Viðskipti innlent

Það kostar inn og dyrunum er lokað hálfeitt á aðildarklúbbnum b5

Snorri Másson skrifar
Það eru nýir tímar framundan á Bankastræti Club.
Það eru nýir tímar framundan á Bankastræti Club. Vísir/Vilhelm

Bankastræti Club, arftaki skemmtistaðarins b5 í Bankastræti, mun bjóða upp á tvær tegundir af aðild að klúbbnum. Viðskiptavinir með ólíka félagsaðild munu njóta ólíkra sérréttinda á staðnum, sem opnar í sumar.

Rekstraraðilar klúbbsins, sem er fyrst og fremst Birgitta Líf Björnsdóttir World Class-erfingi, hafa tilkynnt á Instagram-síðu staðarins að hurðin loki klukkan 00.30. Staðurinn sjálfur lokar þó síðar um nóttina, en hve seint er enn óljóst.

Einnig hefur komið fram að það kostar inn á klúbbinn eftir klukkan 22 á kvöldin. Ætla má að félagar í klúbbnum verði undanþegnir þessu gjaldi.

b5 lokaði í sumar eftir erjur rekstraraðila við leigusalann, sem er fasteignafélagið Eik. Ráðist hafði verið í miklar umbætur á innréttingu staðarins í von um að hægt yrði að opna strax um haustið. Birgitta Líf tekur því við klúbbnum nýuppgerðum.

Skemmtistaðir á Íslandi eru enn aðeins opnir til eitt á næturnar, en heilbrigðisráðherra hefur boðað að áður en júní rennur sitt skeið á enda verði öllum samkomutakmörkunum innanlands aflétt.


Tengdar fréttir

Leita að nýjum leigjendum í stað b5

Bankastræti 5 hefur verið auglýst til leigu eins og fram kemur á fasteignavef Vísi. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn b5 verið þar til húsa.

Öllum starfsmönnum b5 sagt upp

Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.