Sérfræðingur að norðan Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2021 07:01 Hvers vegna flytur fólk á mölina? Á sama tíma og ég kláraði grunnskóla á Blönduósi var pabbi í atvinnuleit. Hann fékk vinnu fyrir sunnan og fjölskyldan fluttist búferlum. Ég hafði ætlað á heimavist í MA en þegar á hólminn var komið fannst mér vegalengdin frá foreldrum og systrum verða of löng ef ég væri fyrir norðan og þau í Reykjavík. Það var líka þægilegt að þurfa ekki að flytja 15 ára að heiman, líkt og margir bekkjarfélagar mínir gerðu. Þess vegna flutti ég suður. Eftir menntaskóla tók við frekara nám og að því loknu vinna. Á endanum hefur maður skotið nýjum rótum og skapað sér líf fjarri heimabyggð, fjarri æskuslóðunum. Sagan mín er langt frá því að vera einsdæmi. Ég hef alla tíð verið umkringdur fólki sem ólst upp úti á landi en býr nú í borginni. Á stöðum þar sem námstækifæri eru takmörkuð er alvanalegt að heilu árgangarnir hverfi á braut og skili sér takmarkað til baka. Mig hefur lengi dreymt um fyrirkomulag þar sem allir framhaldsskólar og háskólar bjóða upp á fjarnám og að allir bæir hafa aðstöðu fyrir ungmenni í ólíku námi. Að fólk á landsbyggðunum geti valið sér nám án þess að búseta standi þeim í vegi. Það hefur sennilega aldrei verið raunhæfara en nú. Ég tel líka að boðið þurfi ekki að koma að ofan. Skólar sem enn hafa ekki komið upp fjarkennslu (a.m.k. á þeim námsbrautum sem krefjast ekki beinlínis staðkennslu) hafa að mínu mati hag af því að gera námið sitt aðgengilegra og hagur sveitarfélaganna af því að bjóða upp á námsaðstöðu sem þessa er nokkuð óumdeilanlegur. Ég trúi því að aukið framboð af námi á landsbyggðunum muni einnig fjölga starfstækifærum. Fólk er útsjónarsamt og þar sem einstaklingar með ólíka sérþekkingu koma saman skapast jarðvegur fyrir nýsköpun og uppbyggingu. Fólk fylgir tækifærum en tækifærin fylgja líka fólkinu. Með tilkomu starfa án staðsetningar verður einnig til grundvöllur fyrir ný tækifæri. Ýmsir hafa þó viðrað ótta um að þróunin snúist upp í andhverfu sína og útkoman verði að mestu staðsetningar án starfa – að fólk muni ekki kjósa að búa í hinum smærri byggðum ef störfin eru ekki landafræðilega tengd þeim. Til þess að sporna gegn slíkri þróun skiptir lykilmáli að tryggja grunnþjónustu í nærumhverfi fólks. Heilbrigðisþjónusta þarf að vera boðleg, samgöngur greiðar og frístundir fyrir börn og ungmenni til staðar. Þetta eru verkefni stjórnvalda ef þau hafa raunverulegan vilja til að halda uppi blómlegri byggð í landinu. Eftir stendur að ef færri einstaklingar finna sig knúna til að flytja úr bænum sínum 16 ára til að fara í framhaldsskóla, eða 19 ára til að fara í háskóla, þá hefur risastórum áfanga verið náð. Þá munu sérfræðingar kannski stundum koma að norðan en ekki bara að sunnan. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna flytur fólk á mölina? Á sama tíma og ég kláraði grunnskóla á Blönduósi var pabbi í atvinnuleit. Hann fékk vinnu fyrir sunnan og fjölskyldan fluttist búferlum. Ég hafði ætlað á heimavist í MA en þegar á hólminn var komið fannst mér vegalengdin frá foreldrum og systrum verða of löng ef ég væri fyrir norðan og þau í Reykjavík. Það var líka þægilegt að þurfa ekki að flytja 15 ára að heiman, líkt og margir bekkjarfélagar mínir gerðu. Þess vegna flutti ég suður. Eftir menntaskóla tók við frekara nám og að því loknu vinna. Á endanum hefur maður skotið nýjum rótum og skapað sér líf fjarri heimabyggð, fjarri æskuslóðunum. Sagan mín er langt frá því að vera einsdæmi. Ég hef alla tíð verið umkringdur fólki sem ólst upp úti á landi en býr nú í borginni. Á stöðum þar sem námstækifæri eru takmörkuð er alvanalegt að heilu árgangarnir hverfi á braut og skili sér takmarkað til baka. Mig hefur lengi dreymt um fyrirkomulag þar sem allir framhaldsskólar og háskólar bjóða upp á fjarnám og að allir bæir hafa aðstöðu fyrir ungmenni í ólíku námi. Að fólk á landsbyggðunum geti valið sér nám án þess að búseta standi þeim í vegi. Það hefur sennilega aldrei verið raunhæfara en nú. Ég tel líka að boðið þurfi ekki að koma að ofan. Skólar sem enn hafa ekki komið upp fjarkennslu (a.m.k. á þeim námsbrautum sem krefjast ekki beinlínis staðkennslu) hafa að mínu mati hag af því að gera námið sitt aðgengilegra og hagur sveitarfélaganna af því að bjóða upp á námsaðstöðu sem þessa er nokkuð óumdeilanlegur. Ég trúi því að aukið framboð af námi á landsbyggðunum muni einnig fjölga starfstækifærum. Fólk er útsjónarsamt og þar sem einstaklingar með ólíka sérþekkingu koma saman skapast jarðvegur fyrir nýsköpun og uppbyggingu. Fólk fylgir tækifærum en tækifærin fylgja líka fólkinu. Með tilkomu starfa án staðsetningar verður einnig til grundvöllur fyrir ný tækifæri. Ýmsir hafa þó viðrað ótta um að þróunin snúist upp í andhverfu sína og útkoman verði að mestu staðsetningar án starfa – að fólk muni ekki kjósa að búa í hinum smærri byggðum ef störfin eru ekki landafræðilega tengd þeim. Til þess að sporna gegn slíkri þróun skiptir lykilmáli að tryggja grunnþjónustu í nærumhverfi fólks. Heilbrigðisþjónusta þarf að vera boðleg, samgöngur greiðar og frístundir fyrir börn og ungmenni til staðar. Þetta eru verkefni stjórnvalda ef þau hafa raunverulegan vilja til að halda uppi blómlegri byggð í landinu. Eftir stendur að ef færri einstaklingar finna sig knúna til að flytja úr bænum sínum 16 ára til að fara í framhaldsskóla, eða 19 ára til að fara í háskóla, þá hefur risastórum áfanga verið náð. Þá munu sérfræðingar kannski stundum koma að norðan en ekki bara að sunnan. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun