Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 11. júlí 2021 09:00 Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. Allan tímann er henni mjög órótt; með lyklakippuna þrædda um fingurna og stillt á neyðarnúmerið í símanum er hún viðbúin hinu versta. Þessi lýsing á upplifun konunnar er afar raunsæ og má ætla að margar konur eigi auðvelt með að samsama sig henni. Konur þurfa að vara sig innandyra. Tölfræðin sýnir að þar fari flestar nauðganir fram. Oftar en ekki þekkir konan nauðgarann, hann er jafnvel vinur eða kunningi. Samtals voru 189 mál tilkynnt lögreglu á árunum 2008-2009 og reyndust 40% brotaþola vera undir 18 ára aldri og allt niður í þriggja ára. Af þessum 189 nauðgunum voru 22 hópnauðganir þar sem tveir til fjórir gerendur nauðguðu konunni hver á eftir öðrum eða samtímis. 189 mál á tveimur árum þýða um ein til tvær nauðganir á viku. Það má hins vegar telja víst að þær séu fleiri; að einungis lítill hluti þeirra sé tilkynntur og enn færri eru leidd til lykta enda er réttarstaða brotaþola í ólestri. Konur þurfa að vara sig á samfélagsmiðlum. Það hefur tíðkast um aldir að bera ekki tilfinningar sínar á torg heldur hitt, að bera harm sinn í hljóði. Þannig hefur ofbeldið fengið að viðgangast, hljóðalaust. Nú þegar konur eru farnar að stíga fram hriktir í feðraveldinu og reynt er með öllum tiltækum ráðum að þagga þær niður. Hún er gamalkunnugt ráð, þöggunin. Til þess arna er hreinlega beitt andlegu ofbeldi, smættandi orð og jafnvel hótanir eru notaðar til þess að kveða konur í kútinn. Hins vegar er slegin skjaldborg utan um gerandann og virðist þá litlu skipta þó að þolendur hlaupi á tugum. Niðurstaðan er nokkurn veginn þessi: Konur þurfa að varast menn, bari, tjöld, klósett, stutt pils, hús, drykki, skemmtistaði, varaliti, starfsmannapartí, húsasund, brjóstaskoru, samfélagsmiðla og þjóðhátíð. Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Höfundur er sósíalískur femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. Allan tímann er henni mjög órótt; með lyklakippuna þrædda um fingurna og stillt á neyðarnúmerið í símanum er hún viðbúin hinu versta. Þessi lýsing á upplifun konunnar er afar raunsæ og má ætla að margar konur eigi auðvelt með að samsama sig henni. Konur þurfa að vara sig innandyra. Tölfræðin sýnir að þar fari flestar nauðganir fram. Oftar en ekki þekkir konan nauðgarann, hann er jafnvel vinur eða kunningi. Samtals voru 189 mál tilkynnt lögreglu á árunum 2008-2009 og reyndust 40% brotaþola vera undir 18 ára aldri og allt niður í þriggja ára. Af þessum 189 nauðgunum voru 22 hópnauðganir þar sem tveir til fjórir gerendur nauðguðu konunni hver á eftir öðrum eða samtímis. 189 mál á tveimur árum þýða um ein til tvær nauðganir á viku. Það má hins vegar telja víst að þær séu fleiri; að einungis lítill hluti þeirra sé tilkynntur og enn færri eru leidd til lykta enda er réttarstaða brotaþola í ólestri. Konur þurfa að vara sig á samfélagsmiðlum. Það hefur tíðkast um aldir að bera ekki tilfinningar sínar á torg heldur hitt, að bera harm sinn í hljóði. Þannig hefur ofbeldið fengið að viðgangast, hljóðalaust. Nú þegar konur eru farnar að stíga fram hriktir í feðraveldinu og reynt er með öllum tiltækum ráðum að þagga þær niður. Hún er gamalkunnugt ráð, þöggunin. Til þess arna er hreinlega beitt andlegu ofbeldi, smættandi orð og jafnvel hótanir eru notaðar til þess að kveða konur í kútinn. Hins vegar er slegin skjaldborg utan um gerandann og virðist þá litlu skipta þó að þolendur hlaupi á tugum. Niðurstaðan er nokkurn veginn þessi: Konur þurfa að varast menn, bari, tjöld, klósett, stutt pils, hús, drykki, skemmtistaði, varaliti, starfsmannapartí, húsasund, brjóstaskoru, samfélagsmiðla og þjóðhátíð. Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Höfundur er sósíalískur femínisti.
Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar