Handbolti

Stað­festa komu Nagy

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Nagy verður einn þriggja markvarða Gummersbach á næstu leiktíð.
Martin Nagy verður einn þriggja markvarða Gummersbach á næstu leiktíð. Vísir/Elín Björg

Markvörðurinn Martin Nagy, sem lék með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur, mun leika með lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í þýsku B-deildinni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti þýska félagið í dag.

Stutt er síðan Vísir greindi frá því að Nagy væri á leiðinni til Gummersbach en það hefur nú verið staðfest. Ekki kemur fram hversu langur samningurinn er. 

Verður hann einn þriggja markvarða liðsins er það gerir aðra tillögu að sæti í efstu deild en liðið heltist úr lestinni þegar leið á tímabilið.

Líkt og áður hefur komið fram er Guðjón Valur þjálfari liðsins en hann er að fara inn í sitt annað ár með liðið sem og í þjálfun almennt. 

Elliði Snær Vignisson lék með liðinu á nýafstaðinni leiktíð og mun gera áfram. Þá mun Hákon Daði Styrmisson einnig ganga í raðir félagsins í sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.