Handbolti

Búið að á­kveða leik­daga í undan­úr­slitum Olís-deildar karla: Allt í beinni á Stöð 2 Sport

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, er mættur í undanúrslit Olís-deildarinnar með lið sitt.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, er mættur í undanúrslit Olís-deildarinnar með lið sitt. Vísir/Hulda Margrét

Í kvöld varð ljóst hvaða lið kæmust í undanúrslit Olís-deildar karla í handbolta. Valur, Stjarnan, ÍBV og deildarmeistarar Hauka eru komin í undanúrslit og er búið að ákveða leikdaga. Allir fjórir leikirnir í undanúrslitum verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Fyrri leikirnir fara farm þann 8. júní næstkomandi. Þá tekur ÍBV á móti Val í Vestmannaeyjum klukkan 18.00. Tveimur símum síðar tekur Stjarnan á móti Haukum í Mýrinni í Garðabæ.

Síðari leikirnir fara svo fram þremur dögum síðar, föstudaginn 11. júní. Þá mætir ÍBV á Hlíðarenda og Stjarnan fer á Ásvelli.

Úrslitaviðureignin sjálf fer svo fram 15. og 18. júní.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann

ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.