Viðskipti innlent

Iðnaðar­menn sam­þykktu kjara­samning við Rio Tin­to á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Álver Rio Tintó í Straumsvík.
Álver Rio Tintó í Straumsvík. Vísir/Vilhelm

Kjarasamningur iðnaðarmanna við Rio Tinto á Íslandi hefur verið samþykktur en atkvæðagreiðslu lauk í morgun.

Á heimasíðu Rafiðnaðarsambandsins segir að 73,4 prósent þeirra greiddu atkvæði hafi greitt atkvæði með samningnum.

Á kjörskrá voru 98 félagar og greiddu 79 atkvæði eða 80,6 prósent þeirra sem voru á kjörskrá. Atkvæði féllu þannig:

  • Já sögðu 58 eða 73,4%
  • Nei sögðu 21 eða 26,6%
  • Auðir eða ógildir voru 0 eða 0%

Atkvæðagreiðsla um samninginn sem fól í sér framlengingu á kjarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja og FIT – Félags iðn- og tæknigreina hins vegar hófst þann 25. júní og lauk í morgun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×