Valborg Ólafs gefur út plötuna Silhouette Ritstjórn Albúmm.is skrifar 6. júlí 2021 14:30 Ljósmynd/Þorgeir Sigurðsson Önnur plata Valborgar Ólafs kom út þann 2. júlí síðastliðinn og ber hún heitið Silhouette. Platan er nokkuð frábrugðin fyrri EP plötu hennar sem kom út árið 2019 en munurinn er sá að hljómsveitarmeðlimir tóku allir þátt í að semja og útsetja lögin og útskýrir það hinar ólíku stefnur sem lögin taka. Platan er búin að taka heilt ár í vinnslu, en fyrstu 5 lögin voru tekin upp í stúdíó Dallas í hafnarfirði og byrjuðu upptökur þar í mars 2020. Seinni hluti plötunnar, fjögur lög af níu þ.e.a.s. voru tekin upp af hljómsveitinni sjálfri í Ásólfsskálakirkju undir eyjafjöllum en einnig fór töluvert af upptökum fram á bænum Holt þar sem Valborg sjálf er búsett. Ljósmynd/Þorgeir Sigurðsson Heildarhljómur plötunnar er eitthvað sem hljómsveitarmeðlimir eru virkilega ánægðir með, en öll lögin fá sinn rétta hljóm að þeirra mati. Það var snillingurinn hann Bjarni Þór Jensson sem sá um að mixa og mastera og svo var það Atli Sigursveinsson sem gerði plötu artworkið sem innsiglar tónheiminn sem hljómsveitin skapar. Hljómsveitina skipa þau Valborg Ólafsdóttir – Söngur, gítar og píanó. Orri Guðmundsson – Slagverk. Baldvin Freyr Þorsteinsson – Gítar. Elvar Bragi Kristjánsson – Bassi, synth og hljómborð. Plötuumslagið er eftir Atla Sigursveinsson. Tónlist Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun
Platan er búin að taka heilt ár í vinnslu, en fyrstu 5 lögin voru tekin upp í stúdíó Dallas í hafnarfirði og byrjuðu upptökur þar í mars 2020. Seinni hluti plötunnar, fjögur lög af níu þ.e.a.s. voru tekin upp af hljómsveitinni sjálfri í Ásólfsskálakirkju undir eyjafjöllum en einnig fór töluvert af upptökum fram á bænum Holt þar sem Valborg sjálf er búsett. Ljósmynd/Þorgeir Sigurðsson Heildarhljómur plötunnar er eitthvað sem hljómsveitarmeðlimir eru virkilega ánægðir með, en öll lögin fá sinn rétta hljóm að þeirra mati. Það var snillingurinn hann Bjarni Þór Jensson sem sá um að mixa og mastera og svo var það Atli Sigursveinsson sem gerði plötu artworkið sem innsiglar tónheiminn sem hljómsveitin skapar. Hljómsveitina skipa þau Valborg Ólafsdóttir – Söngur, gítar og píanó. Orri Guðmundsson – Slagverk. Baldvin Freyr Þorsteinsson – Gítar. Elvar Bragi Kristjánsson – Bassi, synth og hljómborð. Plötuumslagið er eftir Atla Sigursveinsson.
Tónlist Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun