Ég er framapotari Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2021 14:00 Stjórnmálin eru ekki alltaf tekin út með sældinni. Eins og gjarnan er raunin á umræðan það til að verða sérstaklega óvægin í garð kvenna. Nærtækt er að fylgjast með fyrirmyndum á borð við Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, sem mega þola uppnefni og svívirðingar nánast daglega vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Á sama tíma er aðdáunarvert að sjá hvernig þær láta engan bilbug á sér finna og sækja fram, þó orðræðan haldi stöðugt áfram. Nýjasta dæmið um slíka orðræðu kom úr óvæntri átt. Þegar lögreglan heimsótti listasýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld hitti hún þar fyrir gesti og gangandi, eins og víðar í verslunum miðborgarinnar. Af upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna, sem urðu opinberar á dögunum, má hins vegar ráða að tvær ungar konur hafi farið sérstaklega í taugarnar á laganna vörðum. Ástæðan var þátttaka kvennanna í stjórnmálastarfi. Þannig er því lýst í samtali tveggja lögregluþjóna, þar sem rætt var að skrifa ýkta fréttatilkynningu um heimsóknina: A: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. B: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“. „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Í upptökunum, sem komu að vísu seint fram á sjónarsviðið þar sem lögreglan afmáði og breytti sönnunargögnum, má greina algengan tón. Konur skulu þola uppnefni og háðsglósur fyrir það eitt að voga sér inn á vettvang stjórnmálanna. Kerlingar, puntudúkkur eða Sjálfstæðis-framapotandi stelpur. Skilaboðin eru alltaf þau sömu. Sterkasta svarið felst í að standa einfaldlega óhaggaðar, láta hávaðann sem vind um eyru þjóta og leyfa tröllunum að verða að steini, hægt og rólega. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og framapotari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Ingveldur Anna Sigurðardóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálin eru ekki alltaf tekin út með sældinni. Eins og gjarnan er raunin á umræðan það til að verða sérstaklega óvægin í garð kvenna. Nærtækt er að fylgjast með fyrirmyndum á borð við Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, sem mega þola uppnefni og svívirðingar nánast daglega vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Á sama tíma er aðdáunarvert að sjá hvernig þær láta engan bilbug á sér finna og sækja fram, þó orðræðan haldi stöðugt áfram. Nýjasta dæmið um slíka orðræðu kom úr óvæntri átt. Þegar lögreglan heimsótti listasýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld hitti hún þar fyrir gesti og gangandi, eins og víðar í verslunum miðborgarinnar. Af upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna, sem urðu opinberar á dögunum, má hins vegar ráða að tvær ungar konur hafi farið sérstaklega í taugarnar á laganna vörðum. Ástæðan var þátttaka kvennanna í stjórnmálastarfi. Þannig er því lýst í samtali tveggja lögregluþjóna, þar sem rætt var að skrifa ýkta fréttatilkynningu um heimsóknina: A: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. B: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“. „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Í upptökunum, sem komu að vísu seint fram á sjónarsviðið þar sem lögreglan afmáði og breytti sönnunargögnum, má greina algengan tón. Konur skulu þola uppnefni og háðsglósur fyrir það eitt að voga sér inn á vettvang stjórnmálanna. Kerlingar, puntudúkkur eða Sjálfstæðis-framapotandi stelpur. Skilaboðin eru alltaf þau sömu. Sterkasta svarið felst í að standa einfaldlega óhaggaðar, láta hávaðann sem vind um eyru þjóta og leyfa tröllunum að verða að steini, hægt og rólega. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og framapotari.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun