„Vínáhugamaður“ skrifar níðgrein Arnar Sigurðsson skrifar 8. júní 2021 14:30 Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. Sætir greinin nokkurri furðu fyrir vikið því flestir vínáhugamenn hafa fyrir margt löngu snúið baki við hinu arfaslaka úrvali einsleitra vína sem þar finnast. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Jón Páll er einn af hilluplásshöfum ÁTVR og greinin því undir fölsku flaggi. En þó að Jóni Páli verði fótaskortur á tungunni, jafnast það þó ekki á við heldur slaklega reiknigetu vínáhugamannsins þegar hann fullyrðir að allar vörur í netverslun Sante, sem eru til afgreiðslu og jafnvel heimsendingar samdægurs, séu dýrari heldur en í hinni rómuðu vefverslun einokunarverslunarinnar gegn sérpöntun sem Jón telur að tryggi í senn hagstætt verð og gott úrval. Þess má geta að afgreiðslutími sérpantana getur verið talinn í vikum hjá ríkisversluninni. Sante.is tekur hugtakið samfélagsleg ábyrgð alvarlega og einfaldlega selur engar vörur til einokunarverslana. Á þeim degi sem grein vínáhugamansins er skrifuð má þó finna nokkur kampavín frá Drappier auk bjóra sem finnast í báðum verslunum og eru samkvæmt útreikningum Jóns ódýrari í einokuninni: Lesendur bíða svo spenntir eftir tillögum Jóns um að einokunarverslunin muni bæta aftur inn fleiri vörum til að lagfæra þau mistök sem Jón telur að séu að undirlagi Sjálfstæðisflokksins og hafi reynst neytendum dýrkeypt: Jón Páll fer víða í athugasemdum sínum og vekur m.a. athygli á að lagerbjór frá Stella er framleiddur í nokkrum styrkleikaflokkum 4,6%- 4,8% og 5% en Sante.is hefur selt bjór í efsta og neðsta þrepi sem munar félagið kr.17 í áfengisgjaldi og hefur ekki þótt tilefni til verðbreytinga en bjórinn er seldur á meira en 25% lægra verði en í hinum margrómuðu einokunarverslunum Jóns. Vínáhugamaðurinn bendir einnig á að hið erlenda félag Santewines.SAS skuli ekki tiltaka íslenskt virðisaukaskatts númer sem vínáhugamaðurinn telur grunsamlegt en fæstir erlendir lögaðilar hafa þó vsk. númer nema í sínu heimalandi. Á þessu er þó undantekning því netverslun Santewines SAS hefur einmitt eitt slíkt. Þó erfitt sé um að spá hvað hilluplásshafinn Jón Páll muni nefna í sínum framhaldsgreinum, skal því þó slegið föstu að hann muni ekki fjalla um að rósakampavín frá Laurent Perrier fáist í netverslun Sante á 20% lægra verði en í ÁTVR. Ástæðan er einföld því innflytjandinn er jafnframt eiginkona Jóns. Höfundur er víninnflytjandi og vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. Sætir greinin nokkurri furðu fyrir vikið því flestir vínáhugamenn hafa fyrir margt löngu snúið baki við hinu arfaslaka úrvali einsleitra vína sem þar finnast. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Jón Páll er einn af hilluplásshöfum ÁTVR og greinin því undir fölsku flaggi. En þó að Jóni Páli verði fótaskortur á tungunni, jafnast það þó ekki á við heldur slaklega reiknigetu vínáhugamannsins þegar hann fullyrðir að allar vörur í netverslun Sante, sem eru til afgreiðslu og jafnvel heimsendingar samdægurs, séu dýrari heldur en í hinni rómuðu vefverslun einokunarverslunarinnar gegn sérpöntun sem Jón telur að tryggi í senn hagstætt verð og gott úrval. Þess má geta að afgreiðslutími sérpantana getur verið talinn í vikum hjá ríkisversluninni. Sante.is tekur hugtakið samfélagsleg ábyrgð alvarlega og einfaldlega selur engar vörur til einokunarverslana. Á þeim degi sem grein vínáhugamansins er skrifuð má þó finna nokkur kampavín frá Drappier auk bjóra sem finnast í báðum verslunum og eru samkvæmt útreikningum Jóns ódýrari í einokuninni: Lesendur bíða svo spenntir eftir tillögum Jóns um að einokunarverslunin muni bæta aftur inn fleiri vörum til að lagfæra þau mistök sem Jón telur að séu að undirlagi Sjálfstæðisflokksins og hafi reynst neytendum dýrkeypt: Jón Páll fer víða í athugasemdum sínum og vekur m.a. athygli á að lagerbjór frá Stella er framleiddur í nokkrum styrkleikaflokkum 4,6%- 4,8% og 5% en Sante.is hefur selt bjór í efsta og neðsta þrepi sem munar félagið kr.17 í áfengisgjaldi og hefur ekki þótt tilefni til verðbreytinga en bjórinn er seldur á meira en 25% lægra verði en í hinum margrómuðu einokunarverslunum Jóns. Vínáhugamaðurinn bendir einnig á að hið erlenda félag Santewines.SAS skuli ekki tiltaka íslenskt virðisaukaskatts númer sem vínáhugamaðurinn telur grunsamlegt en fæstir erlendir lögaðilar hafa þó vsk. númer nema í sínu heimalandi. Á þessu er þó undantekning því netverslun Santewines SAS hefur einmitt eitt slíkt. Þó erfitt sé um að spá hvað hilluplásshafinn Jón Páll muni nefna í sínum framhaldsgreinum, skal því þó slegið föstu að hann muni ekki fjalla um að rósakampavín frá Laurent Perrier fáist í netverslun Sante á 20% lægra verði en í ÁTVR. Ástæðan er einföld því innflytjandinn er jafnframt eiginkona Jóns. Höfundur er víninnflytjandi og vínáhugamaður.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar