Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2021 14:16 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltúi Svf. Árborgar, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Sigtún Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigtúni þróunarfélagi. Undir samninginn skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltúi Svf. Árborgar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949 til 1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn.Landsbankinn „Um er að ræða fyrsta flokks nútíma skrifstofuaðstöðu fyrir um 120 manns sem byggir á þeirri hugmyndafræði að í ljósi tækniþróunar og afleiðinga Covid 19, er starfsfólk stofnana og fyrirtækja um allan heim farin að vinna fjölbreytt störf og verkefni óháð staðsetningu. Jafnframt er af umhverfisástæðum hvatt til þess að dregið sé úr löngum ferðum í og úr vinnu. Í Bankanum Vinnustofu verður boðið upp á alhliða aðstöðu; lítil og stór rými, fundarherbergi, setustofur og tæknibúnað á tveimur efstu hæðum hússins á um 500 fermetra svæði. Þar verða jafnframt fyrirlestrar og aðrir viðburðir fyrir þátttakendur. Aðstaðan, sem opar síðsumars, býður upp á fjölbreytta notkun. Vonast er til að Sunnlendingar sem vinna á Höfuðborgarsvæðinu geti nýtt aðstöðuna t.d. í nokkra daga í viku í stað daglegra ferða yfir Hellisheiðina. Þá geti smærri sunnlensk fyrirtæki og einyrkjar átt vísan stað í Bankanum Vinnustofu og auk þess gæti aðstaðan nýst þeim sem búa í sumarhúsum hluta úr ári,“ segir í tilkynningunni. Íslenska ríkið, sveitarfélagið Árborg og Samtök atvinnulífsins koma að tilraunaverkefninu í tvö ár í upphafi með framlagi sem byggir á aðgangi starfsmanna og aðkomu að þróun starfseminnar, til að mynda með sameiginlegu kynningarstarfi og samstarfsverkefnum. Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949 til 1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Húsið var byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar en honum entist ekki aldur til að fylgja verkinu eftir því hann lést árið 1950. Árborg Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. 27. nóvember 2020 14:50 Landsbankahús Guðjóns Samúelssonar á Selfossi til sölu Hús Landsbankans við Austurveg 20 á Selfossi hefur verið auglýst til sölu. Húsið var reist á árunum 1949-1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Á vef bankans segir að það hafi löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. 2. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigtúni þróunarfélagi. Undir samninginn skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltúi Svf. Árborgar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949 til 1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn.Landsbankinn „Um er að ræða fyrsta flokks nútíma skrifstofuaðstöðu fyrir um 120 manns sem byggir á þeirri hugmyndafræði að í ljósi tækniþróunar og afleiðinga Covid 19, er starfsfólk stofnana og fyrirtækja um allan heim farin að vinna fjölbreytt störf og verkefni óháð staðsetningu. Jafnframt er af umhverfisástæðum hvatt til þess að dregið sé úr löngum ferðum í og úr vinnu. Í Bankanum Vinnustofu verður boðið upp á alhliða aðstöðu; lítil og stór rými, fundarherbergi, setustofur og tæknibúnað á tveimur efstu hæðum hússins á um 500 fermetra svæði. Þar verða jafnframt fyrirlestrar og aðrir viðburðir fyrir þátttakendur. Aðstaðan, sem opar síðsumars, býður upp á fjölbreytta notkun. Vonast er til að Sunnlendingar sem vinna á Höfuðborgarsvæðinu geti nýtt aðstöðuna t.d. í nokkra daga í viku í stað daglegra ferða yfir Hellisheiðina. Þá geti smærri sunnlensk fyrirtæki og einyrkjar átt vísan stað í Bankanum Vinnustofu og auk þess gæti aðstaðan nýst þeim sem búa í sumarhúsum hluta úr ári,“ segir í tilkynningunni. Íslenska ríkið, sveitarfélagið Árborg og Samtök atvinnulífsins koma að tilraunaverkefninu í tvö ár í upphafi með framlagi sem byggir á aðgangi starfsmanna og aðkomu að þróun starfseminnar, til að mynda með sameiginlegu kynningarstarfi og samstarfsverkefnum. Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949 til 1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Húsið var byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar en honum entist ekki aldur til að fylgja verkinu eftir því hann lést árið 1950.
Árborg Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. 27. nóvember 2020 14:50 Landsbankahús Guðjóns Samúelssonar á Selfossi til sölu Hús Landsbankans við Austurveg 20 á Selfossi hefur verið auglýst til sölu. Húsið var reist á árunum 1949-1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Á vef bankans segir að það hafi löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. 2. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. 27. nóvember 2020 14:50
Landsbankahús Guðjóns Samúelssonar á Selfossi til sölu Hús Landsbankans við Austurveg 20 á Selfossi hefur verið auglýst til sölu. Húsið var reist á árunum 1949-1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Á vef bankans segir að það hafi löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. 2. nóvember 2020 10:00