Vilt þú vera hollvinur? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. júní 2021 07:00 Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa fengið bót sinna meina eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við værum svo sannarlega til í að fjölga þeim. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel en þau eru keypt í samráði við forstjóra, lækna og aðra sem til þekkja. Á síðustu árum höfum við gefið hjartaómtæki og öndunarmæli, sem eru til þess gerð að auka enn frekar þjónustu við skjólstæðinga Reykjalundar. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir. Ég þekki það vel verandi hluti af löggjafavaldinu að fjármunir hins opinbera eru takmarkaðir og þó ríkið eigi að sjálfsögðu að standa veglega undir þjónustu Reykjalundar þá skipta svona samtök máli. Jákvæðnin í garð Reykjalundar er mikil úti í samfélaginu enda er það orðið flestum ljóst hversu mikilvægt starfið á Reykjalundi er. Reykjalundur hefur svo enn og aftur sannað gildi sitt á Covid tímum og það er magnað að sjá hversu hratt og vel stofnuninni hefur tekist að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og að veita meðferð við nýjum sjúkdómi. Magnað starfsfólk hefur með vísindaþekkingu sinni, rannsóknum, kunnáttu og elju sinni hjálpað íslensku samfélagi að rísa upp úr Kófinu. Ég er stolt af því að hafa fengið það hlutverk að vera formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Reykjalundur er mér kær, þar sem þetta var fyrsti viðkomustaður minn þegar ég flutti í fallega Mosfellsbæ. Ég bjó við Neðribraut þar sem móðir mín fékk vinnu á Reykjalundi sem hjúkrunarfræðingur. Húsakynni Reykjalundar voru sem völundarhús og yndislega náttúran í kringum staðinn óþrjótandi ævintýraland til ýmissa leikja. Síðar á ævinni varð ég svo vitni af því magnaða starfi sem á Reykjalundi er unnið á degi hverjum og margir líkamar og sálir hafa svo sannarlega fengið tækifæri til lengra og betra lífs þökk sér Reykjalundi. Átt þú Reykjalundi eitthvað að þakka, hvernig væri að gerast hollvinur. Skráning á https://www.reykjalundur.is/um-reykjalund/hollvinasamtok/ Framtíð okkar og framtíð Reykjalundar er björt. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa fengið bót sinna meina eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við værum svo sannarlega til í að fjölga þeim. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel en þau eru keypt í samráði við forstjóra, lækna og aðra sem til þekkja. Á síðustu árum höfum við gefið hjartaómtæki og öndunarmæli, sem eru til þess gerð að auka enn frekar þjónustu við skjólstæðinga Reykjalundar. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir. Ég þekki það vel verandi hluti af löggjafavaldinu að fjármunir hins opinbera eru takmarkaðir og þó ríkið eigi að sjálfsögðu að standa veglega undir þjónustu Reykjalundar þá skipta svona samtök máli. Jákvæðnin í garð Reykjalundar er mikil úti í samfélaginu enda er það orðið flestum ljóst hversu mikilvægt starfið á Reykjalundi er. Reykjalundur hefur svo enn og aftur sannað gildi sitt á Covid tímum og það er magnað að sjá hversu hratt og vel stofnuninni hefur tekist að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og að veita meðferð við nýjum sjúkdómi. Magnað starfsfólk hefur með vísindaþekkingu sinni, rannsóknum, kunnáttu og elju sinni hjálpað íslensku samfélagi að rísa upp úr Kófinu. Ég er stolt af því að hafa fengið það hlutverk að vera formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Reykjalundur er mér kær, þar sem þetta var fyrsti viðkomustaður minn þegar ég flutti í fallega Mosfellsbæ. Ég bjó við Neðribraut þar sem móðir mín fékk vinnu á Reykjalundi sem hjúkrunarfræðingur. Húsakynni Reykjalundar voru sem völundarhús og yndislega náttúran í kringum staðinn óþrjótandi ævintýraland til ýmissa leikja. Síðar á ævinni varð ég svo vitni af því magnaða starfi sem á Reykjalundi er unnið á degi hverjum og margir líkamar og sálir hafa svo sannarlega fengið tækifæri til lengra og betra lífs þökk sér Reykjalundi. Átt þú Reykjalundi eitthvað að þakka, hvernig væri að gerast hollvinur. Skráning á https://www.reykjalundur.is/um-reykjalund/hollvinasamtok/ Framtíð okkar og framtíð Reykjalundar er björt. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar