Vilt þú vera hollvinur? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. júní 2021 07:00 Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa fengið bót sinna meina eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við værum svo sannarlega til í að fjölga þeim. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel en þau eru keypt í samráði við forstjóra, lækna og aðra sem til þekkja. Á síðustu árum höfum við gefið hjartaómtæki og öndunarmæli, sem eru til þess gerð að auka enn frekar þjónustu við skjólstæðinga Reykjalundar. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir. Ég þekki það vel verandi hluti af löggjafavaldinu að fjármunir hins opinbera eru takmarkaðir og þó ríkið eigi að sjálfsögðu að standa veglega undir þjónustu Reykjalundar þá skipta svona samtök máli. Jákvæðnin í garð Reykjalundar er mikil úti í samfélaginu enda er það orðið flestum ljóst hversu mikilvægt starfið á Reykjalundi er. Reykjalundur hefur svo enn og aftur sannað gildi sitt á Covid tímum og það er magnað að sjá hversu hratt og vel stofnuninni hefur tekist að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og að veita meðferð við nýjum sjúkdómi. Magnað starfsfólk hefur með vísindaþekkingu sinni, rannsóknum, kunnáttu og elju sinni hjálpað íslensku samfélagi að rísa upp úr Kófinu. Ég er stolt af því að hafa fengið það hlutverk að vera formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Reykjalundur er mér kær, þar sem þetta var fyrsti viðkomustaður minn þegar ég flutti í fallega Mosfellsbæ. Ég bjó við Neðribraut þar sem móðir mín fékk vinnu á Reykjalundi sem hjúkrunarfræðingur. Húsakynni Reykjalundar voru sem völundarhús og yndislega náttúran í kringum staðinn óþrjótandi ævintýraland til ýmissa leikja. Síðar á ævinni varð ég svo vitni af því magnaða starfi sem á Reykjalundi er unnið á degi hverjum og margir líkamar og sálir hafa svo sannarlega fengið tækifæri til lengra og betra lífs þökk sér Reykjalundi. Átt þú Reykjalundi eitthvað að þakka, hvernig væri að gerast hollvinur. Skráning á https://www.reykjalundur.is/um-reykjalund/hollvinasamtok/ Framtíð okkar og framtíð Reykjalundar er björt. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa fengið bót sinna meina eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við værum svo sannarlega til í að fjölga þeim. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel en þau eru keypt í samráði við forstjóra, lækna og aðra sem til þekkja. Á síðustu árum höfum við gefið hjartaómtæki og öndunarmæli, sem eru til þess gerð að auka enn frekar þjónustu við skjólstæðinga Reykjalundar. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir. Ég þekki það vel verandi hluti af löggjafavaldinu að fjármunir hins opinbera eru takmarkaðir og þó ríkið eigi að sjálfsögðu að standa veglega undir þjónustu Reykjalundar þá skipta svona samtök máli. Jákvæðnin í garð Reykjalundar er mikil úti í samfélaginu enda er það orðið flestum ljóst hversu mikilvægt starfið á Reykjalundi er. Reykjalundur hefur svo enn og aftur sannað gildi sitt á Covid tímum og það er magnað að sjá hversu hratt og vel stofnuninni hefur tekist að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og að veita meðferð við nýjum sjúkdómi. Magnað starfsfólk hefur með vísindaþekkingu sinni, rannsóknum, kunnáttu og elju sinni hjálpað íslensku samfélagi að rísa upp úr Kófinu. Ég er stolt af því að hafa fengið það hlutverk að vera formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Reykjalundur er mér kær, þar sem þetta var fyrsti viðkomustaður minn þegar ég flutti í fallega Mosfellsbæ. Ég bjó við Neðribraut þar sem móðir mín fékk vinnu á Reykjalundi sem hjúkrunarfræðingur. Húsakynni Reykjalundar voru sem völundarhús og yndislega náttúran í kringum staðinn óþrjótandi ævintýraland til ýmissa leikja. Síðar á ævinni varð ég svo vitni af því magnaða starfi sem á Reykjalundi er unnið á degi hverjum og margir líkamar og sálir hafa svo sannarlega fengið tækifæri til lengra og betra lífs þökk sér Reykjalundi. Átt þú Reykjalundi eitthvað að þakka, hvernig væri að gerast hollvinur. Skráning á https://www.reykjalundur.is/um-reykjalund/hollvinasamtok/ Framtíð okkar og framtíð Reykjalundar er björt. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar