Alfreð ánægður að þurfa loksins ekki að heyra öll boltahljóðin Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 10:01 Alfreð Gíslason er jafnan líflegur á hliðarlínunni og vill að sjálfsögðu hafa stuðningsmenn í stúkunni. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Alfreð Gíslason mun í kvöld loksins fá að stýra þýska landsliðinu í handbolta fyrir framan áhorfendur, í fyrsta sinn frá því að hann tók við liðinu. Alfreð hefur þurft að bíða í 16 mánuði með að stýra Þýskalandi fyrir framan stuðningsmenn, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta stórmót liðsins undir hans stjórn var HM í Egyptalandi í janúar þar sem var áhorfendabann, og í umspilinu um sæti á Ólympíuleikunum voru áhorfendur einnig bannaðir. Það verður jafnframt áhorfendabann á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í þessum mánuði en í leikjunum tveimur sem Þjóðverjar spila í undirbúningnum fyrir mótið, gegn Brasilíu og Egyptalandi í Nürnberg, mega 1.000 áhorfendur mæta: „Þetta er ný reynsla fyrir mig sem landsliðsþjálfara [Þýskalands]. Ég hef aldrei fengið að upplifa þetta,“ er haft eftir Alfreð á vef Handball-World. „Ég er afskaplega glaður yfir því að fá þessa stemningu af áhorfendapöllunum í stað þess að heyra hvert einasta hljóð þegar boltinn snertir eitthvað. Loksins eru hlutirnir að breytast,“ sagði Alfreð. Eftir fjórar vikur í starfi átti Alfreð að stýra Þýskalandi í leik í fyrsta sinn í mars 2020, gegn Hollandi. „Ég hlakkaði mikið til að sjá fulla höll,“ sagði Alfreð en ekkert varð af leiknum. Mótherjar sem krefjast mikils Þó að Alfreð verði að sætta sig við að engir áhorfendur verði svo á Ólympíuleikunum þá vonast hann til þess að leikirnir við Brasilíu og Egyptaland hjálpi þýska liðinu á leikunum. „Við þurfum sárlega á þessum tveimur leikjum að halda. Bæði þessi liðu eru góð og munu krefjast mikils af okkur. Við fáum að reyna okkur við toppaðstæður. Liðið er mjög metnaðarfullt og klárt í slaginn. Við vonumst eftir því að sækja okkur byr í seglin fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur Þýskalands á Ólympíuleikunum er gegn Spáni 24. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi, Frakklandi, Argentínu og einmitt Brasilíu, andstæðingi kvöldsins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Alfreð hefur þurft að bíða í 16 mánuði með að stýra Þýskalandi fyrir framan stuðningsmenn, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta stórmót liðsins undir hans stjórn var HM í Egyptalandi í janúar þar sem var áhorfendabann, og í umspilinu um sæti á Ólympíuleikunum voru áhorfendur einnig bannaðir. Það verður jafnframt áhorfendabann á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í þessum mánuði en í leikjunum tveimur sem Þjóðverjar spila í undirbúningnum fyrir mótið, gegn Brasilíu og Egyptalandi í Nürnberg, mega 1.000 áhorfendur mæta: „Þetta er ný reynsla fyrir mig sem landsliðsþjálfara [Þýskalands]. Ég hef aldrei fengið að upplifa þetta,“ er haft eftir Alfreð á vef Handball-World. „Ég er afskaplega glaður yfir því að fá þessa stemningu af áhorfendapöllunum í stað þess að heyra hvert einasta hljóð þegar boltinn snertir eitthvað. Loksins eru hlutirnir að breytast,“ sagði Alfreð. Eftir fjórar vikur í starfi átti Alfreð að stýra Þýskalandi í leik í fyrsta sinn í mars 2020, gegn Hollandi. „Ég hlakkaði mikið til að sjá fulla höll,“ sagði Alfreð en ekkert varð af leiknum. Mótherjar sem krefjast mikils Þó að Alfreð verði að sætta sig við að engir áhorfendur verði svo á Ólympíuleikunum þá vonast hann til þess að leikirnir við Brasilíu og Egyptaland hjálpi þýska liðinu á leikunum. „Við þurfum sárlega á þessum tveimur leikjum að halda. Bæði þessi liðu eru góð og munu krefjast mikils af okkur. Við fáum að reyna okkur við toppaðstæður. Liðið er mjög metnaðarfullt og klárt í slaginn. Við vonumst eftir því að sækja okkur byr í seglin fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur Þýskalands á Ólympíuleikunum er gegn Spáni 24. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi, Frakklandi, Argentínu og einmitt Brasilíu, andstæðingi kvöldsins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira