Fótbolti

Skoraði tveimur dögum eftir að hafa komið heim frá EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anders léttur í lund á Wembley ásamt Nicolai Boilesen að leika sér með bolta.
Anders léttur í lund á Wembley ásamt Nicolai Boilesen að leika sér með bolta. Laurence Griffiths/Getty Images

Síðustu vikur og mánuðir hafa verið viðburðaríkir hjá danska landsliðsmanninum Anders Christiansen en hann leikur með Malmö í Svíþjóð.

Anders var í danska leikmannahópnum sem komst alla leið í undanúrslitin á EM en Danirnir féllu úr leik fyrir England eftir framlengingu.

Anders lék ekkert með danska liðinu í mótinu en í upphafi mótsins eignaðist han og unnusta hans þeirra annað barn.

Danski hópurinn kom til Danmerkur á nýjan leik á fimmtudag og einungis tveimur mínútum síðar spilaði Malmö gegn Sirius.

Anders tók sér ekkert frí, kom inn af bekknum og skoraði fjórða mark sænsku meistaranna í uppbótartíma leiksins.

Malmö er þremur stigum á undan Djurgården á toppi deildarinnar en síðar nefnda liðið á tvo leiki til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.