Ryðjum heimatilbúnum hindrunum úr vegi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 24. júní 2021 07:01 Öflugt atvinnulíf eykur velsæld - þetta vitum við. Við vitum einnig að óstöðugleiki, íþyngjandi skattbyrði, flókið regluverk og aðrar kvaðir hamla blómlegu atvinnulífi og koma niður á lífskjörum okkar. Þetta er hins vegar það umhverfi sem íslenskt atvinnulíf býr við í dag og við verðum að bregðast við. Hið opinbera hefur safnað miklum skuldum í kórónukreppunni og samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum í ríkisfjármálum er engin stórkostleg breyting í sjónmáli. Nær hvergi innan OECD dregur hið opinbera meira af verðmætasköpun hagkerfisins til sín í formi skatttekna. Í ljósi þess að háir skattar hamla fjölgun starfa er ekki vænlegt að hækka skatta, né stofna til nýrra, til að fjármagna fjárlagahallann. Leita þarf annarra leiða. Í alþjóðlegum úttektum hefur margoft verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á Norðurlöndunum. Þetta er óásættanleg staða sem þarf að breyta. Íslenskt efnahagslíf varð fyrir þungu höggi í kórónukreppunni og til að endurheimta fyrri lífskjör er brýnt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu með því að styðja við frumkvöðla og aðra fjárfesta sem þora að taka áhættu og veðja á íslenskt efnahagslíf. Við þurfum að framleiða hraðar og meira með hugviti og þeim sjálfbæru leiðum sem Íslendingum hefur borið gæfa til að þróa. Síðast en ekki síst þurfum við að fjárfesta. Fjárfestingastigið á Íslandi er hins vegar lágt í alþjóðlegum samanburði sem er áhyggjuefni og óneitanlega hefur íþyngjandi skattheimta meðal annars haldið aftur af nauðsynlegri fjárfestingu í hagkerfinu undanfarin ár. Meiri áhersla ætti að vera á að nýta skatttekjur hins opinbera betur svo unnt sé að draga úr skattbyrðinni. Aukin opinber útgjöld og síhækkandi skattar eru hvorki ávísun á bætta þjónustu við neytendur né bætt lífskjör. Við þurfum að fá meira fyrir peninginn og tengja betur opinbert fjármagn við árangur, auka gagnsæi og hagkvæmni í opinberum rekstri. Víða erlendis er það sjálfsögð krafa, hið sama ætti að gilda hér. Á sama tíma og tugþúsundir starfa hafa glatast á almennum vinnumarkaði heyrast raddir þess efnis að fjölga þurfi störfum hjá hinu opinbera. Samt eru opinber umsvif næstum hvergi meiri meðal OECD ríkja. Til þess að fjölga varanlega störfum þarf að tryggja fyrirtækjum umhverfi sem stenst alþjóðlega samkeppni. Afnema þarf hindranir í rekstrarumhverfi svo sem þær sem snúa að stofnun fyrirtækja, leyfisveitingum og erlendri fjárfestingu, eins og OECD hefur gert ítarlega úttekt á í tilfelli ferðaþjónustu og byggingariðnaðar. Einföld og samkeppnishæf skattastefna er annað lykilskref í átt að markmiði um eftirsóknarvert rekstrarumhverfi. Samtök atvinnulífsins hafa greint megináskoranir íslensks efnahags- og atvinnulífs og hvernig megi mæta þeim með samhentu átaki. Viðbrögð okkar nú skipta sköpum. Ryðjum hindrunum úr vegi. Höldum áfram. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Efnahagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf eykur velsæld - þetta vitum við. Við vitum einnig að óstöðugleiki, íþyngjandi skattbyrði, flókið regluverk og aðrar kvaðir hamla blómlegu atvinnulífi og koma niður á lífskjörum okkar. Þetta er hins vegar það umhverfi sem íslenskt atvinnulíf býr við í dag og við verðum að bregðast við. Hið opinbera hefur safnað miklum skuldum í kórónukreppunni og samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum í ríkisfjármálum er engin stórkostleg breyting í sjónmáli. Nær hvergi innan OECD dregur hið opinbera meira af verðmætasköpun hagkerfisins til sín í formi skatttekna. Í ljósi þess að háir skattar hamla fjölgun starfa er ekki vænlegt að hækka skatta, né stofna til nýrra, til að fjármagna fjárlagahallann. Leita þarf annarra leiða. Í alþjóðlegum úttektum hefur margoft verið sýnt fram á að mun fleiri hindranir eru til staðar í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja en á Norðurlöndunum. Þetta er óásættanleg staða sem þarf að breyta. Íslenskt efnahagslíf varð fyrir þungu höggi í kórónukreppunni og til að endurheimta fyrri lífskjör er brýnt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu með því að styðja við frumkvöðla og aðra fjárfesta sem þora að taka áhættu og veðja á íslenskt efnahagslíf. Við þurfum að framleiða hraðar og meira með hugviti og þeim sjálfbæru leiðum sem Íslendingum hefur borið gæfa til að þróa. Síðast en ekki síst þurfum við að fjárfesta. Fjárfestingastigið á Íslandi er hins vegar lágt í alþjóðlegum samanburði sem er áhyggjuefni og óneitanlega hefur íþyngjandi skattheimta meðal annars haldið aftur af nauðsynlegri fjárfestingu í hagkerfinu undanfarin ár. Meiri áhersla ætti að vera á að nýta skatttekjur hins opinbera betur svo unnt sé að draga úr skattbyrðinni. Aukin opinber útgjöld og síhækkandi skattar eru hvorki ávísun á bætta þjónustu við neytendur né bætt lífskjör. Við þurfum að fá meira fyrir peninginn og tengja betur opinbert fjármagn við árangur, auka gagnsæi og hagkvæmni í opinberum rekstri. Víða erlendis er það sjálfsögð krafa, hið sama ætti að gilda hér. Á sama tíma og tugþúsundir starfa hafa glatast á almennum vinnumarkaði heyrast raddir þess efnis að fjölga þurfi störfum hjá hinu opinbera. Samt eru opinber umsvif næstum hvergi meiri meðal OECD ríkja. Til þess að fjölga varanlega störfum þarf að tryggja fyrirtækjum umhverfi sem stenst alþjóðlega samkeppni. Afnema þarf hindranir í rekstrarumhverfi svo sem þær sem snúa að stofnun fyrirtækja, leyfisveitingum og erlendri fjárfestingu, eins og OECD hefur gert ítarlega úttekt á í tilfelli ferðaþjónustu og byggingariðnaðar. Einföld og samkeppnishæf skattastefna er annað lykilskref í átt að markmiði um eftirsóknarvert rekstrarumhverfi. Samtök atvinnulífsins hafa greint megináskoranir íslensks efnahags- og atvinnulífs og hvernig megi mæta þeim með samhentu átaki. Viðbrögð okkar nú skipta sköpum. Ryðjum hindrunum úr vegi. Höldum áfram. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri SA.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun