„Ung móðir og á lausu“ Lúðvík Júlíusson skrifar 14. júní 2021 13:00 Það er nokkuð augljóst að ég er ekki að tala um mig. Ég ætla að ræða hugtakanotkun í stuttu máli. Þegar foreldrar skilja þá verður annað foreldrið „einstætt foreldri“ en hitt foreldrið verður „einstaklingur.“ „Einstætt“ þýðir aðeins að foreldrið sé á lausu. Hér flækjast málin nefnilega. Hugtakið „einstaklingur“ segir ekkert til um kostnað, álag, ábyrgð vegna umönnunar barna o.s.fr.v.. Það sama á við um hugtakið „einstætt foreldri“. Samt eru ótrúlega margir sem draga ályktun um að svo sé. Dragi fólk þessar ályktanir þá er það gott dæmi um að ekki hafi tekist að ná markmiðum Jafnréttislaga(1) um að „vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla.“ Hugmyndir feðraveldisins um að konur eigi að sinna umönnun barna og að feður eigi að vera fyrirvinnur endurspeglast í mikið viðhorfum fólks til hugtakanna „einstæð móðir“ og „einstaklingur“. Móðir er bundin barni en faðirinn er orðinn frjáls einstaklingur. Fæstir myndu samt viðurkenna að andstöðu sína við jafnrétti og femínisma. Til að vinna gegn þessum fordómum og auka réttindi barna þá er nauðsynlegt að Alþingi breyti lögum um Þjóðskrá og láti stofnunina skrá umgengni foreldra. Þá væri hægt að breyta fjölskyldugerðinni „einstætt foreldri“ einfaldlega í „foreldri“. Báðir foreldrar barnsins yrðu þá skráðir „foreldrar“. Það myndi ekki flækja skráninguna eða valda ruglingi vegna þess að til staðar eru hugtökin „hjón með börn“ og „hjón án barna“. Ef það þarf að fá ítarlegri upplýsingar um stöðu barna og foreldra þá væri hægt að greina þessa hópa eftir bæði forsjá, umgengni, lögheimili barna og sambandsstöðu. Ef Þessar breytingar væru gerðar þá loks gætum við loksins átt innihaldsríkar og málefnalegar umræður um stöðu barna og foreldra. Í dag veit enginn hverjar tekjur foreldra eru, hvar börn búa í fátækt og hvernig best sé að styðja við foreldra. Eins og kerfið er sett upp í dag þá myndi hækkun barnabóta út í hið óendanlega ekki útrýma fátækt barna. Eigum við ekki að fá svör við þessum spurningum og hjálpa börnum og foreldrum sem eru hjálparþurfi? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir: (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2020150.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það er nokkuð augljóst að ég er ekki að tala um mig. Ég ætla að ræða hugtakanotkun í stuttu máli. Þegar foreldrar skilja þá verður annað foreldrið „einstætt foreldri“ en hitt foreldrið verður „einstaklingur.“ „Einstætt“ þýðir aðeins að foreldrið sé á lausu. Hér flækjast málin nefnilega. Hugtakið „einstaklingur“ segir ekkert til um kostnað, álag, ábyrgð vegna umönnunar barna o.s.fr.v.. Það sama á við um hugtakið „einstætt foreldri“. Samt eru ótrúlega margir sem draga ályktun um að svo sé. Dragi fólk þessar ályktanir þá er það gott dæmi um að ekki hafi tekist að ná markmiðum Jafnréttislaga(1) um að „vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla.“ Hugmyndir feðraveldisins um að konur eigi að sinna umönnun barna og að feður eigi að vera fyrirvinnur endurspeglast í mikið viðhorfum fólks til hugtakanna „einstæð móðir“ og „einstaklingur“. Móðir er bundin barni en faðirinn er orðinn frjáls einstaklingur. Fæstir myndu samt viðurkenna að andstöðu sína við jafnrétti og femínisma. Til að vinna gegn þessum fordómum og auka réttindi barna þá er nauðsynlegt að Alþingi breyti lögum um Þjóðskrá og láti stofnunina skrá umgengni foreldra. Þá væri hægt að breyta fjölskyldugerðinni „einstætt foreldri“ einfaldlega í „foreldri“. Báðir foreldrar barnsins yrðu þá skráðir „foreldrar“. Það myndi ekki flækja skráninguna eða valda ruglingi vegna þess að til staðar eru hugtökin „hjón með börn“ og „hjón án barna“. Ef það þarf að fá ítarlegri upplýsingar um stöðu barna og foreldra þá væri hægt að greina þessa hópa eftir bæði forsjá, umgengni, lögheimili barna og sambandsstöðu. Ef Þessar breytingar væru gerðar þá loks gætum við loksins átt innihaldsríkar og málefnalegar umræður um stöðu barna og foreldra. Í dag veit enginn hverjar tekjur foreldra eru, hvar börn búa í fátækt og hvernig best sé að styðja við foreldra. Eins og kerfið er sett upp í dag þá myndi hækkun barnabóta út í hið óendanlega ekki útrýma fátækt barna. Eigum við ekki að fá svör við þessum spurningum og hjálpa börnum og foreldrum sem eru hjálparþurfi? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Heimildir: (1) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2020150.html
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun