Háskólinn í Reykjavík og Solid Clouds handsala gervigreindarsamstarf Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2017 08:39 Stefán Gunnarsson og Gísli Hjálmtýsson. Solid Clouds Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum. Samstarfið miðar að því að nýta gervigreindartækni til að gera leikinn enn áhugaverðari fyrir notendur, er fram kemur í tilkynningu Solid Clouds. Fyrirtækið vinnur að gerð Starborne sem er „þrívíður herkænskuleikur í geimnum sem er spilaður í rauntíma af þúsundum spilara á stóru stöðukorti gegnum tölvu og snjalltæki,“ eins og honum er lýst í tilkynningunni. Gervigreind verður notuð í leiknum til að greina betur hegðun notenda leiksins svo og til að gæða tölvustýrða spilara auknum mannlegum eiginleikum. Leikurinn verður gefinn út á næsta ári.Úr leiknum Starborne.solid clouds„Ég bind miklar vonir við þetta samstarf, en innan gervigreindarseturs HR er mikil þekking á gervigreind og leikjagerð, sem mun nýtast okkur við að gera Starborne leikinn enn betri. Hugmyndin að Solid Clouds varð til í HR og það er okkur mjög mikils virði að hafa aðgang að sérfræðingum háskólans á þessu sviði.“ segir Stefán Gunnarsson framkvæmdastjóri Solid Clouds í tilkynningunni. „Við erum mjög spennt fyrir því að að geta stutt við sprotafyrirtæki eins og Solid Clouds, enda mikil þekking á tölvuleikjaþróun á gervigreindarsetri skólans. Á sama tíma og við eigum von á að geta veitt Solid Clouds margvíslega aðstoð og stuðning, væntum við verulegs ávinnings í rannsóknum við að sjá reynslu og upplifun spilara í leiknum,“ segir Gísli Hjálmtýsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum. Samstarfið miðar að því að nýta gervigreindartækni til að gera leikinn enn áhugaverðari fyrir notendur, er fram kemur í tilkynningu Solid Clouds. Fyrirtækið vinnur að gerð Starborne sem er „þrívíður herkænskuleikur í geimnum sem er spilaður í rauntíma af þúsundum spilara á stóru stöðukorti gegnum tölvu og snjalltæki,“ eins og honum er lýst í tilkynningunni. Gervigreind verður notuð í leiknum til að greina betur hegðun notenda leiksins svo og til að gæða tölvustýrða spilara auknum mannlegum eiginleikum. Leikurinn verður gefinn út á næsta ári.Úr leiknum Starborne.solid clouds„Ég bind miklar vonir við þetta samstarf, en innan gervigreindarseturs HR er mikil þekking á gervigreind og leikjagerð, sem mun nýtast okkur við að gera Starborne leikinn enn betri. Hugmyndin að Solid Clouds varð til í HR og það er okkur mjög mikils virði að hafa aðgang að sérfræðingum háskólans á þessu sviði.“ segir Stefán Gunnarsson framkvæmdastjóri Solid Clouds í tilkynningunni. „Við erum mjög spennt fyrir því að að geta stutt við sprotafyrirtæki eins og Solid Clouds, enda mikil þekking á tölvuleikjaþróun á gervigreindarsetri skólans. Á sama tíma og við eigum von á að geta veitt Solid Clouds margvíslega aðstoð og stuðning, væntum við verulegs ávinnings í rannsóknum við að sjá reynslu og upplifun spilara í leiknum,“ segir Gísli Hjálmtýsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira