Rapyd kaupir Valitor á tólf milljarða Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 15:41 Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd. Rapyd Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd hefur samið við Arion Banka um kaup á Valitor hf. Kaupverðið er hundrað milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarðar króna. Valitor er vel þekkt greiðsluþjónustufyrirtæki og hefur verið leiðandi í færsluhirðingu, bæði í netgreiðslum og posaviðskiptum, sem og kortaútgáfu í Evrópu. Félagið býður upp á greiðslulausnir til söluaðila á Íslandi, Bretlandi og Írlandi og um alla Evrópu. Kaupin á Valitor munu auka vöruframboð Rapyd í Evrópu. Viðskiptavinir Valitor munu ekki verða fyrir neinni röskun á þjónustu vegna kaupanna og eiga brátt að hafa aðgang að greiðsluleiðum og fjártækniþjónustu Rapyd sem ætlar að vinna náið með íslenskum viðskiptavinum í því skyni að greiða þeim leið að næstu kynslóð greiðslulausna og gera þeim þannig kleift að auka viðskipti sín erlendis. Í tilkynningu frá Arion banka segir að áhrif viðskiptanna á fjárhag Arion banka verði jákvæð enda geri bankinn ráð fyrir að færa til tekna rúmlega 3,5 milljarða eftir skatta, sem er munur á söluverði og bókfærðu virði félagsins að frádregnum sölukostnaði. Þá áætlar bankinn að umfram eigið fé hækki um átta til ellefu milljarða króna. Ísland verði miðstöð greiðslumiðlunar í Evrópu Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd segir eftirfarandi um kaupin: „Ísland hefur í lengri tíma verið í forgrunni hvað varðar notkun á rafrænum greiðslumiðlum og nýsköpun, en hér er mikið af hæfileikaríku fólki og þróaður greiðslumarkaður. Við hyggjumst halda áfram að byggja upp starfsemi hér og halda áfram að fjárfesta á Íslandi. Við erum að gera Ísland að miðstöð greiðslumiðlunarsamstæðunnar fyrir Evrópu og stefnum á að verða einn stærsti alþjóðlegi vinnuveitandi landsins“ „Það hefur verið markmið okkar um nokkurt skeið að finna Valitor nýja eigendur sem henta félaginu vel og teljum við að það hafi tekist með þessum samningum. Rapyd er í fararbroddi þegar kemur að nýjungum og nýsköpun á sviði greiðslumiðlunar og passa félögin einstaklega vel saman og bæta í raun hvort annað upp. Ég þakka starfsfólki Valitor fyrir frábært samstarf á undanförnum árum og óska þeim velfarnaðar á þeirri spennandi vegferð sem framundan er, nú sem hluti af Rapyd samstæðunni,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Íslenskir bankar Greiðslumiðlun Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Valitor er vel þekkt greiðsluþjónustufyrirtæki og hefur verið leiðandi í færsluhirðingu, bæði í netgreiðslum og posaviðskiptum, sem og kortaútgáfu í Evrópu. Félagið býður upp á greiðslulausnir til söluaðila á Íslandi, Bretlandi og Írlandi og um alla Evrópu. Kaupin á Valitor munu auka vöruframboð Rapyd í Evrópu. Viðskiptavinir Valitor munu ekki verða fyrir neinni röskun á þjónustu vegna kaupanna og eiga brátt að hafa aðgang að greiðsluleiðum og fjártækniþjónustu Rapyd sem ætlar að vinna náið með íslenskum viðskiptavinum í því skyni að greiða þeim leið að næstu kynslóð greiðslulausna og gera þeim þannig kleift að auka viðskipti sín erlendis. Í tilkynningu frá Arion banka segir að áhrif viðskiptanna á fjárhag Arion banka verði jákvæð enda geri bankinn ráð fyrir að færa til tekna rúmlega 3,5 milljarða eftir skatta, sem er munur á söluverði og bókfærðu virði félagsins að frádregnum sölukostnaði. Þá áætlar bankinn að umfram eigið fé hækki um átta til ellefu milljarða króna. Ísland verði miðstöð greiðslumiðlunar í Evrópu Arik Shtilman, forstjóri og stofnandi Rapyd segir eftirfarandi um kaupin: „Ísland hefur í lengri tíma verið í forgrunni hvað varðar notkun á rafrænum greiðslumiðlum og nýsköpun, en hér er mikið af hæfileikaríku fólki og þróaður greiðslumarkaður. Við hyggjumst halda áfram að byggja upp starfsemi hér og halda áfram að fjárfesta á Íslandi. Við erum að gera Ísland að miðstöð greiðslumiðlunarsamstæðunnar fyrir Evrópu og stefnum á að verða einn stærsti alþjóðlegi vinnuveitandi landsins“ „Það hefur verið markmið okkar um nokkurt skeið að finna Valitor nýja eigendur sem henta félaginu vel og teljum við að það hafi tekist með þessum samningum. Rapyd er í fararbroddi þegar kemur að nýjungum og nýsköpun á sviði greiðslumiðlunar og passa félögin einstaklega vel saman og bæta í raun hvort annað upp. Ég þakka starfsfólki Valitor fyrir frábært samstarf á undanförnum árum og óska þeim velfarnaðar á þeirri spennandi vegferð sem framundan er, nú sem hluti af Rapyd samstæðunni,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Íslenskir bankar Greiðslumiðlun Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira