„Kannski ekki maðurinn sem við bjuggumst við að myndi skjóta á sig nýtt rassgat hérna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júní 2021 23:21 Adomas Drungilas og AJ Brodeur í baráttunni í Garðabæ í fyrr í vetur. vísir/Bára Finnur Jónsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, sagði að það hafi reynst liðinu erfitt að lenda undir í fyrri hálfleik gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld og þurfa að klóra sig til baka. Keflavík er 2-0 undir í úrslitaeinvíginu og með bakið upp við vegg. „Við lentum í holu í byrjun og það tók gríðarlega mikla orku að koma sér upp úr henni. Þetta var mun betra en í síðasta leik hjá okkur og það er nóg eftir,“ sagði Finnur eftir leik. Mestur varð munurinn á liðunum sautján stig, 43-26. „Það er stór hola á móti þetta góðu liði, engin spurning. Við þurfum að laga það fyrir næsta leik, að lenda ekki í svona holu. Við þurfum að mæta þeim af sömu hörku og þeir sýna.“ Finni fannst Keflvíkingar ekki vera klárir í byrjun leiks. „Við vorum bara ekki tilbúnir í hörkuna hérna í byrjun. Þeir hittu eins og svín í byrjun og voru með frábæra skotnýtingu. Það var kannski vegna þess að þeir fengu eitthvað af opnum skotum og við þurfum að gera betur þar. Við þurfum að fara yfir það, strax í kvöld, og bæta okkar leik,“ sagði Finnur. Adomas Drungilas skoraði 29 stig og sýndi aðeins á sér nýja hlið með því að setja niður sex þriggja stiga skot. En kom það Keflvíkingum á óvart? „Óvart og ekki óvart. Þetta er hörkuskotmaður en kannski ekki maðurinn sem við bjuggumst við að myndi skjóta á sig nýtt rassgat hérna. Hann átti frábæran leik,“ sagði Finnur. Liðin mætast í þriðja sinn á þriðjudaginn og þar verður Keflavík að vinna til að halda sér á lífi í einvíginu. „Það er rosaleg áskorun fyrir okkur, að sýna úr hverju við erum gerðir. Það sem er búið, að vera efstir í deildinni og allt það, skiptir engu máli í dag, heldur hverjir ætla að mæta og vera klárir að vinna leikinn,“ sagði Finnur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 88-83 | Þórsarar stóðust áhlaupið og eru einum sigri frá titlinum Þór Þ. vann fimm stiga sigur á Keflavík, 88-83, í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í kvöld. Þórsarar geta tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigri í þriðja leik liðanna í Keflavík á þriðjudaginn. 19. júní 2021 22:50 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Sjá meira
„Við lentum í holu í byrjun og það tók gríðarlega mikla orku að koma sér upp úr henni. Þetta var mun betra en í síðasta leik hjá okkur og það er nóg eftir,“ sagði Finnur eftir leik. Mestur varð munurinn á liðunum sautján stig, 43-26. „Það er stór hola á móti þetta góðu liði, engin spurning. Við þurfum að laga það fyrir næsta leik, að lenda ekki í svona holu. Við þurfum að mæta þeim af sömu hörku og þeir sýna.“ Finni fannst Keflvíkingar ekki vera klárir í byrjun leiks. „Við vorum bara ekki tilbúnir í hörkuna hérna í byrjun. Þeir hittu eins og svín í byrjun og voru með frábæra skotnýtingu. Það var kannski vegna þess að þeir fengu eitthvað af opnum skotum og við þurfum að gera betur þar. Við þurfum að fara yfir það, strax í kvöld, og bæta okkar leik,“ sagði Finnur. Adomas Drungilas skoraði 29 stig og sýndi aðeins á sér nýja hlið með því að setja niður sex þriggja stiga skot. En kom það Keflvíkingum á óvart? „Óvart og ekki óvart. Þetta er hörkuskotmaður en kannski ekki maðurinn sem við bjuggumst við að myndi skjóta á sig nýtt rassgat hérna. Hann átti frábæran leik,“ sagði Finnur. Liðin mætast í þriðja sinn á þriðjudaginn og þar verður Keflavík að vinna til að halda sér á lífi í einvíginu. „Það er rosaleg áskorun fyrir okkur, að sýna úr hverju við erum gerðir. Það sem er búið, að vera efstir í deildinni og allt það, skiptir engu máli í dag, heldur hverjir ætla að mæta og vera klárir að vinna leikinn,“ sagði Finnur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 88-83 | Þórsarar stóðust áhlaupið og eru einum sigri frá titlinum Þór Þ. vann fimm stiga sigur á Keflavík, 88-83, í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í kvöld. Þórsarar geta tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigri í þriðja leik liðanna í Keflavík á þriðjudaginn. 19. júní 2021 22:50 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 88-83 | Þórsarar stóðust áhlaupið og eru einum sigri frá titlinum Þór Þ. vann fimm stiga sigur á Keflavík, 88-83, í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í kvöld. Þórsarar geta tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigri í þriðja leik liðanna í Keflavík á þriðjudaginn. 19. júní 2021 22:50