Viðskipti innlent

Ráðin verk­efna­stjóri Staf­ræns Suður­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Valgerður Helgadóttir.
Margrét Valgerður Helgadóttir. Aðsend

Margrét Valgerður Helgadóttir, sérfræðingur í upplýsingatækni, hefur verið ráðin verkefnastjóri Stafræns Suðurlands.

Í tilkynningu segir að sem muni Margrét móta stafrænt ráðhús og þjónustuver fyrir Sveitarfélagið Suðurland og ná þannig fram hagræðingu í rekstri, auknu öryggi í vinnslu gagna og meiri sérhæfingu í störfum.

Sveitarfélögin fimm sem saman starfa að Sveitarfélaginu Suðurlandi, sem þrátt fyrir nafnið eru ekki eitt sveitarfélag en í sameiningarviðræðum, eru Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Saman mynda þau rúmlega 5200 manna samfélag og ná yfir 16% af flatarmáli Íslands og því til mikils að vinna fyrir íbúa og stjórnsýslu að auðvelda samskipti og sjálfsafgreiðslu á svæðinu.

Covid opnaði augu fólks fyrir nýjum lausum

Margrét hefur starfað við upplýsingatækni í um 20 ár eða frá því hún hóf framhaldsnám í upplýsinga samskiptum frá Háskólanum í Hróarskeldu. Á þessum tíma hefur hún unnið að greiningu, hönnun og uppsetningu vefsvæða, að upplýsingaöryggi og verkefnastjórnun upplýsingatækniverkefna. Margrét er einnig með IPMA vottun á C stigi í verkefnastjórnun og hefur auk þess lokið námi í markþjálfun,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.