Hvað eru 3 ár í lífi barns? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 10. júní 2021 08:30 Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Samstaða og samkennd einkenndu viðbrögð þjóðar í upphafi heimsfaraldurs og ríkir enn í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í því farsæla samstarfi sem Þórólfur, Alma og þeirra teymi átti við Kára og allt hans teymi truflaði það ekki ríkisstjórnina að fulltrúar opinbera kerfisins og fulltrúar einkaframtaksins unnu saman að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Helsta arfleið ríkisstjórninnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlag sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Það er eins og ríkisstjórnin hafi innleitt 11. boðorðið um að heiðra skuli miðstýringu alla daga. Afleiðing miðstýringarinnar er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Þrjú ár í lífi barns er drjúgur hluti æsku þess. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar mikilvæg þjónusta á borð við þessa er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er einfaldlega skammarleg staða, enda fátt sem skilgreinir samfélög meira en hvernig þau koma fram við börn. Biðlistar barna Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist stöðugt en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Á listanum hefur fjölgað um fjórðung. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og búa við óvissu og álag vegna þessarar þungu biðar. Um helmingi fleiri eru á biðlista eftir hnéaðgerðum og hafa beðið lengur en í þrjá mánuði. Um mjaðmaaðgerðir er staðan sú að 37% aukning er í hópi þeirra sem hafa beðið þrjá mánuði eða lengur eftir að aðgerð. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Biðlistar eru því miður ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. Sú stefna að lengja biðista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Stjórnin vinnur eftir hugmyndafræði sem gengur út á það að hafna framlagi sjálfstæðra sérfræðinga sem gætu veitt fólki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á skýlaust að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Það er algjört grundvallaratriði og óumdeilt. Það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Nauðsynleg þjónusta barna ekki í boði En að þessum leikreglum gefnum á ekki öllu máli að skipta hvar sálfræðingurinn eða talmeinafræðingurinn starfar. Foreldrar barna sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu í stað þess að þurfa að greiða um 18.000 kr. fyrir tímann hjá sálfræðingi. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Fólk vill heldur ekki frekar fljúga til Svíþjóðar til að fara í liðskiptaaðgerð á sænskri einkastofu, frekar en á íslenskri. Ferðirnar til Svíþjóðar eru allt að þrisvar sinnum dýrari en að láta framkvæma þessar aðgerðir hér heima. Þessi útgjöld samþykkir fjármálaráðherra og ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti í þessu máli allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn bæði Sjálfstæðissflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu og orð um annað núna er afvegaleiðing. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Samstaða og samkennd einkenndu viðbrögð þjóðar í upphafi heimsfaraldurs og ríkir enn í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í því farsæla samstarfi sem Þórólfur, Alma og þeirra teymi átti við Kára og allt hans teymi truflaði það ekki ríkisstjórnina að fulltrúar opinbera kerfisins og fulltrúar einkaframtaksins unnu saman að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Helsta arfleið ríkisstjórninnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlag sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Það er eins og ríkisstjórnin hafi innleitt 11. boðorðið um að heiðra skuli miðstýringu alla daga. Afleiðing miðstýringarinnar er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Þrjú ár í lífi barns er drjúgur hluti æsku þess. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar mikilvæg þjónusta á borð við þessa er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er einfaldlega skammarleg staða, enda fátt sem skilgreinir samfélög meira en hvernig þau koma fram við börn. Biðlistar barna Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist stöðugt en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Á listanum hefur fjölgað um fjórðung. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og búa við óvissu og álag vegna þessarar þungu biðar. Um helmingi fleiri eru á biðlista eftir hnéaðgerðum og hafa beðið lengur en í þrjá mánuði. Um mjaðmaaðgerðir er staðan sú að 37% aukning er í hópi þeirra sem hafa beðið þrjá mánuði eða lengur eftir að aðgerð. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Biðlistar eru því miður ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. Sú stefna að lengja biðista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Stjórnin vinnur eftir hugmyndafræði sem gengur út á það að hafna framlagi sjálfstæðra sérfræðinga sem gætu veitt fólki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á skýlaust að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Það er algjört grundvallaratriði og óumdeilt. Það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Nauðsynleg þjónusta barna ekki í boði En að þessum leikreglum gefnum á ekki öllu máli að skipta hvar sálfræðingurinn eða talmeinafræðingurinn starfar. Foreldrar barna sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu í stað þess að þurfa að greiða um 18.000 kr. fyrir tímann hjá sálfræðingi. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Fólk vill heldur ekki frekar fljúga til Svíþjóðar til að fara í liðskiptaaðgerð á sænskri einkastofu, frekar en á íslenskri. Ferðirnar til Svíþjóðar eru allt að þrisvar sinnum dýrari en að láta framkvæma þessar aðgerðir hér heima. Þessi útgjöld samþykkir fjármálaráðherra og ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti í þessu máli allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn bæði Sjálfstæðissflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu og orð um annað núna er afvegaleiðing. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun