Eyjamenn hafa ekki tapað á Hlíðarenda í fjögur ár en þurfa 3-4 marka sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 14:02 Það var hart barist í kvöld. Þrír Valsmenn reyna hér að stöðva Kára Kristján Kristjánsson. vísir/elín björg Valur og ÍBV spila í kvöld seinni leik sinn í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Valsmenn hafa þriggja marka forskot síðan úr fyrri leiknum í Vestmannaeyjum. Eyjamönnum hefur gengið mjög vel á Hlíðarenda undanfarin ár en þeir þurfa engu að síður að vinna upp þriggja marka forskot sem gæti orðið erfitt á móti sterku Valsliði. Það hjálpar ÍBV þó að stórskytta Valsmanna, Agnar Smári Jónsson, tekur út leikbann í leiknum í kvöld en hann er markahæsti leikmaður Valsliðsins í þessari úrslitakeppni. Valsmenn þurfa líka að ráða niður Eyjagrýlunnar sem þeir hafa byggt upp undir Öskjuhlíðinni undanfarin ár. Valsmönnum hefur ekki tekist að vinna ÍBV í síðustu fjórum leikjum liðanna á Hlíðarenda eða síðan að liðin áttust síðast við í úrslitakeppninni vorið 2017. Það var 12. apríl 2017 eða fyrir fjórum árum, einum mánuði og 30 dögum síðan. Þetta gerir samtals 1521 dags bið hjá Valsmönnum eftir að vinna heimasigur á ÍBV liðinu. Valsmenn jöfnuðu þá metin í einvíginu í 1-1 með fjögurra marka sigri á Hlíðarenda, 31-27, og komust svo áfram með sigri í oddaleiknum í Eyjum. Valsliðið fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Síðan þá hafa Eyjamenn unnið þrisvar og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. ÍBV vann 29-28 sigur á Val í deildarleik liðanna á Hlíðarenda á þessu tímabili. Valsmenn mega tapa með þremur mörkum svo framarlega sem ÍBV liðið skorar ekki meira en 27 mörk en ÍBV liðið þarf annars fjögurra marka sigur til að komast í lokaúrslitin. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og verða þeir báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og leikur Haukar og Stjörnunnar hefst síðan klukkan 18.00. Leikur Vals og ÍBV hefsr síðan klukkan 20.00 og eftir hann munu Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni gera upp báða þessa leiki. Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Eyjamönnum hefur gengið mjög vel á Hlíðarenda undanfarin ár en þeir þurfa engu að síður að vinna upp þriggja marka forskot sem gæti orðið erfitt á móti sterku Valsliði. Það hjálpar ÍBV þó að stórskytta Valsmanna, Agnar Smári Jónsson, tekur út leikbann í leiknum í kvöld en hann er markahæsti leikmaður Valsliðsins í þessari úrslitakeppni. Valsmenn þurfa líka að ráða niður Eyjagrýlunnar sem þeir hafa byggt upp undir Öskjuhlíðinni undanfarin ár. Valsmönnum hefur ekki tekist að vinna ÍBV í síðustu fjórum leikjum liðanna á Hlíðarenda eða síðan að liðin áttust síðast við í úrslitakeppninni vorið 2017. Það var 12. apríl 2017 eða fyrir fjórum árum, einum mánuði og 30 dögum síðan. Þetta gerir samtals 1521 dags bið hjá Valsmönnum eftir að vinna heimasigur á ÍBV liðinu. Valsmenn jöfnuðu þá metin í einvíginu í 1-1 með fjögurra marka sigri á Hlíðarenda, 31-27, og komust svo áfram með sigri í oddaleiknum í Eyjum. Valsliðið fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Síðan þá hafa Eyjamenn unnið þrisvar og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. ÍBV vann 29-28 sigur á Val í deildarleik liðanna á Hlíðarenda á þessu tímabili. Valsmenn mega tapa með þremur mörkum svo framarlega sem ÍBV liðið skorar ekki meira en 27 mörk en ÍBV liðið þarf annars fjögurra marka sigur til að komast í lokaúrslitin. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og verða þeir báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og leikur Haukar og Stjörnunnar hefst síðan klukkan 18.00. Leikur Vals og ÍBV hefsr síðan klukkan 20.00 og eftir hann munu Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni gera upp báða þessa leiki. Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira