Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 11:07 Jeff Bezos vill einbeita sér meira að öðrum fyrirtækjum sínum. EPA/MICHAEL REYNOLDS Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. Jassy hefur verið yfir skýjavinnslu Amazon. Ákvörðun Bezos var tilkynnt í febrúar og þá var haft eftir auðjöfrinum að hann vildi verja meiri tíma við stjórn annarra fyrirtækja sinna eins og Washington Post og Blue Origin, auk þess sem hann vildi verja meiri tíma í góðgerðarmál. Amazon er, samkvæmt frétt CNN, metið á um 1,75 billjón dala, sem gróflega reiknað samsvarar um 218 billjónum króna (218.000.000.000.000) Seinna í þessum mánuði stendur til að skjóta Bezos út í geim og til baka með eldflaug Blue Origin. Sjá einnig: Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Umsvif Amazon hafa aukist töluvert undanfarið ár og rúmlega það og hefur sá vöxtur að miklu leyti verið rakinn til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samhliða því hafa áhyggjur ráðamanna vestanhafs og víðar á þessum miklu umsvifum aukist. Stjórnmálamenn í Bandaríkjunum vilja koma böndum á Amazon og önnur stærstu fyrirtæki landsins. Bezos hefur verið kallaður fyrir þingmenn til að svara spurningum um markaðsstöðu Amazon og jafnvel meint samkeppnisbrot. Þá var Bezos harðlega gagnrýndur í síðasta mánuði þegar gagnaleki sýndi fram á að ríkustu menn Bandaríkjanna, Bezos þar á meðal, greiddu lítinn sem engan skatt af tekjum sínum. Amazon Bandaríkin Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Jassy hefur verið yfir skýjavinnslu Amazon. Ákvörðun Bezos var tilkynnt í febrúar og þá var haft eftir auðjöfrinum að hann vildi verja meiri tíma við stjórn annarra fyrirtækja sinna eins og Washington Post og Blue Origin, auk þess sem hann vildi verja meiri tíma í góðgerðarmál. Amazon er, samkvæmt frétt CNN, metið á um 1,75 billjón dala, sem gróflega reiknað samsvarar um 218 billjónum króna (218.000.000.000.000) Seinna í þessum mánuði stendur til að skjóta Bezos út í geim og til baka með eldflaug Blue Origin. Sjá einnig: Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Umsvif Amazon hafa aukist töluvert undanfarið ár og rúmlega það og hefur sá vöxtur að miklu leyti verið rakinn til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samhliða því hafa áhyggjur ráðamanna vestanhafs og víðar á þessum miklu umsvifum aukist. Stjórnmálamenn í Bandaríkjunum vilja koma böndum á Amazon og önnur stærstu fyrirtæki landsins. Bezos hefur verið kallaður fyrir þingmenn til að svara spurningum um markaðsstöðu Amazon og jafnvel meint samkeppnisbrot. Þá var Bezos harðlega gagnrýndur í síðasta mánuði þegar gagnaleki sýndi fram á að ríkustu menn Bandaríkjanna, Bezos þar á meðal, greiddu lítinn sem engan skatt af tekjum sínum.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent