Ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi Ingibjörg Isaksen skrifar 15. júní 2021 16:01 Skóflustungan sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók fyrir nýrri flugstöð á Akureyri í dag markar tímamót í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Framsókn hefur lengi talað fyrir því að fjölga fluggáttum inn í landið og styðja þannig enn frekar við ferðaþjónustu um allt land. Ný flugstöð og nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli er mikilvægt skref í þá átt. Undir forystu formanns Framsóknar, Sigurðar Inga, hafa verið stigin stór skref í flugmálum á kjörtímabilinu sem brátt líður að lokum. Hann lagði fram fyrstu flugstefnu Íslands sem samþykkt var á þingi. Þá er Loftbrúin komin á gott flug en í september verður ár liðið frá því Sigurður Ingi hleypti af stað því merkilega verkefni sem veitir þeim íbúum sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu 40% afslátt af flugfargjöldum til borgarinnar. Sú aðgerð er mikilvæg fyrir íbúa landsbyggðarinnar en kemur líka til með að styðja vel við almenningssamgöngur í lofti og styrkja ferðaþjónustuna í kringum landið. Eitt af markmiðunum sem hafa verið ofarlega á baugi í ferðaþjónustu hefur verið að dreifa ferðamönnum um landið. Bæði er það til þess að jafna álag á innviði á landinu en þó ekki síður til þess að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu hringinn í kringum landið. Við sem búum á Norðurausturlandi búum að því að eiga á svæðinu náttúruperlur sem eru þekktar um allan heim. Sá kraftur sem settur hefur verið í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli í ráðherratíð Sigurðar Inga, með uppsetningu ILS-búnaðar og annarra tækninýjunga sem bylta aðstæðum flugvéla til lendinga og nú síðast nýrri flugstöð og flughlaði, býr til sterkan grundvöll fyrir aukna tíðni millilandaflugs til Akureyrar. Það styrkir ekki aðeins Akureyri sjálfa heldur allt Norður- og Austurland. Það má því með sanni segja að það sé hafin ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi, framsókn sem kemur til með að skapa atvinnu og skapa tækifæri til að efla byggð á svæðinu. Öflugir flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum eru hluti af öflugri sókn, framsókn fyrir landið allt. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri og oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningum 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Akureyri Fréttir af flugi Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Akureyrarflugvöllur Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Skóflustungan sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók fyrir nýrri flugstöð á Akureyri í dag markar tímamót í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Framsókn hefur lengi talað fyrir því að fjölga fluggáttum inn í landið og styðja þannig enn frekar við ferðaþjónustu um allt land. Ný flugstöð og nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli er mikilvægt skref í þá átt. Undir forystu formanns Framsóknar, Sigurðar Inga, hafa verið stigin stór skref í flugmálum á kjörtímabilinu sem brátt líður að lokum. Hann lagði fram fyrstu flugstefnu Íslands sem samþykkt var á þingi. Þá er Loftbrúin komin á gott flug en í september verður ár liðið frá því Sigurður Ingi hleypti af stað því merkilega verkefni sem veitir þeim íbúum sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu 40% afslátt af flugfargjöldum til borgarinnar. Sú aðgerð er mikilvæg fyrir íbúa landsbyggðarinnar en kemur líka til með að styðja vel við almenningssamgöngur í lofti og styrkja ferðaþjónustuna í kringum landið. Eitt af markmiðunum sem hafa verið ofarlega á baugi í ferðaþjónustu hefur verið að dreifa ferðamönnum um landið. Bæði er það til þess að jafna álag á innviði á landinu en þó ekki síður til þess að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu hringinn í kringum landið. Við sem búum á Norðurausturlandi búum að því að eiga á svæðinu náttúruperlur sem eru þekktar um allan heim. Sá kraftur sem settur hefur verið í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli í ráðherratíð Sigurðar Inga, með uppsetningu ILS-búnaðar og annarra tækninýjunga sem bylta aðstæðum flugvéla til lendinga og nú síðast nýrri flugstöð og flughlaði, býr til sterkan grundvöll fyrir aukna tíðni millilandaflugs til Akureyrar. Það styrkir ekki aðeins Akureyri sjálfa heldur allt Norður- og Austurland. Það má því með sanni segja að það sé hafin ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi, framsókn sem kemur til með að skapa atvinnu og skapa tækifæri til að efla byggð á svæðinu. Öflugir flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum eru hluti af öflugri sókn, framsókn fyrir landið allt. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri og oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningum 2021.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar