Háskólinn í Reykjavík og Solid Clouds handsala gervigreindarsamstarf Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2017 08:39 Stefán Gunnarsson og Gísli Hjálmtýsson. Solid Clouds Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum. Samstarfið miðar að því að nýta gervigreindartækni til að gera leikinn enn áhugaverðari fyrir notendur, er fram kemur í tilkynningu Solid Clouds. Fyrirtækið vinnur að gerð Starborne sem er „þrívíður herkænskuleikur í geimnum sem er spilaður í rauntíma af þúsundum spilara á stóru stöðukorti gegnum tölvu og snjalltæki,“ eins og honum er lýst í tilkynningunni. Gervigreind verður notuð í leiknum til að greina betur hegðun notenda leiksins svo og til að gæða tölvustýrða spilara auknum mannlegum eiginleikum. Leikurinn verður gefinn út á næsta ári.Úr leiknum Starborne.solid clouds„Ég bind miklar vonir við þetta samstarf, en innan gervigreindarseturs HR er mikil þekking á gervigreind og leikjagerð, sem mun nýtast okkur við að gera Starborne leikinn enn betri. Hugmyndin að Solid Clouds varð til í HR og það er okkur mjög mikils virði að hafa aðgang að sérfræðingum háskólans á þessu sviði.“ segir Stefán Gunnarsson framkvæmdastjóri Solid Clouds í tilkynningunni. „Við erum mjög spennt fyrir því að að geta stutt við sprotafyrirtæki eins og Solid Clouds, enda mikil þekking á tölvuleikjaþróun á gervigreindarsetri skólans. Á sama tíma og við eigum von á að geta veitt Solid Clouds margvíslega aðstoð og stuðning, væntum við verulegs ávinnings í rannsóknum við að sjá reynslu og upplifun spilara í leiknum,“ segir Gísli Hjálmtýsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum. Samstarfið miðar að því að nýta gervigreindartækni til að gera leikinn enn áhugaverðari fyrir notendur, er fram kemur í tilkynningu Solid Clouds. Fyrirtækið vinnur að gerð Starborne sem er „þrívíður herkænskuleikur í geimnum sem er spilaður í rauntíma af þúsundum spilara á stóru stöðukorti gegnum tölvu og snjalltæki,“ eins og honum er lýst í tilkynningunni. Gervigreind verður notuð í leiknum til að greina betur hegðun notenda leiksins svo og til að gæða tölvustýrða spilara auknum mannlegum eiginleikum. Leikurinn verður gefinn út á næsta ári.Úr leiknum Starborne.solid clouds„Ég bind miklar vonir við þetta samstarf, en innan gervigreindarseturs HR er mikil þekking á gervigreind og leikjagerð, sem mun nýtast okkur við að gera Starborne leikinn enn betri. Hugmyndin að Solid Clouds varð til í HR og það er okkur mjög mikils virði að hafa aðgang að sérfræðingum háskólans á þessu sviði.“ segir Stefán Gunnarsson framkvæmdastjóri Solid Clouds í tilkynningunni. „Við erum mjög spennt fyrir því að að geta stutt við sprotafyrirtæki eins og Solid Clouds, enda mikil þekking á tölvuleikjaþróun á gervigreindarsetri skólans. Á sama tíma og við eigum von á að geta veitt Solid Clouds margvíslega aðstoð og stuðning, væntum við verulegs ávinnings í rannsóknum við að sjá reynslu og upplifun spilara í leiknum,“ segir Gísli Hjálmtýsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira