Bezos hættir sem forstjóri Amazon Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 21:43 Jeff Bezos. Leonard Ortiz/Digital First Media/Orange County Register via Ge Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri stórfyrirtækisins Amazon, hyggst láta af stöðu forstjóra fyrirtækisins. Andy Jassy, yfirmaður skýjavinnslu (e. cloud computing) hjá fyrirtækinu, mun taka við stöðu forstjóra samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Bezos hyggst þó ekki hætta afskiptum af fyrirtækinu, heldur mun hann færast í stöðu stjórnarformanns. New York Times segir Bezos á síðustu árum hafa fjarlægst daglegan rekstur fyrirtækisins, en hann hafi þó komið að honum í auknu mæli eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Virði Amazon hefur farið hækkandi í faraldrinum, enda býður fyrirtækið upp á heimsendingu á ýmiskonar vörum, auk streymisveitu sem hefur vaxið í vinsældum frá því faraldurinn hófst. „Ég tel að hugvitið hjá Amazon hafi aldrei verið meira en nú, sem þýðir að þetta er frábær tími fyrir þessar breytingar,“ er haft eftir Bezos í tilkynningu frá Amazon. Jeff Bezos er, þegar þetta er skrifað, ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Hann er metinn á rúmlega 196 milljarða Bandaríkjadala, eða 25,4 billjónir íslenskra króna. Amazon Bandaríkin Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Andy Jassy, yfirmaður skýjavinnslu (e. cloud computing) hjá fyrirtækinu, mun taka við stöðu forstjóra samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Bezos hyggst þó ekki hætta afskiptum af fyrirtækinu, heldur mun hann færast í stöðu stjórnarformanns. New York Times segir Bezos á síðustu árum hafa fjarlægst daglegan rekstur fyrirtækisins, en hann hafi þó komið að honum í auknu mæli eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Virði Amazon hefur farið hækkandi í faraldrinum, enda býður fyrirtækið upp á heimsendingu á ýmiskonar vörum, auk streymisveitu sem hefur vaxið í vinsældum frá því faraldurinn hófst. „Ég tel að hugvitið hjá Amazon hafi aldrei verið meira en nú, sem þýðir að þetta er frábær tími fyrir þessar breytingar,“ er haft eftir Bezos í tilkynningu frá Amazon. Jeff Bezos er, þegar þetta er skrifað, ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Hann er metinn á rúmlega 196 milljarða Bandaríkjadala, eða 25,4 billjónir íslenskra króna.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira