Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna grípur inn í alvarlegt hungur Heimsljós 28. júní 2021 11:42 Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð. UNICEF/Roger LeMoyne Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) ráðstafaði á dögunum tæplega 17 milljörðum íslenskra króna – 135 milljónum bandarískra dala – til að efla mannúðaraðgerðir í tólf löndum í Afríku, Ameríku og Miðausturlöndum. Gögn sem birt voru fyrr í mánuðinum sýndu að 350 þúsund einstaklingar drógu fram lífið við aðstæður sem eru sambærilegar hungursneyð. „Hungursneyð skýtur upp kollinum á nokkrum stöðum núna, svo það má enginn tími fara til spillis. Þessi CERF úthlutun gæti skilið á milli lífs og dauða fyrir milljónir manna sem treysta á aðstoð til að lifa af. Með þessum fjármunum getum við veitt nauðsynjar eins og hreint vatn, skjól og mat fyrir fólkið sem þarf mest á því að halda, á þeim tíma sem þörfin er mest aðkallandi,“ segir Mark Lowcock, mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna. Ástandið er alvarlegast í Tigray héraði í Eþíópíu en hungursneyð er yfirvofandi í Búrkina Fasó, suðurhluta Madagaskar, norðausturhluta Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Einnig verður fjármunum varið til hjálparsamtaka í Sýrlandi, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Venesúela, Tjad, Afganistan, Kamerún og Mósambík. Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (Central Emergency Respone Fund, CERF) er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð. CERF leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og gleymd. Ákvarðanir um úthlutun undirfjármagnaðs neyðarástands byggist á ítarlegri greiningu á meira en 70 mannúðarvísum og víðtæku samráði við hagsmunaaðila. Þróunarsamvinna Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent
Gögn sem birt voru fyrr í mánuðinum sýndu að 350 þúsund einstaklingar drógu fram lífið við aðstæður sem eru sambærilegar hungursneyð. „Hungursneyð skýtur upp kollinum á nokkrum stöðum núna, svo það má enginn tími fara til spillis. Þessi CERF úthlutun gæti skilið á milli lífs og dauða fyrir milljónir manna sem treysta á aðstoð til að lifa af. Með þessum fjármunum getum við veitt nauðsynjar eins og hreint vatn, skjól og mat fyrir fólkið sem þarf mest á því að halda, á þeim tíma sem þörfin er mest aðkallandi,“ segir Mark Lowcock, mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna. Ástandið er alvarlegast í Tigray héraði í Eþíópíu en hungursneyð er yfirvofandi í Búrkina Fasó, suðurhluta Madagaskar, norðausturhluta Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Einnig verður fjármunum varið til hjálparsamtaka í Sýrlandi, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Venesúela, Tjad, Afganistan, Kamerún og Mósambík. Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (Central Emergency Respone Fund, CERF) er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð. CERF leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og gleymd. Ákvarðanir um úthlutun undirfjármagnaðs neyðarástands byggist á ítarlegri greiningu á meira en 70 mannúðarvísum og víðtæku samráði við hagsmunaaðila.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent