Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Sigþrúður Ármann skrifar 9. júní 2021 06:00 Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. Umhverfið og verðmætasköpun Samkeppnisforskot okkar er græn orka og hana eigum við að nýta í meiri mæli til uppbyggingar atvinnulífs á Íslandi. Íslensk framleiðsla er verðmætari og umhverfisvænni þegar hún er byggð á umhverfisvænum orkugjöfum. Við þurfum að auka innlenda framleiðslu og fullvinna vörur í meiri mæli hér á landi. Einnig eigum við að laða erlendar fjárfestingar til landsins til að nýta græna orku enn frekar. Með endurnýjanlegri orku aukum við verðmætasköpun hér á landi. Innviðir og fjárhagslegir hvatar Við þurfum að byggja upp kerfi sem styður við hringrásarhagkerfið og eykur sjálfbærni. Við höfum öfluga innviði en getum gert betur. Við þurfum að efla innlenda endurvinnslu og auka endurnýtingu. Taka ábyrgð á eigin úrgangi, endurnýta og endurvinna það sem hægt er enda leynast þar verðmæti en ekki bara úrgangur. Hér þurfum við að treysta á einkaframtakið, styðja við uppbyggingu atvinnulífsins og tryggja að virðiskeðjan styrkist hér á landi og störfum fjölgi. Fjárhagslega hvata þarf að nýta meira og þeir þurfa að beina málum í þann farveg að af þeim hlotnist fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur. Þannig græða allir. Höfum líka í huga að með því að auka umhverfisvitund okkar og gera betur í umhverfis- og loftlagsmálum erum við ekki aðeins að auka lífsgæði komandi kynslóða heldur aukast lífsgæði okkar sem nú lifum verulega. Við skulum því endurhugsa, endurmeta, endurnýta – og þegar við á endurvinna. Höfundur er lögfræðingur, framkvæmdastjóri og frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Skoðun: Kosningar 2021 Sigþrúður Ármann Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. Umhverfið og verðmætasköpun Samkeppnisforskot okkar er græn orka og hana eigum við að nýta í meiri mæli til uppbyggingar atvinnulífs á Íslandi. Íslensk framleiðsla er verðmætari og umhverfisvænni þegar hún er byggð á umhverfisvænum orkugjöfum. Við þurfum að auka innlenda framleiðslu og fullvinna vörur í meiri mæli hér á landi. Einnig eigum við að laða erlendar fjárfestingar til landsins til að nýta græna orku enn frekar. Með endurnýjanlegri orku aukum við verðmætasköpun hér á landi. Innviðir og fjárhagslegir hvatar Við þurfum að byggja upp kerfi sem styður við hringrásarhagkerfið og eykur sjálfbærni. Við höfum öfluga innviði en getum gert betur. Við þurfum að efla innlenda endurvinnslu og auka endurnýtingu. Taka ábyrgð á eigin úrgangi, endurnýta og endurvinna það sem hægt er enda leynast þar verðmæti en ekki bara úrgangur. Hér þurfum við að treysta á einkaframtakið, styðja við uppbyggingu atvinnulífsins og tryggja að virðiskeðjan styrkist hér á landi og störfum fjölgi. Fjárhagslega hvata þarf að nýta meira og þeir þurfa að beina málum í þann farveg að af þeim hlotnist fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur. Þannig græða allir. Höfum líka í huga að með því að auka umhverfisvitund okkar og gera betur í umhverfis- og loftlagsmálum erum við ekki aðeins að auka lífsgæði komandi kynslóða heldur aukast lífsgæði okkar sem nú lifum verulega. Við skulum því endurhugsa, endurmeta, endurnýta – og þegar við á endurvinna. Höfundur er lögfræðingur, framkvæmdastjóri og frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun