Golf

Berglind og Axel í góðum málum fyrir lokahringinn í Leirunni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Berglind Björnsdóttir, til vinstri, leiðir í Leirunni
Berglind Björnsdóttir, til vinstri, leiðir í Leirunni

Þriðja mót sumarsins í stigamótaröð Golfsambands Íslands fer fram á Hólmsvelli í Leiru um helgina og eru Axel Bóasson og Berglind Björnsdóttir í forystu fyrir lokahringinn.

Rok og rigning settu svip sinn á annan hringinn sem fram fór í dag.

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili er á samtals átta höggum undir pari eftir tvo hringi, með þriggja högga forystu á Andra Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss sem er á samtals fimm höggum undir pari.

Berglind Björnsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, lék annan hring á einu höggi yfir pari og er á samtals þremur höggum yfir pari. Hefur hún átta högga forystu á Sögu Traustadóttur og Andreu Ýr Ásgrímsdóttur sem eru jafnar í öðru sæti fyrir lokahringinn sem fram fer á morgun. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.