„Vínáhugamaður“ skrifar níðgrein Arnar Sigurðsson skrifar 8. júní 2021 14:30 Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. Sætir greinin nokkurri furðu fyrir vikið því flestir vínáhugamenn hafa fyrir margt löngu snúið baki við hinu arfaslaka úrvali einsleitra vína sem þar finnast. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Jón Páll er einn af hilluplásshöfum ÁTVR og greinin því undir fölsku flaggi. En þó að Jóni Páli verði fótaskortur á tungunni, jafnast það þó ekki á við heldur slaklega reiknigetu vínáhugamannsins þegar hann fullyrðir að allar vörur í netverslun Sante, sem eru til afgreiðslu og jafnvel heimsendingar samdægurs, séu dýrari heldur en í hinni rómuðu vefverslun einokunarverslunarinnar gegn sérpöntun sem Jón telur að tryggi í senn hagstætt verð og gott úrval. Þess má geta að afgreiðslutími sérpantana getur verið talinn í vikum hjá ríkisversluninni. Sante.is tekur hugtakið samfélagsleg ábyrgð alvarlega og einfaldlega selur engar vörur til einokunarverslana. Á þeim degi sem grein vínáhugamansins er skrifuð má þó finna nokkur kampavín frá Drappier auk bjóra sem finnast í báðum verslunum og eru samkvæmt útreikningum Jóns ódýrari í einokuninni: Lesendur bíða svo spenntir eftir tillögum Jóns um að einokunarverslunin muni bæta aftur inn fleiri vörum til að lagfæra þau mistök sem Jón telur að séu að undirlagi Sjálfstæðisflokksins og hafi reynst neytendum dýrkeypt: Jón Páll fer víða í athugasemdum sínum og vekur m.a. athygli á að lagerbjór frá Stella er framleiddur í nokkrum styrkleikaflokkum 4,6%- 4,8% og 5% en Sante.is hefur selt bjór í efsta og neðsta þrepi sem munar félagið kr.17 í áfengisgjaldi og hefur ekki þótt tilefni til verðbreytinga en bjórinn er seldur á meira en 25% lægra verði en í hinum margrómuðu einokunarverslunum Jóns. Vínáhugamaðurinn bendir einnig á að hið erlenda félag Santewines.SAS skuli ekki tiltaka íslenskt virðisaukaskatts númer sem vínáhugamaðurinn telur grunsamlegt en fæstir erlendir lögaðilar hafa þó vsk. númer nema í sínu heimalandi. Á þessu er þó undantekning því netverslun Santewines SAS hefur einmitt eitt slíkt. Þó erfitt sé um að spá hvað hilluplásshafinn Jón Páll muni nefna í sínum framhaldsgreinum, skal því þó slegið föstu að hann muni ekki fjalla um að rósakampavín frá Laurent Perrier fáist í netverslun Sante á 20% lægra verði en í ÁTVR. Ástæðan er einföld því innflytjandinn er jafnframt eiginkona Jóns. Höfundur er víninnflytjandi og vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé. Sætir greinin nokkurri furðu fyrir vikið því flestir vínáhugamenn hafa fyrir margt löngu snúið baki við hinu arfaslaka úrvali einsleitra vína sem þar finnast. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Jón Páll er einn af hilluplásshöfum ÁTVR og greinin því undir fölsku flaggi. En þó að Jóni Páli verði fótaskortur á tungunni, jafnast það þó ekki á við heldur slaklega reiknigetu vínáhugamannsins þegar hann fullyrðir að allar vörur í netverslun Sante, sem eru til afgreiðslu og jafnvel heimsendingar samdægurs, séu dýrari heldur en í hinni rómuðu vefverslun einokunarverslunarinnar gegn sérpöntun sem Jón telur að tryggi í senn hagstætt verð og gott úrval. Þess má geta að afgreiðslutími sérpantana getur verið talinn í vikum hjá ríkisversluninni. Sante.is tekur hugtakið samfélagsleg ábyrgð alvarlega og einfaldlega selur engar vörur til einokunarverslana. Á þeim degi sem grein vínáhugamansins er skrifuð má þó finna nokkur kampavín frá Drappier auk bjóra sem finnast í báðum verslunum og eru samkvæmt útreikningum Jóns ódýrari í einokuninni: Lesendur bíða svo spenntir eftir tillögum Jóns um að einokunarverslunin muni bæta aftur inn fleiri vörum til að lagfæra þau mistök sem Jón telur að séu að undirlagi Sjálfstæðisflokksins og hafi reynst neytendum dýrkeypt: Jón Páll fer víða í athugasemdum sínum og vekur m.a. athygli á að lagerbjór frá Stella er framleiddur í nokkrum styrkleikaflokkum 4,6%- 4,8% og 5% en Sante.is hefur selt bjór í efsta og neðsta þrepi sem munar félagið kr.17 í áfengisgjaldi og hefur ekki þótt tilefni til verðbreytinga en bjórinn er seldur á meira en 25% lægra verði en í hinum margrómuðu einokunarverslunum Jóns. Vínáhugamaðurinn bendir einnig á að hið erlenda félag Santewines.SAS skuli ekki tiltaka íslenskt virðisaukaskatts númer sem vínáhugamaðurinn telur grunsamlegt en fæstir erlendir lögaðilar hafa þó vsk. númer nema í sínu heimalandi. Á þessu er þó undantekning því netverslun Santewines SAS hefur einmitt eitt slíkt. Þó erfitt sé um að spá hvað hilluplásshafinn Jón Páll muni nefna í sínum framhaldsgreinum, skal því þó slegið föstu að hann muni ekki fjalla um að rósakampavín frá Laurent Perrier fáist í netverslun Sante á 20% lægra verði en í ÁTVR. Ástæðan er einföld því innflytjandinn er jafnframt eiginkona Jóns. Höfundur er víninnflytjandi og vínáhugamaður.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar