Handbolti

Kría tekur flugið í Olís-deildinni

Sindri Sverrisson skrifar
Kría verður í Olís-deildinni á næstu leiktíð.
Kría verður í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

Alls eru 32 karlalið og 20 kvennalið skráð til keppni á Íslandsmótum meistaraflokka á næstu leiktíð.

Lið Kríu mun spila í Olís-deild karla í fyrsta sinn. Einhver óvissa ríkti um hvort Kríumenn myndu taka sætið sem þeir unnu sér inn með því að vinna Víking í umspili Grill 66-deildarinnar, en nú hefur liðið verið skráð í Olís-deildina.

Líkt og undanfarin ár leika 12 lið í efstu deild karl aog átta lið í efstu deild kvenna.

Fjöldi félaga sendir ungmennalið til keppni en þau leika ekki í efstu deild. Ungmennaliðin eru merkt með U hér að neðan.

Karlalið Vals og kvennalið KA/Þórs fá sæti í Evrópudeildinni (e. European League) sem Íslandsmeistarar. Karlalið Hauka, FH og Selfoss, og kvennalið Fram, Vals og ÍBV mega taka sæti í Evrópubikarnum (European Cup) vegna árangurs síns í Olís-deildunum. Ekki er víst að öll liðin þiggi sæti en skráningu í Evrópukeppnir lýkur í byrjun júlí.

Deildaskipting á Íslandi á næsta ári er eftirfarandi:

Olísdeild karla:

  • Haukar
  • FH
  • Valur
  • Selfoss
  • Stjarnan
  • KA
  • ÍBV
  • Afturelding
  • Fram
  • Grótta
  • HK
  • Kría

Olísdeild kvenna:

  • KA/Þór
  • Fram
  • Valur
  • ÍBV
  • Stjarnan
  • Haukar
  • HK
  • Afturelding

Grill 66 deild karla:

  • Þór Ak
  • ÍR
  • Víkingur
  • Fjölnir
  • Valur U
  • Haukar U
  • Selfoss U
  • Hörður
  • Vængir Júpíters
  • Afturelding U

Grill 66 deild kvenna:

  • FH
  • Fram U
  • Valur U
  • Grótta
  • ÍR
  • HK U
  • Fjölnir Fylkir
  • Víkingur
  • Selfoss
  • ÍBV U
  • KA/Þór U
  • Stjarnan U

2. deild karla:

  • Fram U
  • ÍBV U
  • Selfoss U2
  • Fjölnir U
  • Grótta U
  • HK U
  • KA – U
  • Stjarnan U
  • Víkingur U
  • Þór U



Fleiri fréttir

Sjá meira


×