…og þá voru eftir tveir Jóhannes Kolbeinsson skrifar 15. júlí 2021 08:00 Það var dapurlegt að heyra fréttirnar af því fyrir skömmu að greiðslumiðlunin Rapyd hyggist kaupa Valitor. Áður hafði fyrirtækið nefnilega keypt annað íslenskt greiðslumiðlunarfyrirtæki, Korta, og við kaupin á Valitor fækkar greiðslufyrirtækjum á Íslandi í tvö – Rapyd og Salt Pay. Þeir sem þekkja sögu greiðslukortaviðskipta á Íslandi vita vel hvernig ástandið var síðast þegar einungis tvö fyrirtæki buðu upp á greiðslumiðlun á landinu. Sú fákeppni leiddi af sér algera stöðnun þar sem fyrirtækin tvö mjólkuðu söluaðila og almenning í krafti stöðu sinnar, rukkuðu hátt verð og greiddu söluaðilum seint. Það var ekki fyrr er þriðja fyrirtækið – Kortaþjónustan – komst loks inn á markaðinn árið 2002 sem fákeppnin rofnaði, til mikilla hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki. Til vandræða frá því fákeppni lauk Fákeppnisfyrirtækin börðust hatrammlega gegn því að þurfa að stunda eðlileg viðskipti eins og frægt varð, og voru að lokum margdæmd fyrir samkeppnislagabrot. En það voru ekki bara þau sem gerðust brotleg, heldur tóku Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion Banki virkan þátt í að brjóta á Kortaþjónustunni. Þeir gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þeirra brota árið 2015, þar sem þeir viðurkenndu langvarandi og alvarleg samkeppnislagabrot og greiddu háar sektir til ríkisins. Það var í raun fyrst eftir þennan úrskurð sem samkeppnisstaðan varð jöfn á markaðnum. Og þá kom best í ljós hversu mikilvæg samkeppnislagabrotin höfðu verið fyrir fákeppnisfyrirtækin, því upp frá því hafa greiðslumiðlunarfyrirtækin tvö verið meira og minna í taprekstri og aðallega til vandræða fyrir aðaleigendur sína, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion Banka. Fyrri brot enn óbætt Enn hafa þeir sem raunverulega var brotið á, og þurftu árum saman að reka fyrirtæki sitt í kolskakkri samkeppnisstöðu, þó ekki fengið krónu í skaðabætur frá bönkunum. Það mál er enn fyrir dómstólum og með ólíkindum að sjá hvernig hinir brotlegu komast upp með að þæfa það og tefja árum saman. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess fyrir samkeppnismál í landinu að hinir brotlegu bæti brotaþolum skaðann. En dómstólar draga því miður lappirnar og það er skammarlegt hvernig þau fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á samkeppnisbrotum á Íslandi fá sinn hlut illa eða aldrei bættan. Hinir brotlegu sleppa hins vegar með að greiða örlítinn hluta af ávinningi sínum af brotunum í sektir til ríkisins og nota sína djúpu vasa til að verjast fórnarlömbum sínum í dómstólum. Með kortamarkaðinn í gjörgæslu Það verður athyglisvert svo ekki sé meira sagt að fylgjast með viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins við þessum kaupum Rapyd á Valitor. Eftir að hafa neyðst til að hafa kortamarkaðinn í gjörgæslu í rúman áratug þegar kortafyrirtækin voru þrjú á markaðnum er ómögulegt að sjá hvernig stofnunin ætlar að tryggja virka samkeppni með einungis tveimur fyrirtækjum. Ég hef allavega mínar skoðanir á hversu líklegt er að það fyrirkomulag verði fyrirtækjum og almenningi á Íslandi til hagsbóta. Þeim hjá Samkeppniseftirlitinu er velkomið að heyra í mér með það – þau þekkja númerið. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að heyra fréttirnar af því fyrir skömmu að greiðslumiðlunin Rapyd hyggist kaupa Valitor. Áður hafði fyrirtækið nefnilega keypt annað íslenskt greiðslumiðlunarfyrirtæki, Korta, og við kaupin á Valitor fækkar greiðslufyrirtækjum á Íslandi í tvö – Rapyd og Salt Pay. Þeir sem þekkja sögu greiðslukortaviðskipta á Íslandi vita vel hvernig ástandið var síðast þegar einungis tvö fyrirtæki buðu upp á greiðslumiðlun á landinu. Sú fákeppni leiddi af sér algera stöðnun þar sem fyrirtækin tvö mjólkuðu söluaðila og almenning í krafti stöðu sinnar, rukkuðu hátt verð og greiddu söluaðilum seint. Það var ekki fyrr er þriðja fyrirtækið – Kortaþjónustan – komst loks inn á markaðinn árið 2002 sem fákeppnin rofnaði, til mikilla hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki. Til vandræða frá því fákeppni lauk Fákeppnisfyrirtækin börðust hatrammlega gegn því að þurfa að stunda eðlileg viðskipti eins og frægt varð, og voru að lokum margdæmd fyrir samkeppnislagabrot. En það voru ekki bara þau sem gerðust brotleg, heldur tóku Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion Banki virkan þátt í að brjóta á Kortaþjónustunni. Þeir gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þeirra brota árið 2015, þar sem þeir viðurkenndu langvarandi og alvarleg samkeppnislagabrot og greiddu háar sektir til ríkisins. Það var í raun fyrst eftir þennan úrskurð sem samkeppnisstaðan varð jöfn á markaðnum. Og þá kom best í ljós hversu mikilvæg samkeppnislagabrotin höfðu verið fyrir fákeppnisfyrirtækin, því upp frá því hafa greiðslumiðlunarfyrirtækin tvö verið meira og minna í taprekstri og aðallega til vandræða fyrir aðaleigendur sína, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion Banka. Fyrri brot enn óbætt Enn hafa þeir sem raunverulega var brotið á, og þurftu árum saman að reka fyrirtæki sitt í kolskakkri samkeppnisstöðu, þó ekki fengið krónu í skaðabætur frá bönkunum. Það mál er enn fyrir dómstólum og með ólíkindum að sjá hvernig hinir brotlegu komast upp með að þæfa það og tefja árum saman. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess fyrir samkeppnismál í landinu að hinir brotlegu bæti brotaþolum skaðann. En dómstólar draga því miður lappirnar og það er skammarlegt hvernig þau fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á samkeppnisbrotum á Íslandi fá sinn hlut illa eða aldrei bættan. Hinir brotlegu sleppa hins vegar með að greiða örlítinn hluta af ávinningi sínum af brotunum í sektir til ríkisins og nota sína djúpu vasa til að verjast fórnarlömbum sínum í dómstólum. Með kortamarkaðinn í gjörgæslu Það verður athyglisvert svo ekki sé meira sagt að fylgjast með viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins við þessum kaupum Rapyd á Valitor. Eftir að hafa neyðst til að hafa kortamarkaðinn í gjörgæslu í rúman áratug þegar kortafyrirtækin voru þrjú á markaðnum er ómögulegt að sjá hvernig stofnunin ætlar að tryggja virka samkeppni með einungis tveimur fyrirtækjum. Ég hef allavega mínar skoðanir á hversu líklegt er að það fyrirkomulag verði fyrirtækjum og almenningi á Íslandi til hagsbóta. Þeim hjá Samkeppniseftirlitinu er velkomið að heyra í mér með það – þau þekkja númerið. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun