Körfubolti

Kawhi Leonard meiddur á hné og gæti misst af restinni af einvíginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kawhi Leonard er einn besti leikmaður NBA-deildarinnar og Los Angeles Clippers getur varla verið án hans á móti efsta liði deildarkeppninnar Utah Jazz.
Kawhi Leonard er einn besti leikmaður NBA-deildarinnar og Los Angeles Clippers getur varla verið án hans á móti efsta liði deildarkeppninnar Utah Jazz. AP/Darren Abate

Hnémeiðsli Kawhi Leonard eru það alvarleg að hann verður ekki með Los Angeles Clippers liðinu í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í kvöld og hann gæti misst af restinni af einvíginu á móti Utah Jazz.

Leonard var frábær í leik fjögur þar sem Los Angeles Clippers jafnaði metin í 2-2 en gat ekki klárað leikinn eftir að hann meiddist undir lok leiksins. Leonard gerði lítið úr meiðslunum eftir leik en þau eru alvarlegri en hann lét í ljós.

Leonard hefur látið liðsfélaga sína vita af því að hann verði ekki með í fimmta leiknum í kvöld.

Leonard hefur verið að glíma við meiðsli í vinstri hnénu sínu en þarna er það hægra hnéð sem er að angra hann. Hann meiddist á hægra hnénu árið 2017.

Kawhi var kominn í úrslitakeppnishaminn sem hefur skilað honum NBA titlum með bæði San Antonio Spurs og Toronto Raptors.

Í þessu einvígi á móti Utah Jazz er hann með 27,3 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum.

Clippers liðið er þegar búið að missa miðherjann Serge Ibaka í bakmeiðsli en hann þurfti að fara í aðgerð.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.