grein Kristjáns segir hann að heiminum verði breytt með „virðingu, umburðarlyndi, jafnrétti, réttlátri skiptingu og sanngirni.“ Það verður þó ekki sagt að grein hans beri merki þessa. Þvert á móti opinberar hann íhaldssamar og forpokaðar skoðanir þar sem hann dásamar kynjatvíhyggju og hefðbundin kynhlutverk í heimi karlaveldis sem hvergi má raska. Lokaorð Kristjáns eru þó ágæt, þar sem hann segir að heiminum verði ekki breytt með nöldri um orð og kyn. Það má sannarlega til sanns vegar færa og hefði Kristján vel mátt fara að eigin ráðleggingum og sleppa þessu nöldri sínu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun