Vilt þú vera hollvinur? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. júní 2021 07:00 Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa fengið bót sinna meina eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við værum svo sannarlega til í að fjölga þeim. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel en þau eru keypt í samráði við forstjóra, lækna og aðra sem til þekkja. Á síðustu árum höfum við gefið hjartaómtæki og öndunarmæli, sem eru til þess gerð að auka enn frekar þjónustu við skjólstæðinga Reykjalundar. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir. Ég þekki það vel verandi hluti af löggjafavaldinu að fjármunir hins opinbera eru takmarkaðir og þó ríkið eigi að sjálfsögðu að standa veglega undir þjónustu Reykjalundar þá skipta svona samtök máli. Jákvæðnin í garð Reykjalundar er mikil úti í samfélaginu enda er það orðið flestum ljóst hversu mikilvægt starfið á Reykjalundi er. Reykjalundur hefur svo enn og aftur sannað gildi sitt á Covid tímum og það er magnað að sjá hversu hratt og vel stofnuninni hefur tekist að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og að veita meðferð við nýjum sjúkdómi. Magnað starfsfólk hefur með vísindaþekkingu sinni, rannsóknum, kunnáttu og elju sinni hjálpað íslensku samfélagi að rísa upp úr Kófinu. Ég er stolt af því að hafa fengið það hlutverk að vera formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Reykjalundur er mér kær, þar sem þetta var fyrsti viðkomustaður minn þegar ég flutti í fallega Mosfellsbæ. Ég bjó við Neðribraut þar sem móðir mín fékk vinnu á Reykjalundi sem hjúkrunarfræðingur. Húsakynni Reykjalundar voru sem völundarhús og yndislega náttúran í kringum staðinn óþrjótandi ævintýraland til ýmissa leikja. Síðar á ævinni varð ég svo vitni af því magnaða starfi sem á Reykjalundi er unnið á degi hverjum og margir líkamar og sálir hafa svo sannarlega fengið tækifæri til lengra og betra lífs þökk sér Reykjalundi. Átt þú Reykjalundi eitthvað að þakka, hvernig væri að gerast hollvinur. Skráning á https://www.reykjalundur.is/um-reykjalund/hollvinasamtok/ Framtíð okkar og framtíð Reykjalundar er björt. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa fengið bót sinna meina eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við værum svo sannarlega til í að fjölga þeim. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel en þau eru keypt í samráði við forstjóra, lækna og aðra sem til þekkja. Á síðustu árum höfum við gefið hjartaómtæki og öndunarmæli, sem eru til þess gerð að auka enn frekar þjónustu við skjólstæðinga Reykjalundar. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir. Ég þekki það vel verandi hluti af löggjafavaldinu að fjármunir hins opinbera eru takmarkaðir og þó ríkið eigi að sjálfsögðu að standa veglega undir þjónustu Reykjalundar þá skipta svona samtök máli. Jákvæðnin í garð Reykjalundar er mikil úti í samfélaginu enda er það orðið flestum ljóst hversu mikilvægt starfið á Reykjalundi er. Reykjalundur hefur svo enn og aftur sannað gildi sitt á Covid tímum og það er magnað að sjá hversu hratt og vel stofnuninni hefur tekist að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og að veita meðferð við nýjum sjúkdómi. Magnað starfsfólk hefur með vísindaþekkingu sinni, rannsóknum, kunnáttu og elju sinni hjálpað íslensku samfélagi að rísa upp úr Kófinu. Ég er stolt af því að hafa fengið það hlutverk að vera formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Reykjalundur er mér kær, þar sem þetta var fyrsti viðkomustaður minn þegar ég flutti í fallega Mosfellsbæ. Ég bjó við Neðribraut þar sem móðir mín fékk vinnu á Reykjalundi sem hjúkrunarfræðingur. Húsakynni Reykjalundar voru sem völundarhús og yndislega náttúran í kringum staðinn óþrjótandi ævintýraland til ýmissa leikja. Síðar á ævinni varð ég svo vitni af því magnaða starfi sem á Reykjalundi er unnið á degi hverjum og margir líkamar og sálir hafa svo sannarlega fengið tækifæri til lengra og betra lífs þökk sér Reykjalundi. Átt þú Reykjalundi eitthvað að þakka, hvernig væri að gerast hollvinur. Skráning á https://www.reykjalundur.is/um-reykjalund/hollvinasamtok/ Framtíð okkar og framtíð Reykjalundar er björt. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar