Alþjóðlegir skattar og nei við einkarekstri og undirboðum Drífa Snædal skrifar 25. júní 2021 14:31 Krumlur kófsins eru á undanhaldi og senn hefst uppgjörstíminn um heim allan, hvað tókst vel í sóttvörum og vinnumarkaðsaðgerðum. Það er engin tilviljun að skattkerfið er sett undir smásjána af þessu tilefni, enda hafa flest stjórnvöld opnað hirslurnar til að tryggja afkomu fólks. Það verður æpandi ósanngjarnt, sérstaklega á þessum tímum, að mörg stórfyrirtæki greiða sama sem engan skatt og það er sérstök fræðigrein að koma sér hjá skattgreiðslum um allan heim. Nú eru því hafnar löngu tímabærar samningaviðræður um alþjóðlegan fyrirtækjaskatt og verður tekist á um málið á vettvangi OECD og G20 ríkjanna um þessi mánaðamót. Annars vegar er rætt um skattlagningu alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa á netinu og er tillagan á þá leið að ríki geti skattlagt hagnað sem verður til innan þeirra lögsögu. Hins vegar er rætt um alþjóðlegan lágmarksskatt á fyrirtæki og hefur hlutfallið 15% verið nefnt í því samhengi. Alþjóða verkalýðshreyfingin tekur undir þetta en vill hækka hlutfallið í a.m.k. 25% enda þarf að sækja fjármagn til þeirra sem eru aflögufærir. Það er bæði lykilatriði til að takast á við afleiðingar heimsfaraldursins og til að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Kófið hefur kennt okkur það að enginn getur verið undanskilinn stóra samhenginu – enginn getur stimplað sig út úr samfélaginu fyrir eigin gróða. Það eru stórtíðindi þegar leiðtogar stærstu ríkja heims reisa kröfur gegn skattaundanskotum og það er til marks um viðsnúning í heimsstjórnmálunum. Frá óheftri markaðshyggju til einhvers konar vísis að samtryggingu. Hér á landi er hins vegar þrennt að gerast sem gengur í berhögg við þessa þróun. Ríkið gaf fjármagnseigendum og þeim sem gátu keypt sér hlut í Íslandsbanka nokkra milljarða úr almannasjóðum við söluna á bankanum. Ekki almenningi, heldur þeim sem eru aflögufærir og bröskurum, þar með talið alþjóðlegum fjárfestingasjóðum. Við þessu hafði verkalýðshreyfingin varað. Einkavæðing í öldrunarþjónustu er hafin af fullum krafti og ljóst að fyrirtæki sem taka að sér einkarekstur ætla ekki að gera það af hugsjóninni einni saman, það sannaðist þegar uppsagnirnar hófust: Það á að „lækka starfsmannakostnað“ sem þýðir á alþýðumáli að lækka laun. Ríkið greiðir svo brúsann, þar með talið arðinn til hluthafa fyrir markaðsvæðingu á lífi og heilsu gamla fólksins. Play fór í loftið fljúgandi á undirboðum á vinnumarkaði, gerandi samning um kjör flugfreyja og -þjóna án aðkomu flugfreyja- og þjóna og kynnir sig fyrir fjárfestum með yfirlýsingu um að það fyrirtæki geti umfram önnur „haldið starfsmannakostnaði niðri“. Þeirri baráttu er langt í frá lokið. Baráttunni við heimsfaraldurinn er hins vegar að ljúka, a.m.k. í bili, og það voru gleðifréttir í dag þegar tilkynnt var að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands. Það er ávísun á gott sumar en við uppgjör þessa tímabils og við skrefin framundan er ljóst að baráttunni fyrir sanngjörnum launum og réttlátri dreifingu auðsins er hvergi nærri lokið. Við munum áfram standa vaktina! Gleðilegt sumar kæru lesendur – næsti föstudagspistill fer í loftið í ágúst. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Krumlur kófsins eru á undanhaldi og senn hefst uppgjörstíminn um heim allan, hvað tókst vel í sóttvörum og vinnumarkaðsaðgerðum. Það er engin tilviljun að skattkerfið er sett undir smásjána af þessu tilefni, enda hafa flest stjórnvöld opnað hirslurnar til að tryggja afkomu fólks. Það verður æpandi ósanngjarnt, sérstaklega á þessum tímum, að mörg stórfyrirtæki greiða sama sem engan skatt og það er sérstök fræðigrein að koma sér hjá skattgreiðslum um allan heim. Nú eru því hafnar löngu tímabærar samningaviðræður um alþjóðlegan fyrirtækjaskatt og verður tekist á um málið á vettvangi OECD og G20 ríkjanna um þessi mánaðamót. Annars vegar er rætt um skattlagningu alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa á netinu og er tillagan á þá leið að ríki geti skattlagt hagnað sem verður til innan þeirra lögsögu. Hins vegar er rætt um alþjóðlegan lágmarksskatt á fyrirtæki og hefur hlutfallið 15% verið nefnt í því samhengi. Alþjóða verkalýðshreyfingin tekur undir þetta en vill hækka hlutfallið í a.m.k. 25% enda þarf að sækja fjármagn til þeirra sem eru aflögufærir. Það er bæði lykilatriði til að takast á við afleiðingar heimsfaraldursins og til að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Kófið hefur kennt okkur það að enginn getur verið undanskilinn stóra samhenginu – enginn getur stimplað sig út úr samfélaginu fyrir eigin gróða. Það eru stórtíðindi þegar leiðtogar stærstu ríkja heims reisa kröfur gegn skattaundanskotum og það er til marks um viðsnúning í heimsstjórnmálunum. Frá óheftri markaðshyggju til einhvers konar vísis að samtryggingu. Hér á landi er hins vegar þrennt að gerast sem gengur í berhögg við þessa þróun. Ríkið gaf fjármagnseigendum og þeim sem gátu keypt sér hlut í Íslandsbanka nokkra milljarða úr almannasjóðum við söluna á bankanum. Ekki almenningi, heldur þeim sem eru aflögufærir og bröskurum, þar með talið alþjóðlegum fjárfestingasjóðum. Við þessu hafði verkalýðshreyfingin varað. Einkavæðing í öldrunarþjónustu er hafin af fullum krafti og ljóst að fyrirtæki sem taka að sér einkarekstur ætla ekki að gera það af hugsjóninni einni saman, það sannaðist þegar uppsagnirnar hófust: Það á að „lækka starfsmannakostnað“ sem þýðir á alþýðumáli að lækka laun. Ríkið greiðir svo brúsann, þar með talið arðinn til hluthafa fyrir markaðsvæðingu á lífi og heilsu gamla fólksins. Play fór í loftið fljúgandi á undirboðum á vinnumarkaði, gerandi samning um kjör flugfreyja og -þjóna án aðkomu flugfreyja- og þjóna og kynnir sig fyrir fjárfestum með yfirlýsingu um að það fyrirtæki geti umfram önnur „haldið starfsmannakostnaði niðri“. Þeirri baráttu er langt í frá lokið. Baráttunni við heimsfaraldurinn er hins vegar að ljúka, a.m.k. í bili, og það voru gleðifréttir í dag þegar tilkynnt var að öllum takmörkunum yrði aflétt innanlands. Það er ávísun á gott sumar en við uppgjör þessa tímabils og við skrefin framundan er ljóst að baráttunni fyrir sanngjörnum launum og réttlátri dreifingu auðsins er hvergi nærri lokið. Við munum áfram standa vaktina! Gleðilegt sumar kæru lesendur – næsti föstudagspistill fer í loftið í ágúst. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun