Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. júní 2021 13:01 „Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum“ sagði vitur maður hér einu sinni og við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum. Við stöndum í anddyri þriðju byltingar mannkynsins, tæknibyltingarinnar, heimurinn verður ekki áhugaverðari en það. En slíkum breytingum fylgja miklar raskanir á lífi fólks, heimsmyndin, sjálfsmyndin og væntingar breytast hratt og reynist mörgum erfiðlega að aðlagast. Flestir eru þannig innréttaðir að tap er verra en ágóði. Vonbrigðin þegar maður tapar þúsundkallinum eru meiri en gleðin sem fylgir óvæntri þúsund króna búbót. Hinn vestræni iðnvæddi heimur sem ég fæddist inn í hefur verið, undanfarna tvo áratugi, að af-iðnvæðast. Störf sem áður voru talin örugg og góð eru nú horfin til svæða langt í burtu. Komin eru ný störf sem krefjast einhvers annars af okkur. Þetta hefur haft það í för með sér að stolt, lífsbjargir, framtíðarsýn og persónuleg auðkenni fjölda fólks hefur horfið og fólki líkar ekki að tapa því sem það hefur. Þegar fólk upplifir slíkar breytingar er eðlilegt að kenna einhverjum um þennan þjófnað og einfaldast er að benda á þann sem nýtur ávinningsins af tapi manns og það eru þeir sem „tóku“ störfin. Mér verður oft hugsað til afa míns og nafna en þegar hann var 17 ára og amma ólétt var honum rétt handrit að lífinu ef svo má að orði komast. Honum var kippt í klæðskeranám og fljótlega eftir það fékk hann starf hjá Sambandinu og starfaði hjá Gefjun alla sína ævi við að sníða og sauma föt á landann. Amma og afi áttu gott líf, framtíðin var örugg og að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Þeir sem fengu þetta handrit að lífinu á síðustu öld geta fleygt því handriti því við erum komin í allt annað leikrit. Það leikrit er án handrits, það er eins konar spunaleikhús. Það krefst allt annars af okkur en þess sem iðnaðarsamfélagið kenndi okkur. Þeir sem verða hvað verst úti í þessari byltingu eru þeir sem hafa hvað minnstu menntunina og þeir sem eiga hvað erfiðast með að aðlagast nýjum veruleika. Því eru það eðlileg varnarviðbrögð að horfa til fortíðar í stað framtíðar og spyrja sig „af hverju getum við ekki haft þetta eins og það var?“ Eitt af því sem samfélagið þarf að gera er að huga betur að þessum hópi fólks sem hefur tapað ótrúlega miklu og er í vanda við að fóta sig í síkvikum og síbreytilegum veruleika. Hvernig getum við sem samfélag stutt við þennan hóp þannig að hann finni farveg fyrir hæfileika sína og færni? Ég held nefnilega að hlutverk samfélagsins, en þá á ég við skólakerfið, félagskerfið, stjórnmálin og atvinnulífið, sé að vernda fólkið en samfélagið hefur á tíðum reynt að vernda störfin því það er auðveldara. Störfin koma og fara en fólkið er og verður alltaf. Gæði samfélaga ræðst af því hvernig við styðjum við þá sem höllustum fæti standa á hverjum tíma. Við verðum að hlusta á hvað hinar reiðu raddir eru að segja. Ef við gerum það ekki munu þær finna sér farveg engum til heilla. Við erum farin að sjá þá þróun m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evrópu. Við sjáum þessa þróun hér á Íslandi. Þróunin er tilbrigði við gömul stef, tortryggni, skýrar hópaskiptingar, fortíðarþrá, einangrunarhyggja, útlendingaandúð og almenn óþolinmæði gagnvart öðru fólki með ólíkar skoðanir. Það er auðvelt að mótivera reitt fólk og við sjáum það að hér á landi eru margir snjallir stjórnmálamenn sem kunna retóríkina og hafa nýtt sér hana sér til handa. Vandinn er þó í grunninn sá að við sem samfélag höfum ekki hlustað á áhyggjur og ótta þess hóps sem telur sig hafa misst mest á þessum „áhugaverðu“ tímum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
„Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum“ sagði vitur maður hér einu sinni og við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum. Við stöndum í anddyri þriðju byltingar mannkynsins, tæknibyltingarinnar, heimurinn verður ekki áhugaverðari en það. En slíkum breytingum fylgja miklar raskanir á lífi fólks, heimsmyndin, sjálfsmyndin og væntingar breytast hratt og reynist mörgum erfiðlega að aðlagast. Flestir eru þannig innréttaðir að tap er verra en ágóði. Vonbrigðin þegar maður tapar þúsundkallinum eru meiri en gleðin sem fylgir óvæntri þúsund króna búbót. Hinn vestræni iðnvæddi heimur sem ég fæddist inn í hefur verið, undanfarna tvo áratugi, að af-iðnvæðast. Störf sem áður voru talin örugg og góð eru nú horfin til svæða langt í burtu. Komin eru ný störf sem krefjast einhvers annars af okkur. Þetta hefur haft það í för með sér að stolt, lífsbjargir, framtíðarsýn og persónuleg auðkenni fjölda fólks hefur horfið og fólki líkar ekki að tapa því sem það hefur. Þegar fólk upplifir slíkar breytingar er eðlilegt að kenna einhverjum um þennan þjófnað og einfaldast er að benda á þann sem nýtur ávinningsins af tapi manns og það eru þeir sem „tóku“ störfin. Mér verður oft hugsað til afa míns og nafna en þegar hann var 17 ára og amma ólétt var honum rétt handrit að lífinu ef svo má að orði komast. Honum var kippt í klæðskeranám og fljótlega eftir það fékk hann starf hjá Sambandinu og starfaði hjá Gefjun alla sína ævi við að sníða og sauma föt á landann. Amma og afi áttu gott líf, framtíðin var örugg og að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Þeir sem fengu þetta handrit að lífinu á síðustu öld geta fleygt því handriti því við erum komin í allt annað leikrit. Það leikrit er án handrits, það er eins konar spunaleikhús. Það krefst allt annars af okkur en þess sem iðnaðarsamfélagið kenndi okkur. Þeir sem verða hvað verst úti í þessari byltingu eru þeir sem hafa hvað minnstu menntunina og þeir sem eiga hvað erfiðast með að aðlagast nýjum veruleika. Því eru það eðlileg varnarviðbrögð að horfa til fortíðar í stað framtíðar og spyrja sig „af hverju getum við ekki haft þetta eins og það var?“ Eitt af því sem samfélagið þarf að gera er að huga betur að þessum hópi fólks sem hefur tapað ótrúlega miklu og er í vanda við að fóta sig í síkvikum og síbreytilegum veruleika. Hvernig getum við sem samfélag stutt við þennan hóp þannig að hann finni farveg fyrir hæfileika sína og færni? Ég held nefnilega að hlutverk samfélagsins, en þá á ég við skólakerfið, félagskerfið, stjórnmálin og atvinnulífið, sé að vernda fólkið en samfélagið hefur á tíðum reynt að vernda störfin því það er auðveldara. Störfin koma og fara en fólkið er og verður alltaf. Gæði samfélaga ræðst af því hvernig við styðjum við þá sem höllustum fæti standa á hverjum tíma. Við verðum að hlusta á hvað hinar reiðu raddir eru að segja. Ef við gerum það ekki munu þær finna sér farveg engum til heilla. Við erum farin að sjá þá þróun m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evrópu. Við sjáum þessa þróun hér á Íslandi. Þróunin er tilbrigði við gömul stef, tortryggni, skýrar hópaskiptingar, fortíðarþrá, einangrunarhyggja, útlendingaandúð og almenn óþolinmæði gagnvart öðru fólki með ólíkar skoðanir. Það er auðvelt að mótivera reitt fólk og við sjáum það að hér á landi eru margir snjallir stjórnmálamenn sem kunna retóríkina og hafa nýtt sér hana sér til handa. Vandinn er þó í grunninn sá að við sem samfélag höfum ekki hlustað á áhyggjur og ótta þess hóps sem telur sig hafa misst mest á þessum „áhugaverðu“ tímum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar