...en með ólögum eyða Katrín Atladóttir skrifar 26. júní 2021 16:00 Nefnd um eftirlit með lögreglu telur vísbendingar um að dagbókarfærsla lögreglu um meint sóttvarnabrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu hafi verið efnislega röng og ekkert tilefni hafi verið til upplýsingagjafar af slíku tagi. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að ásetningur lögregluþjónanna hafi verið að skrifa æsilega dagbókarfærslu, sem fólk myndi lesa, sem átti sérstaklega að beinast að svokölluðum „Sjálfstæðis-framapoturum“ úr hópi kvenkyns sýningargesta. Því fer fjarri að ásetningur lögreglu og efnislega röng tilkynning sé það alvarlegasta við málið. Í niðurstöðunni nefndarinnar kemur einnig fram að lögregla átti við sönnunargögn áður en þau voru afhent. Þar sem ummæli lögregluþjóna reyndust óheppileg var hljóðið afmáð. Fram kemur að margar tilraunir hafi þurft til að nefndin fengi ósvikin sönnunargögn í hendur. Til hvers eru búkmyndavélar? Háttsemi embættisins vekur upp ýmsar spurningar. Hve oft hefur því bragði verið beitt að breyta einfaldlega sönnunargögnum sem eru lögreglunni ekki þóknanleg? Við smá eftirgrennslan kemur í ljós að áður hefur verið kvartað yfir seinagangi við afhendingu gagna og að hljóðið vanti í upptökurnar. Búkmyndavélar lögregluþjóna eiga ekki eingöngu að vernda hagsmuni lögreglunnar sjálfrar, heldur einnig borgarana. Við þekkjum dæmi erlendis frá þar sem slíkar vélar hafa komið upp um gróf mannréttindabrot. Það er því grafalvarlegt að átt sé við gögnin áður en þau eru afhent. Að standa undir traustinu Ekki er langt síðan að almenn lögregla vopnvæddist, þegar komið var fyrir byssum í lögreglubílum, án þess að það samtal hafi verið átt við borgarana. Lögreglan hefur lýst sig andsnúna frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta, sem kemur ekki á óvart því við vitum að lögreglan hefur farið frjálslega með líkamsleitarheimildir. Að auki hefur lögreglan lýst yfir ánægju með hugmyndir um banna notkun rafhlaupahjóla á helgarkvöldum og talað fyrir því að skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Lögreglan er mikilvæg stofnun, hún er hér til að þjóna landsmönnum og vernda þá. Lögreglan hefur einkarétt á valdbeitingu og þarf því að sýna hún er traustsins verð. Það er ekki gert með því að banna hluti sem fólk gerir sér til skemmtunar, segja ósatt í fréttatilkynningum eða eyða sönnunargögnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Ráðherra í Ásmundarsal Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nefnd um eftirlit með lögreglu telur vísbendingar um að dagbókarfærsla lögreglu um meint sóttvarnabrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu hafi verið efnislega röng og ekkert tilefni hafi verið til upplýsingagjafar af slíku tagi. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að ásetningur lögregluþjónanna hafi verið að skrifa æsilega dagbókarfærslu, sem fólk myndi lesa, sem átti sérstaklega að beinast að svokölluðum „Sjálfstæðis-framapoturum“ úr hópi kvenkyns sýningargesta. Því fer fjarri að ásetningur lögreglu og efnislega röng tilkynning sé það alvarlegasta við málið. Í niðurstöðunni nefndarinnar kemur einnig fram að lögregla átti við sönnunargögn áður en þau voru afhent. Þar sem ummæli lögregluþjóna reyndust óheppileg var hljóðið afmáð. Fram kemur að margar tilraunir hafi þurft til að nefndin fengi ósvikin sönnunargögn í hendur. Til hvers eru búkmyndavélar? Háttsemi embættisins vekur upp ýmsar spurningar. Hve oft hefur því bragði verið beitt að breyta einfaldlega sönnunargögnum sem eru lögreglunni ekki þóknanleg? Við smá eftirgrennslan kemur í ljós að áður hefur verið kvartað yfir seinagangi við afhendingu gagna og að hljóðið vanti í upptökurnar. Búkmyndavélar lögregluþjóna eiga ekki eingöngu að vernda hagsmuni lögreglunnar sjálfrar, heldur einnig borgarana. Við þekkjum dæmi erlendis frá þar sem slíkar vélar hafa komið upp um gróf mannréttindabrot. Það er því grafalvarlegt að átt sé við gögnin áður en þau eru afhent. Að standa undir traustinu Ekki er langt síðan að almenn lögregla vopnvæddist, þegar komið var fyrir byssum í lögreglubílum, án þess að það samtal hafi verið átt við borgarana. Lögreglan hefur lýst sig andsnúna frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta, sem kemur ekki á óvart því við vitum að lögreglan hefur farið frjálslega með líkamsleitarheimildir. Að auki hefur lögreglan lýst yfir ánægju með hugmyndir um banna notkun rafhlaupahjóla á helgarkvöldum og talað fyrir því að skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Lögreglan er mikilvæg stofnun, hún er hér til að þjóna landsmönnum og vernda þá. Lögreglan hefur einkarétt á valdbeitingu og þarf því að sýna hún er traustsins verð. Það er ekki gert með því að banna hluti sem fólk gerir sér til skemmtunar, segja ósatt í fréttatilkynningum eða eyða sönnunargögnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar