Viðskipti innlent

Hluta­fjár­út­boð Solid Clouds hefst í næstu viku

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Stefán Gunnarsson er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Solid Clouds.
Stefán Gunnarsson er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Solid Clouds. Vísir/Vilhelm

Hluta­fjár­út­boð ís­lenska tölvu­leikja­fyrir­tækisins Solid Clouds hefst næsta mánu­dag klukkan 10 og mun standa fyrir til klukkan 16 mið­viku­daginn 30. júní. Arion banki sér um út­boðið en fé­lagið verður skráð á First North markaðinn.

Solid Clouds þróar tækni­grunn sem má nota til fram­leiðslu fjöl­spilunar­tölvu­leikja og fram­leiðir eigin leiki. Í fyrra var fyrsti leikur fé­lagsins gefinn út en hann ber heitið Star­born­e: Sover­eign Space og er her­kænsku­leikur sem gerist í geimnum.

Út­boðs­gengi bréfanna verður 12,5 krónur og verða tvær á­skrifta­leiðir í boði fyrir fjár­festa; A- og B-leið. Þær eru ó­líkar með til­liti til stærðar á­skrifta en A-leiðin er í boði fyrir þá sem vilja fjár­festa fyrir 100 þúsund krónur til 15 milljóna en B-leiðin fyrir þá sem vilja fjár­festa fyrir hærri upp­hæðir.

Alls verða 40 milljónir hluta til sölu á hluta­fjár­út­boðinu en fé­lagið hefur heimild til að stækka út­boðið um 18 milljónir hluta, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Sam­tals hefur það því heimild til að selja um 58 milljónir hluta.

Þeir sem eru með skatta­legt heimilis­festi á Ís­landi og fara í á­sk­ritar­bók A fyrir að lág­marki 300 þúsund upp­fylla skil­yrði um frá­drátt frá tekju­skatts- og/eða fjár­magns­tekju­skatts­stofni sínum fyrir allt að 75 prósentum af fjár­festingunni. Það er þó að því gefnu að þeir eigi hluta­bréfin að lág­marki í þrjú ár.

Tölvu­leikurinn Star­born­e fór vel af stað en rétt um 400 þúsund manns frá 150 löndum hafa hlaðið honum niður. Solid Clouds var stofnað árið 2013 af Stefáni Gunnars­syni, Stefáni Björns­syni og Sigurði Arn­ljóts­syni, fyrrum for­stjóra CCP.

Næsti leikur fyrir­tækisins á að koma út á næsta ári.


Tengdar fréttir

Fjárfesta í Solid Clouds fyrir 270 milljónir

Kjölur fjárfestingarfélag og aðrir tæknifjárfestar hafa fjárfest fyrir 270 milljonir króna í íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds herkænskuleikinn Starborne. Auk þess fékk Solid Clouds vaxtarstyrk til tveggja ára frá Tækniþróunarsjóði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×