Vilt þú vera hollvinur? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. júní 2021 07:00 Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa fengið bót sinna meina eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við værum svo sannarlega til í að fjölga þeim. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel en þau eru keypt í samráði við forstjóra, lækna og aðra sem til þekkja. Á síðustu árum höfum við gefið hjartaómtæki og öndunarmæli, sem eru til þess gerð að auka enn frekar þjónustu við skjólstæðinga Reykjalundar. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir. Ég þekki það vel verandi hluti af löggjafavaldinu að fjármunir hins opinbera eru takmarkaðir og þó ríkið eigi að sjálfsögðu að standa veglega undir þjónustu Reykjalundar þá skipta svona samtök máli. Jákvæðnin í garð Reykjalundar er mikil úti í samfélaginu enda er það orðið flestum ljóst hversu mikilvægt starfið á Reykjalundi er. Reykjalundur hefur svo enn og aftur sannað gildi sitt á Covid tímum og það er magnað að sjá hversu hratt og vel stofnuninni hefur tekist að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og að veita meðferð við nýjum sjúkdómi. Magnað starfsfólk hefur með vísindaþekkingu sinni, rannsóknum, kunnáttu og elju sinni hjálpað íslensku samfélagi að rísa upp úr Kófinu. Ég er stolt af því að hafa fengið það hlutverk að vera formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Reykjalundur er mér kær, þar sem þetta var fyrsti viðkomustaður minn þegar ég flutti í fallega Mosfellsbæ. Ég bjó við Neðribraut þar sem móðir mín fékk vinnu á Reykjalundi sem hjúkrunarfræðingur. Húsakynni Reykjalundar voru sem völundarhús og yndislega náttúran í kringum staðinn óþrjótandi ævintýraland til ýmissa leikja. Síðar á ævinni varð ég svo vitni af því magnaða starfi sem á Reykjalundi er unnið á degi hverjum og margir líkamar og sálir hafa svo sannarlega fengið tækifæri til lengra og betra lífs þökk sér Reykjalundi. Átt þú Reykjalundi eitthvað að þakka, hvernig væri að gerast hollvinur. Skráning á https://www.reykjalundur.is/um-reykjalund/hollvinasamtok/ Framtíð okkar og framtíð Reykjalundar er björt. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa fengið bót sinna meina eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við værum svo sannarlega til í að fjölga þeim. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel en þau eru keypt í samráði við forstjóra, lækna og aðra sem til þekkja. Á síðustu árum höfum við gefið hjartaómtæki og öndunarmæli, sem eru til þess gerð að auka enn frekar þjónustu við skjólstæðinga Reykjalundar. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir. Ég þekki það vel verandi hluti af löggjafavaldinu að fjármunir hins opinbera eru takmarkaðir og þó ríkið eigi að sjálfsögðu að standa veglega undir þjónustu Reykjalundar þá skipta svona samtök máli. Jákvæðnin í garð Reykjalundar er mikil úti í samfélaginu enda er það orðið flestum ljóst hversu mikilvægt starfið á Reykjalundi er. Reykjalundur hefur svo enn og aftur sannað gildi sitt á Covid tímum og það er magnað að sjá hversu hratt og vel stofnuninni hefur tekist að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og að veita meðferð við nýjum sjúkdómi. Magnað starfsfólk hefur með vísindaþekkingu sinni, rannsóknum, kunnáttu og elju sinni hjálpað íslensku samfélagi að rísa upp úr Kófinu. Ég er stolt af því að hafa fengið það hlutverk að vera formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Reykjalundur er mér kær, þar sem þetta var fyrsti viðkomustaður minn þegar ég flutti í fallega Mosfellsbæ. Ég bjó við Neðribraut þar sem móðir mín fékk vinnu á Reykjalundi sem hjúkrunarfræðingur. Húsakynni Reykjalundar voru sem völundarhús og yndislega náttúran í kringum staðinn óþrjótandi ævintýraland til ýmissa leikja. Síðar á ævinni varð ég svo vitni af því magnaða starfi sem á Reykjalundi er unnið á degi hverjum og margir líkamar og sálir hafa svo sannarlega fengið tækifæri til lengra og betra lífs þökk sér Reykjalundi. Átt þú Reykjalundi eitthvað að þakka, hvernig væri að gerast hollvinur. Skráning á https://www.reykjalundur.is/um-reykjalund/hollvinasamtok/ Framtíð okkar og framtíð Reykjalundar er björt. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun