Uppátækjasami meistarinn sem vill segja fleiri brandara Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2021 15:30 A Lim Kim með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið US Open í desember. Getty/Carmen Mandato Suðurkóreski „grallaraspóinn“ A Lim Kim þykir ekki sigurstrangleg á Opna bandaríska mótinu, einu risamótanna fimm í golfi kvenna, sem hefst í dag. Þannig var það líka síðast þegar mótið fór fram en samt vann hún. Kim hefur titilvörn sína klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma en leikið er í San Francisco. Á síðasta ári fór mótið ekki fram fyrr en í desember, vegna kórónuveirufaraldursins, en þá fagnaði Kim óvæntum sigri í Houston eftir að hafa náð sér í fugl á þremur síðustu holunum. Kim fékk eina milljón Bandaríkjadala í verðlaun, jafnvirði um 120 milljóna króna, fyrir sigurinn. Samkvæmt veðbönkum eru hins vegar margar aðrar líklegri til að fagna sigri að þessu sinni. Þar eru efstar á blaði Inbee Park, Jin Young Ko, Lydia Ko og Sei Young Kim. Áhorfendur munu þó eflaust fylgjast vel með Lim Kim sem þrátt fyrir að tala ekki fullkomna ensku reynir sitt besta til að gefa af sér í viðtölum, grínast og hafa gaman. „Ég er svo rosalega uppátækjasöm, lítil stelpa,“ sagði Kim í viðtali við heimasíðu LPGA, þar sem þess er getið að kannski hafi eitthvað skolast til í því sem hún ætlaði sér að segja. „Ef að enskan mín vær nógu góð þá gæti ég verið að grínast við alla. Ég get það ekki enn en það er markmiðið mitt núna,“ sagði Kim. Fólk segir að ég sé alls ekki venjuleg „Mér til óvæntrar ánægju þá hefur samt svo margt fólk sem ég þekki ekki tekið mér ofboðslega vel. Það kemur fram við mig eins og ríkjandi meistara. Það snerti mig. Allir eru svo vingjarnlegir,“ sagði Kim og bætti við: „Mér er sagt að ég sé mjög sérstök og skemmtileg. Hingað til hefur fólk sagt að ég sé alls ekki venjuleg.“ Ástralinn Graeme Courts er kylfuberi meistarans. Hann segir að golfáhugafólk eigi eftir að dýrka Kim þegar hún hefur náð betri tökum á enskunni. „Hún á það til að líta á mig með samanbitnar varir og segja: „Mig langar að segja brandara en ég kann ekki ensku orðin.“ Þetta fer í taugarnar á henni en hún er að vinna í þessu. Hún er hjá kennara og bara síðan í mars hefur hún náð ótrúlegum framförum. Vonandi nær fólk að kynnast henni. Það munu allir dýrka hana,“ sagði Courts. US Women‘s Open hefst í dag og stendur yfir fram á sunnudag. Alla dagana verður bein útsending á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin í kvöld kl. 23 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna bandaríska Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kim hefur titilvörn sína klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma en leikið er í San Francisco. Á síðasta ári fór mótið ekki fram fyrr en í desember, vegna kórónuveirufaraldursins, en þá fagnaði Kim óvæntum sigri í Houston eftir að hafa náð sér í fugl á þremur síðustu holunum. Kim fékk eina milljón Bandaríkjadala í verðlaun, jafnvirði um 120 milljóna króna, fyrir sigurinn. Samkvæmt veðbönkum eru hins vegar margar aðrar líklegri til að fagna sigri að þessu sinni. Þar eru efstar á blaði Inbee Park, Jin Young Ko, Lydia Ko og Sei Young Kim. Áhorfendur munu þó eflaust fylgjast vel með Lim Kim sem þrátt fyrir að tala ekki fullkomna ensku reynir sitt besta til að gefa af sér í viðtölum, grínast og hafa gaman. „Ég er svo rosalega uppátækjasöm, lítil stelpa,“ sagði Kim í viðtali við heimasíðu LPGA, þar sem þess er getið að kannski hafi eitthvað skolast til í því sem hún ætlaði sér að segja. „Ef að enskan mín vær nógu góð þá gæti ég verið að grínast við alla. Ég get það ekki enn en það er markmiðið mitt núna,“ sagði Kim. Fólk segir að ég sé alls ekki venjuleg „Mér til óvæntrar ánægju þá hefur samt svo margt fólk sem ég þekki ekki tekið mér ofboðslega vel. Það kemur fram við mig eins og ríkjandi meistara. Það snerti mig. Allir eru svo vingjarnlegir,“ sagði Kim og bætti við: „Mér er sagt að ég sé mjög sérstök og skemmtileg. Hingað til hefur fólk sagt að ég sé alls ekki venjuleg.“ Ástralinn Graeme Courts er kylfuberi meistarans. Hann segir að golfáhugafólk eigi eftir að dýrka Kim þegar hún hefur náð betri tökum á enskunni. „Hún á það til að líta á mig með samanbitnar varir og segja: „Mig langar að segja brandara en ég kann ekki ensku orðin.“ Þetta fer í taugarnar á henni en hún er að vinna í þessu. Hún er hjá kennara og bara síðan í mars hefur hún náð ótrúlegum framförum. Vonandi nær fólk að kynnast henni. Það munu allir dýrka hana,“ sagði Courts. US Women‘s Open hefst í dag og stendur yfir fram á sunnudag. Alla dagana verður bein útsending á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin í kvöld kl. 23 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira