Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 11:07 Jeff Bezos vill einbeita sér meira að öðrum fyrirtækjum sínum. EPA/MICHAEL REYNOLDS Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. Jassy hefur verið yfir skýjavinnslu Amazon. Ákvörðun Bezos var tilkynnt í febrúar og þá var haft eftir auðjöfrinum að hann vildi verja meiri tíma við stjórn annarra fyrirtækja sinna eins og Washington Post og Blue Origin, auk þess sem hann vildi verja meiri tíma í góðgerðarmál. Amazon er, samkvæmt frétt CNN, metið á um 1,75 billjón dala, sem gróflega reiknað samsvarar um 218 billjónum króna (218.000.000.000.000) Seinna í þessum mánuði stendur til að skjóta Bezos út í geim og til baka með eldflaug Blue Origin. Sjá einnig: Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Umsvif Amazon hafa aukist töluvert undanfarið ár og rúmlega það og hefur sá vöxtur að miklu leyti verið rakinn til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samhliða því hafa áhyggjur ráðamanna vestanhafs og víðar á þessum miklu umsvifum aukist. Stjórnmálamenn í Bandaríkjunum vilja koma böndum á Amazon og önnur stærstu fyrirtæki landsins. Bezos hefur verið kallaður fyrir þingmenn til að svara spurningum um markaðsstöðu Amazon og jafnvel meint samkeppnisbrot. Þá var Bezos harðlega gagnrýndur í síðasta mánuði þegar gagnaleki sýndi fram á að ríkustu menn Bandaríkjanna, Bezos þar á meðal, greiddu lítinn sem engan skatt af tekjum sínum. Amazon Bandaríkin Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Jassy hefur verið yfir skýjavinnslu Amazon. Ákvörðun Bezos var tilkynnt í febrúar og þá var haft eftir auðjöfrinum að hann vildi verja meiri tíma við stjórn annarra fyrirtækja sinna eins og Washington Post og Blue Origin, auk þess sem hann vildi verja meiri tíma í góðgerðarmál. Amazon er, samkvæmt frétt CNN, metið á um 1,75 billjón dala, sem gróflega reiknað samsvarar um 218 billjónum króna (218.000.000.000.000) Seinna í þessum mánuði stendur til að skjóta Bezos út í geim og til baka með eldflaug Blue Origin. Sjá einnig: Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Umsvif Amazon hafa aukist töluvert undanfarið ár og rúmlega það og hefur sá vöxtur að miklu leyti verið rakinn til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samhliða því hafa áhyggjur ráðamanna vestanhafs og víðar á þessum miklu umsvifum aukist. Stjórnmálamenn í Bandaríkjunum vilja koma böndum á Amazon og önnur stærstu fyrirtæki landsins. Bezos hefur verið kallaður fyrir þingmenn til að svara spurningum um markaðsstöðu Amazon og jafnvel meint samkeppnisbrot. Þá var Bezos harðlega gagnrýndur í síðasta mánuði þegar gagnaleki sýndi fram á að ríkustu menn Bandaríkjanna, Bezos þar á meðal, greiddu lítinn sem engan skatt af tekjum sínum.
Amazon Bandaríkin Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira