Viðskipti innlent

Hefur fram­leiðslu og sölu á sínu fyrsta sam­heita­lyfi

Atli Ísleifsson skrifar
Jónína Guðmundsdóttir er forstjóri Coripharma.
Jónína Guðmundsdóttir er forstjóri Coripharma. Coripharma

Coripharma hóf í dag sölu á fyrsta samheitalyfinu sem þróað er af félaginu. Um er að ræða lyf gegn flogaveiki, Eslicarbazepine, sem selt er í 200mg og 800mg töflum.

Í tilkynningu segir að salan sé gerð í samstarfi við stórt evrópskt samheitalyfjafyrirtæki sem muni sjá um markaðsetningu lyfsins í Þýskalandi. Í framhaldinu verði Eslicarbazepine markaðssett víðar þar sem Coripharma hafi sótt um markaðsleyfi og tryggt samstarfssamninga fyrir lyfið í öllum helstu Evrópulöndum.

„Þessi vörusala markar tímamót í rekstri félagsins þar sem Eslicarbazepine er fyrsta samheitalyfið sem þróað er af Coripharma, en fyrirtækið vinnur nú að lyfjaþróun og skráningu á 16 öðrum samheitalyfjum sem munu fara á markað á næstu árum,“ segir í tilkynningunni.

Coripharma er íslenskt samheitalyfjafyrirtæki sem tók yfir verksmiðu og þróunareiningu Actavis / Teva í Hafnarfirði fyrir fáum árum. 

„Félagið sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja ásamt því að sinna verktökuframleiðslu fyrir önnur lyfjafyrirtæki.Starfsfólk Coripharma telur um 130 manns og er öflugur hópur fólks með áralanga reynslu í þróun, framleiðslu og sölu á lyfjahugviti og samheitalyfjum til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim,“ segir í tilkynningunni.

Lyf




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×