Handbolti

Gum­mers­bach heldur í topp­liðin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson ræðir við leikmenn sína á æfingu Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson ræðir við leikmenn sína á æfingu Gummersbach. mynd/@vflgummersbach

Lærisveinar Guðjón Vals Sigurðssonar í Gummersbach halda í við topplið þýsku B-deildarinnar í handbolta þökk sé tíu marka sigri liðsins í kvöld.

Gummersbach öruggan 35-25 sigur á Dormagen á heimavelli í kvöld og sá þannig til þess að N-Lubbecke og Hamburg eru ekki of langt frá þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af mótinu.

Efstu tvö liðin fara beint upp og þarf Gummersbach að treysta á að annað hvort toppliðanna misstígi sig.

Lærisveinar Guðjóns Vals eru með 49 stig í 3. sæti, N-Lubbecke er í 2. sæti með 50 stig og Hamburg trónir á toppnum með 52 stig.

Elliði Snær Vignisson leikur með Gummersbach og skoraði fjögur mörk í leik kvöldsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.