28 ára sjálfstætt starfandi kona búsett í Kópavogi – Áhugamál: Dýr, mannréttindi, pólski herinn o.fl. Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 18. júní 2021 15:00 Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki. Þú veist sitthvað um persónusnið, þ.e. að þér birtast auglýsingar miðað við það sem þú hefur sýnt áhuga á, en þér af vitandi hefur þú ekki sýnt þessum tiltekna stjórnmálaflokki neinn áhuga. Þú hefur hvorki slegið nafni hans upp í leitarvél Google né fylgt honum á samfélagsmiðlum. Þú veltir því fyrir þér af hverju þessi tiltekna auglýsing birtist þér? Persónuupplýsingar notaðar í pólitískri herferð Það eru ekki aðeins fyrirtæki sem nota Facebook til að auglýsa sig heldur er miðilinn notaður um allan heim af stjórnmálaöflum. Frægt er nú orðið hvernig Donald Trump notaði miðilinn í sinni kosningabaráttu árið 2016 og margir sem telja að það hafi leitt til sigurs hans. Ef aðilar auglýsa í gegnum sjónvarp eða dagblöð er sama efni dreift til sundurleitra hópa. Með Facebook er hægt að notast við persónusnið (e. profiling) og örnálgun (e. microtargeting) en án þess að fara að skilgreina þessi hugtök sérstaklega er með þessari tækni hægt að afmarka markhópa og beina markaðssetningu að þeim með mjög nákvæmum hætti. Ástæðan fyrir því að hægt er að notast við þessa tækni er að við notkun okkar á Facebook látum við sjálf af hendi upplýsingar um okkur, Facebook greinir svo hegðun okkar á miðlinum og einnig eru mörg smáforrit og heimasíður sem við notumst við sem senda miðlinum upplýsingar um okkur. Samfélagsmiðilinn fylgist jafnframt með okkur þrátt fyrir að við séum ekki að notast við hann (e. Off-Facebook activity). Það er því til mjög ítarleg greining á okkur, áhugamálum okkar, hvað okkur líkar ekki við o.s.frv. Það er því vissulega mikið verðmæti fólgið í að ná til réttu aðilanna til að reyna að fá inn atkvæði. Íslenskir stjórnmálaflokkar brotlegir við lög? Íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekki undanskildir notkun á Facebook þegar kemur að því að auglýsa. Flokkarnir notuðu Facebook og aðra samfélagsmiðla fyrir síðustu Alþingiskosningar og munu án efa endurtaka leikinn fyrir komandi kosningar. Þeir treysta því jafnmikið og fyrirtækin á að til séu upplýsingar um okkur sem þeir geta nýtt sér í sinni kosningabaráttu. Fyrir síðustu Alþingiskosningar notuðu allir flokkarnir Facebook en nýttu sér persónusniðin í mismiklu mæli. Tveir flokkar notuðust „aðeins“ við breyturnar aldur og staðsetning á meðan aðrir flokkar nýttu ítarlegri markhópagreiningu. Til að mynda valdi einn flokkurinn breyturnar 20 – 34 ára, staðsetningu, áhugamál (s.s. dýr, almenningssamgöngur, kaffihús o.fl.). Annar flokkur valdi að auki aðila sem höfðu líkað við Facebook síðu hans og einnig vini þess aðila. Stjórnmálaflokkarnir gættu sín þó ekki á að fara að persónuverndarlögum þar sem kjósendur fengu aðeins takmarkaða fræðslu um hvernig staðið var að vinnslunni en einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um af hverju tiltekin auglýsing birtist þeim, hvaða breytur er notast við o.s.frv. Það hlýtur að teljast alvarlegt að þeir sem sjá um að setja lögin brjóti svo sjálfir gegn þeim og athyglisvert að ekki sé fjallað meira um það. Af hverju skiptir þetta máli? Í fyrsta lagi þá eigum við að geta sett kröfur á þá aðila sem setja lög í landinu gæti sín á því að fara að þeim. Í öðru lagi þá vekur athygli að fyrir skemmstu birtist frétt þess efnis að stjórnmálamenn forðast að nota Facebook til að eiga í samskiptum sín á milli. Haft var eftir sjálfum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að hún væri hrædd um öryggismál á Facebook. Þrátt fyrir þetta þá nota íslenskir stjórnmálaflokkar og einstaka stjórnmálamenn miðilinn til að auglýsa sig og sína starfsemi, vitandi það að honum er ekki treystandi fyrir okkar upplýsingum. Mætti ekki túlka þetta á þennan veg: Íslenskir stjórnmálamenn treysta ekki Facebook vegna þess að mikið er um gagnaleka og fleira. Þeir ætla samt að nota miðilinn í sína þágu til að kaupa aðgang að mögulegum kjósendum til að ná inn atkvæðum. Skýtur þetta ekki skökku við? Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Heimildir: https://www.bbc.com/news/technology-51034641 https://www.visir.is/g/20212117452d https://www.visir.is/g/20212119445d/thingmenn-a-kafi-i-appi-sem-eiginlega-enginn-veit-hvad-er https://www.personuvernd.is/urlausnir/alit-a-notkun-stjornmalasamtaka-a-samfelagsmidlum-fyrir-kosningar-til-althingis-leidbeiningar-og-tillogur-3 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Facebook Auglýsinga- og markaðsmál Skoðun: Kosningar 2021 Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki. Þú veist sitthvað um persónusnið, þ.e. að þér birtast auglýsingar miðað við það sem þú hefur sýnt áhuga á, en þér af vitandi hefur þú ekki sýnt þessum tiltekna stjórnmálaflokki neinn áhuga. Þú hefur hvorki slegið nafni hans upp í leitarvél Google né fylgt honum á samfélagsmiðlum. Þú veltir því fyrir þér af hverju þessi tiltekna auglýsing birtist þér? Persónuupplýsingar notaðar í pólitískri herferð Það eru ekki aðeins fyrirtæki sem nota Facebook til að auglýsa sig heldur er miðilinn notaður um allan heim af stjórnmálaöflum. Frægt er nú orðið hvernig Donald Trump notaði miðilinn í sinni kosningabaráttu árið 2016 og margir sem telja að það hafi leitt til sigurs hans. Ef aðilar auglýsa í gegnum sjónvarp eða dagblöð er sama efni dreift til sundurleitra hópa. Með Facebook er hægt að notast við persónusnið (e. profiling) og örnálgun (e. microtargeting) en án þess að fara að skilgreina þessi hugtök sérstaklega er með þessari tækni hægt að afmarka markhópa og beina markaðssetningu að þeim með mjög nákvæmum hætti. Ástæðan fyrir því að hægt er að notast við þessa tækni er að við notkun okkar á Facebook látum við sjálf af hendi upplýsingar um okkur, Facebook greinir svo hegðun okkar á miðlinum og einnig eru mörg smáforrit og heimasíður sem við notumst við sem senda miðlinum upplýsingar um okkur. Samfélagsmiðilinn fylgist jafnframt með okkur þrátt fyrir að við séum ekki að notast við hann (e. Off-Facebook activity). Það er því til mjög ítarleg greining á okkur, áhugamálum okkar, hvað okkur líkar ekki við o.s.frv. Það er því vissulega mikið verðmæti fólgið í að ná til réttu aðilanna til að reyna að fá inn atkvæði. Íslenskir stjórnmálaflokkar brotlegir við lög? Íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekki undanskildir notkun á Facebook þegar kemur að því að auglýsa. Flokkarnir notuðu Facebook og aðra samfélagsmiðla fyrir síðustu Alþingiskosningar og munu án efa endurtaka leikinn fyrir komandi kosningar. Þeir treysta því jafnmikið og fyrirtækin á að til séu upplýsingar um okkur sem þeir geta nýtt sér í sinni kosningabaráttu. Fyrir síðustu Alþingiskosningar notuðu allir flokkarnir Facebook en nýttu sér persónusniðin í mismiklu mæli. Tveir flokkar notuðust „aðeins“ við breyturnar aldur og staðsetning á meðan aðrir flokkar nýttu ítarlegri markhópagreiningu. Til að mynda valdi einn flokkurinn breyturnar 20 – 34 ára, staðsetningu, áhugamál (s.s. dýr, almenningssamgöngur, kaffihús o.fl.). Annar flokkur valdi að auki aðila sem höfðu líkað við Facebook síðu hans og einnig vini þess aðila. Stjórnmálaflokkarnir gættu sín þó ekki á að fara að persónuverndarlögum þar sem kjósendur fengu aðeins takmarkaða fræðslu um hvernig staðið var að vinnslunni en einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um af hverju tiltekin auglýsing birtist þeim, hvaða breytur er notast við o.s.frv. Það hlýtur að teljast alvarlegt að þeir sem sjá um að setja lögin brjóti svo sjálfir gegn þeim og athyglisvert að ekki sé fjallað meira um það. Af hverju skiptir þetta máli? Í fyrsta lagi þá eigum við að geta sett kröfur á þá aðila sem setja lög í landinu gæti sín á því að fara að þeim. Í öðru lagi þá vekur athygli að fyrir skemmstu birtist frétt þess efnis að stjórnmálamenn forðast að nota Facebook til að eiga í samskiptum sín á milli. Haft var eftir sjálfum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að hún væri hrædd um öryggismál á Facebook. Þrátt fyrir þetta þá nota íslenskir stjórnmálaflokkar og einstaka stjórnmálamenn miðilinn til að auglýsa sig og sína starfsemi, vitandi það að honum er ekki treystandi fyrir okkar upplýsingum. Mætti ekki túlka þetta á þennan veg: Íslenskir stjórnmálamenn treysta ekki Facebook vegna þess að mikið er um gagnaleka og fleira. Þeir ætla samt að nota miðilinn í sína þágu til að kaupa aðgang að mögulegum kjósendum til að ná inn atkvæðum. Skýtur þetta ekki skökku við? Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Heimildir: https://www.bbc.com/news/technology-51034641 https://www.visir.is/g/20212117452d https://www.visir.is/g/20212119445d/thingmenn-a-kafi-i-appi-sem-eiginlega-enginn-veit-hvad-er https://www.personuvernd.is/urlausnir/alit-a-notkun-stjornmalasamtaka-a-samfelagsmidlum-fyrir-kosningar-til-althingis-leidbeiningar-og-tillogur-3
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun