Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2021 11:35 Að sögn Gunnars Smára er salan á Íslandsbanka grímulaus tilfærsla á eignum almennings til þeirra sem betur mega sín. vísir/vilhelm Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þetta kemur fram í afar harðorðum pistli sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi. Hann segir að líklega sé salan á Íslandsbanka stærsta útsala Íslandssögunnar. „Allir sem áttu milljón eða gátu slegið lán upp á milljón eða meira mættu í röðina þegar Bjarni Benediktsson seldi hluti í Íslandsbanka á hálfvirði. Þegar Bjarni deildi út eignum sem við áttum öll sameiginlega til hinna efnameiri, gaf hinum fáu eignir fjöldans.“ Gunnar Smári reiknar það svo út að Bjarni hafi haft í höndum eign sem nemur 85 milljörðum. Hann borgaði „bröskurum 2 milljarða til að ráðleggja sér að selja hana á útsölu fyrir 55 milljarða og fékk því á endanum um 53 milljarða fyrir eignina; gaf efnafólki, lífeyrissjóðum og bröskurum um 32 milljarða af almannafé.“ Gunnar Smári tekur það saman hverjir fengu en Vísir tók það saman fyrr í dag. Fjórðungur rann til lífeyrissjóða: „Sem fengu því um 7500 m.kr. að gjöf og annað eins fór til útlendra brasksjóða, sem munu á næstu vikum selja sína hluti til einstaklinga og annarra fjárfestingarsjóða og kassa inn, eins og sagt er, 7500 m.kr. gjöf frá íslenskum almenningi með kveðju frá ríkisstjórninni.“ Gunnar Smári segir að reikna megi með að megnið af bréfunum endi hjá íslenskum fjármagnseigendum, en sú hafi verið raunin þegar sambærilegir sjóðir seldu hluti sína í Arion. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni gefur ríku fólki 30 milljarða Það var níu sinnum meiri eftirspurn eftir hlutabréfum í Íslandsbanka en í boði var. Ástæðan var auðvitað að hlutabréfin voru seld á fráleitu verði. 23. júní 2021 11:16 Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56 Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Þetta kemur fram í afar harðorðum pistli sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi. Hann segir að líklega sé salan á Íslandsbanka stærsta útsala Íslandssögunnar. „Allir sem áttu milljón eða gátu slegið lán upp á milljón eða meira mættu í röðina þegar Bjarni Benediktsson seldi hluti í Íslandsbanka á hálfvirði. Þegar Bjarni deildi út eignum sem við áttum öll sameiginlega til hinna efnameiri, gaf hinum fáu eignir fjöldans.“ Gunnar Smári reiknar það svo út að Bjarni hafi haft í höndum eign sem nemur 85 milljörðum. Hann borgaði „bröskurum 2 milljarða til að ráðleggja sér að selja hana á útsölu fyrir 55 milljarða og fékk því á endanum um 53 milljarða fyrir eignina; gaf efnafólki, lífeyrissjóðum og bröskurum um 32 milljarða af almannafé.“ Gunnar Smári tekur það saman hverjir fengu en Vísir tók það saman fyrr í dag. Fjórðungur rann til lífeyrissjóða: „Sem fengu því um 7500 m.kr. að gjöf og annað eins fór til útlendra brasksjóða, sem munu á næstu vikum selja sína hluti til einstaklinga og annarra fjárfestingarsjóða og kassa inn, eins og sagt er, 7500 m.kr. gjöf frá íslenskum almenningi með kveðju frá ríkisstjórninni.“ Gunnar Smári segir að reikna megi með að megnið af bréfunum endi hjá íslenskum fjármagnseigendum, en sú hafi verið raunin þegar sambærilegir sjóðir seldu hluti sína í Arion.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni gefur ríku fólki 30 milljarða Það var níu sinnum meiri eftirspurn eftir hlutabréfum í Íslandsbanka en í boði var. Ástæðan var auðvitað að hlutabréfin voru seld á fráleitu verði. 23. júní 2021 11:16 Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56 Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Bjarni gefur ríku fólki 30 milljarða Það var níu sinnum meiri eftirspurn eftir hlutabréfum í Íslandsbanka en í boði var. Ástæðan var auðvitað að hlutabréfin voru seld á fráleitu verði. 23. júní 2021 11:16
Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56
Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. 22. júní 2021 09:50