Salas og Korda efstar fyrir lokahringinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2021 23:01 Nelly Korda og Lizette Salas eru efstar fyrir lokahringinn. Hér eru þær ásamt Celine Boutier. Kevin C. Cox/Getty Images Lizette Salas og Nelly Korda eru jafnar í efsta sæti fyrir lokahring KPMG risamóts kvenna í golfi. Þær eru báðar 15 höggum undir pari, eða fimm höggum á undan næstu kylfingum. Salas spilaði þriðja hringinn á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hún hefur raunar spilað alla þrjá hringina á 67 höggum og hefur sýnt mikinn stöðugleika. Korda endaði daginn á 68 höggum, eða einu höggi meira en Salas. Þrátt fyrir að spila fjórum höggum undir pari í dag náði hún ekki að fylgja eftir frábærum öðrum hring þar sem hún spilaði á 63 höggum, eða heilum níu höggum undir pari. Charley Hull, sem var í öðru sæti eftir fyrsta dag mótsins, hefur ekki náð að halda uppteknum hætti og er nú í 17. sæti eftir að hafa endað daginn tveim höggum yfir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í þriðja sæti, fimm höggum á eftir Salas og Korda. Það eru þær Patty Tavatanakit, Giulia Molinaro og Celine Boutier. Það verður því ekki bara hart barist um sigur á mótinu, því þó að Salas og Korda hafi gott forskot á næstu kylfinga er þéttur pakki fyrir neðan þær. Bein útsending frá lokadeginum verður á Stöð 2 Golf og hefst hún klukkan 16:00 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Salas spilaði þriðja hringinn á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hún hefur raunar spilað alla þrjá hringina á 67 höggum og hefur sýnt mikinn stöðugleika. Korda endaði daginn á 68 höggum, eða einu höggi meira en Salas. Þrátt fyrir að spila fjórum höggum undir pari í dag náði hún ekki að fylgja eftir frábærum öðrum hring þar sem hún spilaði á 63 höggum, eða heilum níu höggum undir pari. Charley Hull, sem var í öðru sæti eftir fyrsta dag mótsins, hefur ekki náð að halda uppteknum hætti og er nú í 17. sæti eftir að hafa endað daginn tveim höggum yfir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í þriðja sæti, fimm höggum á eftir Salas og Korda. Það eru þær Patty Tavatanakit, Giulia Molinaro og Celine Boutier. Það verður því ekki bara hart barist um sigur á mótinu, því þó að Salas og Korda hafi gott forskot á næstu kylfinga er þéttur pakki fyrir neðan þær. Bein útsending frá lokadeginum verður á Stöð 2 Golf og hefst hún klukkan 16:00 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira